Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1954, Blaðsíða 4
56
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
okkar hinna betri. Og oft naut ég
þess hjá henni þegar ég var dug-
legur að afla nægilega mikils af
eik í eldinn handa henni, en til
þess varð ég oft að leggia hart að
mér. Varð ég þá að róa einn á
báti yfir Ósabotna og rífa þar eik
úr stórum skipskrokk, sem allir
Hafnamenn sóttu í eldivið. Stund-
um varð ég að flytja eikina á hesti.
En næði ég ekki í eikina, þá varð
að brenna þurrkuðum þönglum, en
það var lélegt eldsneyti og gekk
þá illa að koma suðunni upp á
12 fjórðunga potti.
Mér þótti gott að snúast fyrir
Gerðu, en svo varð ég að fara viku-
lega gangandi inn í Keflavík til
þess að sækja ýmislegt sem heim-
ilið vanhagaði um. Fékk ég þá
stundum bæði slæmt veður og
slæma færð.
FERÐALÖG
Einu sinni fór Siggi norðlenzki
með mér til Keflavíkur. Þar lenti
hann í ofdrykkju og ég varð að
skilja hann eftir. Tveimur dögum
seinna kom hann í gauðrifnum föt-
um, hafði ient í slæmt tusk við
félaga sína. I'rmarnar á jakkanum
hafði hann sjálfur stagað við bol-
inn með seglgarni. Þá var sorgleg
sjón að siá Sigga greyið. Hann var
bezta skinn, rólyndur cg gaman-
samur utan víns.
Aðrir sjómenn hjá Sigurði voru
bræður tveir úr Fljótshlíð, Guð-
mundur frá Hurðarbaki og Sig-
urður frá Breiðabólstað, Bjarni
Björnsson frá Fitjamýri undir Eya-
fjöllum og Lýður Þórðarson, bróð-
ir Jóns Þórðarsonar kaupmanns í
Reykjavík.
Sigurður frá Breiðabólstað fékk
hálsmein seinni hluta vertíðar og
var ég sendur með honum til
Reykjavíkur að leita læknis. Auð-
vitað fórum við gangandi. Snjór
var á jörð og allt ein vegleysa og
vorum við II klukkustundir á leið-
inni til Hafnarfjarðar. Þar fórum
við inn í brauðbúð og keyptum
okkur vínarbrauð. Mér þótti þetta
mesta sælgæti og át víst þrjú, því
að ég var orðinn svangur. En mér
varð illt af þeim, og síðan hefi
ég alltaf í 65 ár haft viðbjóð á
vínarbrauðum.
Sigurð skildi ég eftir hjá Schier-
beck landlækni, en helt sjálfur inn
í Laugarnes. Þar bjó þá Jón Þórð-
arson kaupmaður og hafði Lýður
bróðir hans sagt mér að fara til
hans, því að þar þyrfti ég ekki að
borga fyrir mig. Það reyncjist rétt.
Þetta var í fyrsta skifti, sem ég
kom til Reykjavíkur og sýndist
mér hún býsna stór. En efsta hús
á Skólavörðustígnum var þá hús
Bergs Þorleifssonar söðlasmiðs og
hinum megin við götuna litlu neð-
ar var „Steinninn“. Þar fyrir norð-
an og allt niður í Skuggahverfi var
ærið sóðalegt um að litast, og hefir
það stundum rifjast upp fyrir mér
þegar ég hefi verið að lesa lýs-
ingar á sóðaskap Eskimóa. Nú
er dálítið annað að líta yfir Reykja-
vík, þótt alltaf sé verið að jagast
um hve lítið sé gert fyrir bæinn.
Við Sigurður komum heim í
páskavikunni og á föstudaginn
langa fór ég skemmtiferð til Kefla-
víkur að finna gamla konu, sem
hafði verið vinkona afa og ömmu
þegar þau bjuggu á Býarskerjum.
Dvaldist ég lengi hjá henni og var
komið myrkur er ég lagði á stað
heimleiðis. Hafði ég heyrt mikið
um það talað að draugar væri
á þessari leið. Og er ég var skammt
kominnn, sá ég mann á undan mér.
Hann var tötralega búinn, í lé-
legum jakka og hékk annar vasinn
á jakkanum niður úr fóðrinu út-
troðinn eins og kyllir og slóst alltaf
í lærið á karli. Þetta fannst mér
kyndugur maður, en vildi þó ekki
trúa að það væri draugur. Gekk
ég fram á hann og ávarpaði hann
og tók hann því veL Urðum við
svo samferða út að Leiru og var
karl hinn þægilegasti. Þarna varð
hann eftir, en ég helt áfram út í
Útskálahverfi til Þórarins Árna-
sonar sýslumanns í Krýsivík, er
seinna bjó í Herdísarvík og efnaðist
þar vel, en fluttist seinast til
Reykjavíkur og byggði sér hús
þar. Kona hans hét Ólöf, greind
kona og kunni meðal annars
esperanto og las bækur á því máli.
Einu sinni þegar þau bjuggu í Her-
dísarvík kom ég þangað með
hollenzkum herforingja, sem eng-
inn gat talað við. En Ólöf brá þá
fyrir sig esperanto og gátu þau þá
talað saman. Undraðist hann mjög
að hitta konu á jafn afskekktum
bæ er kynni esperanto.
Já, ég var um nóttina hjá Þór-
arni og Ólöfu og sagði þeim frá
samferðamanni mínum. Þau sögðu
að það mundi hafa verið Bjarni
gamli læða. Hann hafði verið hálf-
gerður umrenningur þangað til
hann vistaðist hjá bónda í Leir-
unni og sagðist ætla að vera hjá
honun til æviloka. Seinna drukn-
aði þessi bóndi í kaupstaðarferð til
Keflavíkur og Bjarni með honum.
OFTFYLGDIÓREGLA
VERSTÖÐVALÍFINU
Á páskadaginn fór ég í kirkju
að Útskálum og þar þótti mér
dýrlegt að vera. Þá var séra Jens
Pálsson þar. Ræða hans var ágæt,
framburðurinn fallegur og hann
tónaði prýðilega. Um kvöldið fór
ég að Stafnesi. Þá bjó þar Hákon
frá Gerðakoti. Hann giftist Guð-
rúnu Eyvindsdóttur, sem var
einbirni og fékk mikinn auð með
henni. Þegar ég kom þarna var þar
glatt á hjalla, margir sjómenn sam-
an komnir og höfðu brennivíns-
tunnu á stokkunum. Höfðu sumir
drukkið ósleitilega og lauk þessu
með barsmíðum og áflogum. Þar
var ofstopamaður með mikið rautt
skegg. Einn náði í skeggið og