Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1954, Qupperneq 9

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1954, Qupperneq 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 61 Leirvik. Húsin eru byggð fram í sjóinn. á tímum ráku kaupmenn mikla smyglverslun, en nú er því lokið. — Gamla tollbúðin, sem Sir Walter Scott fór að skoða 1814 þegar hann var að safna efni í skáldsögu sína „Sjóræningjann“, stendur enn, en er nú sjómannaheimili. VÍKINGAHÖFNIN Enda þótt Hjaltland sé ekki jafn frjóvsamt og Orkneyar, þá hefur það þó þetta fram yfir, að þar er mikill mór í jörð. Hinn angandi móreykur mætti oss, er vér ókum til hinnar gömlu víkingahafnar Skálavogar (Scalloway). Þetta varð aftur vík- ingahöfn í seinasta stríði. Þar höfðu hinir frjálsu Norðmenn bækistöð og þaðan fór „Hjaltlandsbíllinn“ til Noregs. Þetta var að vísu ekki bíll, heldur mörg smáskip, sem reyndu að gera Þjóðveijum ýmsar skráveifur. Þau fluttu leynilega erindreka til Noregs og komu með flóttamenn þaðan. Eftir ósk Churchills sendu Bandaríkin þrjá kafbáta frá Miami í Florida til Clyde, og þar tóku Norð- menn við þeim og notuðu þá til þess að halda vörð um skipin, sem fóru í hinar hættulegu ferðir til Noregs. Nú var undarleg deyfð yfir Skála- vogi. Fáein reknetjaskip lágu þar hjá St. Ólafr-slippnum, þau höfðu leitað þangað inn undan grenjandi roki. Svo hvasst var. þarna, að vér ætluð- um varla að ná andanum. HJALTLANDSHESTURINN En þrátt fyrir rokið voru margir hestar á beit skammt þaðan. Þeim virtist ekki blöskra þótt hann blési, enda eru þeir harðnaðir á sífelldri útigöngu. Um uppruna þessara litlu hesta er allt í óvissu. Sumir segja að þeir muni alltaf hafa verið þarna síðan á bronsöld, aðrir segja að þeir. sé upp- runnir í Síberíu og muni Norðmenn hafa flutt þá til Hjaltlands á 11. öld. Þeir eru nú í daglegu máli kallaðir „sheltie“. Þótt þeir sé litlir, hafa þeir krafta í kögglum og úthald. Andrew Thomas Cluness segir frá því í bók sinni „The Shetland Isles“, að ame- rískur maður hafi veðjað um að eng- ir hestar kæmist til jafns við sína hesta um þol og krafta. samanborið við vöxt. Hestar hans voru af Clydes- dales og flæmsku kyni — Ókunnur maður tók veðjaninni, og að stefnu- degi kemur hann með hest, sem var lítið stærri en stór hundur. Þetta var Hjaltlandsfoli og hann sigraði glæsi- lega. Hjaltlandshesturinn er fótviss og þægur og hann er hinn ákjósanleg- asti reiðskjóti fyrir börn. A semni arum hefur hroður hans farið mjog

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.