Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1954, Side 12
64
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
nágranna síns, því að vatnsleiðslan
var enn eigi komin til hennar. Og í
kofanum var ekki annað ljós en
steinolíulampi.
Farandmaður kemur þangað 'með
kvikmyndir einu sinni í hálfum mán-
uði, en hún hefur engan tíma til þess
að horfa á kvikmyndir. En hún sýndi
okkur handavinnu sír.a og dóttur-
dóttur sinnar, vettlinga og peysur
með skrautlegum mynztrum, sem
þær höfðu prjónað á löngum vetrar-
vökum. Svo að segja allar konur á
Hjaltlandseyum afla heimilinu auka-
tekna með því að prjóna, og fræg eru
orðin kniplingasjölin frá Unst, sem
unnin eru úr hinni fínustu ull. Það
þarf að kemba ullina í handkömbum
og handspinna hana til þess að þráð-
urinn verði nógu fínn. en nú fækkar
óðum þeim, sem kunna að spinna.
Ullin er nú send í tóvirnuverksmiðj-
ur í Inverness eða Brora og spunnið
þar úr henni grófara band, sem síðan
er prjónað úr.
Sagnir herma að skipbrotsmenn af
spanska „flotanum ósigrandi“ (Ar-
mada) hafi kennt konunum á Hjalt-
landseyum að prjóna marglit mynzt-
ur, en það er ekki annað en þjóð-
saga. Stíllinn er austuilenzkur og er
líklega kominn til eyanna frá Noregi.
AÐKOMUMENN
Það er sjaldan mjög mikið fásinni
í Eyasundi. — Þangað koma árlega
óvæntir gesfir og þeir fá að gista á
bænum, því að hér er ekkert gisti-
hús. Fyrir nokkrum árum bar hér að
garði hafnarstjórann í Þórshöfn á
Færeyum. Hann hafði lagt á stað
einn á báti og ætlaði að sigla til
Kaupmannahafnar, en á leiðinni
hreppti hann storm og lá við að bát-
urinn færist. Fiskimenn frá Hjalt-
landseyum björguðu honum og fluttu
hann til Eyasunds og þangað kom
hann „með sinn skrítna fána og hvit-
ur í framan af salti“.
Nokkru síðar lagði haftn á stað
aftur og ætlaði að halda áfram til
Kaupmannahafnar. En aftur lenti
hann í ófviðri og aftur bjargaði fiski-
skip honum. Hann skrifar enn vinum
sínum í Eyasundi.
í stríðinu kom þangað verri gestur.
Einu sinni þegar gamla konan var
að mjólka kúna á fögrurn sunnudags-
morgni, steypti þýzk flugvél sér þar
niður og lét vélbyssuskothríð dynja
á staðnum. Kúlurnar fóru rétt fram
hjá fjósinu, en sem betur fór gerðu
þær ekkert tjón.
Margir norskir flóttamenn komu
til Unst á stríðsárunum, sumir á opn-
um bátum yfir hafið. Þangað komu
og margir hraktir menn af skipum,
sem kafbátar höfðu skotið í kaf á
siglingaleiðinni til Ameríku. Og á
þessum árum var þessi yzti útvörður
brezka ríkisins þýðingarmeiri fyrir
hernaðinn heldur en fjarlægir staðir,
svo sem Singapore eða Hongkong. —
Þarna sáu eyarskeggjar brezku flug-
deildirnar er þær fóru til árása á
Þýzkaland. „Við vorum vön að telja
flugvélarnar um leið og þær fóru og
eins þegar þæx komu aftur.“
Muckle Flugga vitinn stendur á
háum kletti skammt fyrir norðan
Unst. Er þangað útsýn frá höfða,
sem nefnist Skaw. Við fórum þangað
einn bjartan morgunn og ég ætlaði
að taka myndir. í því kemur gömul
kona með sjal á herðum út í for-
skyggni á bæ nokkrum og bendir
okkur brosandi að ganga í bæinn. —
Ég vildi fá að taka mynd af henni
af því að hún átti heima í nyrzta
bænum á Bretlandseyum, en það var
ekki við það komandi. „Mér er mein-
illa við að láta taka mynd af mér,“
sagði hún.
Á Skaw var fjörugra á stríðsárun-
um. — Meðan við borðuðum nestið
okkar sátum við á bakkanum á hrund
um leynigöngum, er legið höfðu til
skotfærageymslu og skriðdrekaskýl-
is, sem nú var einnig hrunið. Við
horfðum á kindurnar, sem voru a
fjörubeit í klettakvos neðan við
okkur. Og allt í einu skríður vita-
skipið fyrir höfðann og stefnir út til
Flugga. Það er ekki hlaupið að því
að lenda þar, þvi að kletturinn rís
snarbrattur úr sjó, 75 metra^hár, og
alltaf er brim við hann.
Ég hafði kbmið til Unst árið 1946
og þá fekk ég að fara með vélbáti út
í Flugga. Við lögðum á stað úr Burra-
firði og sigldum lygnan sjó milli
Herma-ness og Saxa Vord og lá leið-
in meðfram einhverjum fegurstu
björgum, sem til eru á Bretlandsey-
um, og voru í þeim þúsundir fugla.
Við lentum við ofurlitla bryggju hjá
vitanum og klifum upp í vitann. —
Hann var reistur árið 1854 og verka-
mennirnir urðu að bera allt bygg-
ingarefnið á bakinu upp á klettinn.
Samt tókst þeim að fullgera vitann
á 26 dögum. í gamalli gestabók í vit-
anum, frá 1869, mátti sjá nöfn Robert
Louis Stevenson og Thomas föður
hans, sem var verkfræðingur og hafði
séð um smíð vitans. í seinni heims-
styrjöldinni flugu margar þýzkar
orustuflugvélar fram hjá vitanum,
en engin réðist á hann.
„Vitinn hefur sjálfsagt verið þeim
of gott leiðarmerki til þess að þeir
vildu skemma hann,“ sagði vita-
vörður.
Á heimleiðinni sigldum við um-
hverfis Ytri Stakk, en við áræddum
ekki að fara þar í land eins og Lady
Franklin hafði gert. Þessi skerja-
drangur var þó ekki í eyði — grár
selur lá þar á yztu snös og hreyfði
sig ekki þótt við færum skammt frá.
SAMGÖNGUR
Nú eru liðnir þeir dagar, þegar
prestarnir á Hjaltlandi urðu að taka
sér far með fiskiskipum til Hollands,
þaðan til London og svo norður á
bóginn til þess að komast á presta-
stefnu í Edinborg. Nú hefur Hjalt-
land fengið sína eigin flughöfn og er
húft syðst a eynni, undir Sumburgh