Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1954, Síða 16
68
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
VETUR
Ætla má að nú sé veturinn fyrst
kominn, hafi kynnt sig með Þorrakomu
hér sunnan lands. Mörg skáld hafa
kveðið um veturinn og flest kveinkað
sér undan kulda hans og harðýðgi. En
þannig kvað Jón Trausti:
Ríki Norðri, veðravaldur,
vetrarás með snjóug lönd;
þeim er vel, sem ala aldur
undir þinni víkingsþönd.
Frjálst og einart fang þú býður,
frækni og dáð til heiðurs ber,
enginn níðings-andi skríður
undir vinarsvip hjá þér.
Engin bæn þinn anda mýkir,
aldrei mjúk er kveðjan þín.
Vetur undir rifjum ríkir,
rausn og tign á svipnum skín.
Og þannig kvað Sigurður Breið-
fjörð:
Margt í huga hvarflar mér
um himinbuga setur,
en orð ei duga að dást að þér
dýrðauðugur vetur.
VIÐ VORUM MEÐ SKUGGA
í bók sinni „Yfir hájökul Græn-
lands“ lýsir J. P. Kock því hvernig
vetrarnóttin byrjaði og hvernig henni
lauk: 26. október sóttu þeir Vigfús
Sigurðsson og Larsen það sem eftir
var af farangri niður frá. 28. okt.
sáum við sólina í seinasta sinn. Helm-
ingur kringlunnar kom blóðrauður upp
fyrir jökulbrúnina í suðri og lónaði
með sjóndeildarhringnum í tvær
klukkustundir. Héðan af verðum við
að láta okkur nægja tunglið þangað
til í miðjan febrúarmánuð. í nótt var
frostið 36 stig.------
Hinn 14. febrúarmánaðar var mik-
111 gleðidagur. Sólin kom aftur. Við
gáum aðeins gullbryddan jaðar hennar
yfir fjöllin og jöklana í suðri. í tvær
stundir sindruðu geislarnir upp yfir
fagurhvelfda sjóndeildina. Við stóðum
allir úti á hinum harðfrosna og snæ-
FER AÐ KÓLNA? — Almælt var fyrrum að það vissi á illt, hríðar og harð-
indi, ef hestar leituðu skjóls í sæmilegu veðri og hömuðu sig. Hér hafa
nokkrir útigangshestar hamað sig í tröðunum og á hlaðinu í Árbæ í góðu
veðri um hábjartan dag. Slíkt hefðu gömlu mennirnir tekið sem öruggan for-
boða þess, að harðindi væru í nánd. — Eins og sjá má á myndinni er Árbæ
nú vel við haldið. Reykvíkingafélagið sér um það. Þetta er eini bærinn með
gamla íslenzka byggingarlaginu, sem nú er uppi standandi í nánd við höfuð-
borgina. (Ljósm. Gunnar Rúnar).
barða öskuhaug, sem er hæsta leitið
á margra km. svæði, til að njóta dýrð-
arinnar, lauga okkur í geislunum og
reyna að ímynda okkur að við fyr.d-
um hlýindin. Mér varð litið niður eftir
brekkuhallanum, sem við stóðum á og
kom auga á fjórar fjólubláar rákir, er
teygðu sig frá tánum á okkur langt
norður eftir bleikroðinni snæbreiðunni.
Á samri stund var mér ljóst, að við
vorum líka að vakna eftir myrka og
langa nótt, að við vorum líka að endur-
fæðast. Við vorum nú aftur eins og
aðrir menn — með skugga.
GUÐMUNDUR ÁSBJÖRN
hét sveitarlimur vestra, sem enginn
vildi hafa á heimili sínu fyrir óþekkt
og geðvonzku. Þegar hann var á betli-
ferðum skældi hann öll ósköp. Þannig
kom hann til Ellefsen hvalveiðara, er
hann var nýkominn til Önundarfjarðar.
Ellefsen vissi, áður erf hann fór frá
Noregi, að langt var til lækna frá
stöð hans. Hann hafði því lært að
draga út tennur. Nú þegar Guðmund-
ur Ásbjörn kom til hans, og bar sig
svona hörmulega, hélt hann að Guð-
mundur mundi þjást af tannpínu, óð
með tanntöngina upp í hann og dró
úr honum skemmda tönn. Guðmundur
beið ekki boðanna eftir þetta, en hljóp
sem fætur toguðu niður á Flateyri
frá Sólbakka og kom þar aldrei fram-
ar. (Úr endurm. Sig. Briems.)
SÉRA GUÐMUNDUR TORFASON
þjónaði Kaldaðarnesi, Miðdal í Laug-
ardal og seinast Torfastöðum í Bisk-
upstungum. Hann var skáldmæltur og
mjög ölkær. — Einhverju sinni rakst
hann í Reykjavík á mann, sem hann
þekkti ekki. Sá sagði:
Séra Gvendur, sá er kenndur.
Þá greip séra Guðmundur fram í og
sagði:
llla skaptur, auðnu taptur,
öfugum kjapti rogarðu.
Komdu aftur, randaraftur
reyndu kraft, ef vogarðu.