Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1954, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1954, Qupperneq 4
• LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Flugmynd tekin af sólmyrkvan- um. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) f!64 - leyndist með henni. Þetta var ekki hið aðvífandi dauðamyrkur, sem fylgir nóttinni. Sumir sögðu að verið hefði lesljóst, en varla hefur svo verið í húsum inni. Við Ölafur misstum aldrei sjón- ar á fuglunum. Birtan var næg til þess að við gátum glögglega greint hinn sitjandi fýl um allan klettinn og eins hinn, sem var á flugi. Hátt á lofti í norðri mátti líta hvítt ský, sem var bjart 03 var eins og fölv- um bjarma slægi af því. Maður, sem var staddur uppi á Revnis- fjalli þessa stundina, sagði mér að birtu hefði einnig borið af jöklun- um, þvi að þeir voru utan við al- myrkvann. Má vera að af þessu hafi ekki orðið jafn dimmt í Mýr- dalnum eins og annars staðar þar sem almyrkvinn fór yfir. Og eins má vera að bjarminn af jöklunum hafi átt nokkum þátt í hinum und- arlegu og furðulegu litbrigðum. EINS og á þessu má sjá, voru skilyrði öll hin beztu til þess að at- huga hvernig bjargfuglinum brvgði við. En við fengum ekki séð að hann tæki hið minnsta mark á al- myrkvanum, nema ef vera skvldi að hann hefði verið heldur hljóð- ari þá stundina. Ólafur fullyrti að hann hefði ekki breytt háttum sín- um hið minnsta og ekki rekið upp nein einkennileg hljóð .Og það er áreiðanlegt, að enginn einasti fugl flaug úr fjöllunum til sjávar. Hann hafði ekki heldur orðið fvrir minnstu styggð, því að engin flug- vél var þarna nærri til þess að fæla hann með hvin sínum og hrevfil- dyn. Þeir fuglar, sem í hreiðrum sátu, voru kyrrir, en hinir voru á svifflugi meðfram klettunum eins og áður og aldrei þögnuðu þeir al- gjörlega, heldur var sífelt garg að heyra til þeirra. Og enga breytingu var á þeim að sjá, er sólin kom fram að nýu. Sé lundi þarna í fjöll- unum, hefur hann einnig haldið kyrru fyrir, annars hefðum við hlotið að sjá hann. Þá er að minnast á aðra íugla. Kríum voru gefnar gætur á fjór- um stöðum. Á mel nokkrum í fjall- inu fyrir ofan kirkjugarðinn í Vík, sem stendur mjög hátt, verpir talsvert af kríu. Þær breyttu ekk- ert háttum sínum meðan var að dimma, en voru gargandi á flugi fram og aftur. Rétt á meðan al- myrkvinn stóð, voru þær hljóðar, en byrjuðu að garga aftur undir eins og birti, en engin þeirra flaug brott. Á söndunum fyrir vestan Pét- ursey voru kríurnar athugaðar á þremur stöðum þar sem þær verpa. Á tveimur stöðunum fór eins og í Vík, að þær hljóðnuðu rétt á með- an almyrkvinn var og engin flaug brott. Einn hópurinn átti heima niður undir sjó. Þangað kom kjói rétt í því að sólin var að slokkna. Þutu þá allar kríurnar upp með gargi miklu til þess að hrekja ó- vininn á brott, og voru þær síðan gargandi á flugi yfir varpstaðnum meðan almyrkvinn stóð. Heiðarfuglar voru venju frem- ur hljóðir meðan sólin var svört, en þó heyrðist alltaf í þeim, og ekki voru það hræðsluhljóð að því er bezt varð vitað. Kjóar voru mikið á ferli meðan dimmast var, en höguðu sér að engu á annan hátt en þeirra er vani. Tjaldur var eini fuglinn, sem virtist kunna myrkvanum illa. Meðan við Ólafur sátum undir Vík_ urkletti, var einn tjaldur að stikla

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.