Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1954, Page 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
r 463
á sandinum þar fyrir framan. Um
leið og almyrkvinn varð, rak hann
upp gjallandi skræk og flaug á
brott. Á túni nokkru í Vík voru
margir tjaldrar að kroppa gras.
Um leið og sólin hvarf, flugu þeir
allir á brott, en komu aftur þegar
fór að birta. .Þorlákur í Eyarhól-
um sagði mér að tjaldur hefði ver-
ið skammt frá sér og var hann að
kroppa fram undir almyrkvann,
en þá hætti hann og hímdi kyrr í
sömu sporum meðan dimmast var.
En er birti aftur skrækti hann
venju fremur mikið.
Vestur á Landeyasandi gaf mað-
ur gætur að svönum, sem voru þar
í smáhópum. Um leið og sólin al-
myrkvaðist, stungu þeir höfðum
undir vængi, en litu svo aftur upp
er birtL
Nokkrir stelkar voru þarna. Þeir
þögnuðu aldrei meðan dimmast
var.
Þá er að segja frá alifuglum. í
Vík hlupu hæns inn í kofa sína
þegar dimmdi og kólnaði, en um
leið og tók að birta gól einn han-
inn ákaflega, eins og hann væri að
boða nýa dagkomu. Hið sama skeði
á bæ inni í dalnum, að hænsin
hlupu inn í hús og haninn galaði
ákaft er birti að nýu.
Mikið er um flækingsdúfur í Vík.
Þær eiga sér bækistöð í skútum í
brekkunni undir Reynisfj alli, en
hópast á vissum tímum dagsins að
húsum, þar sem þeim er gefið. Nú
stóð svo á, að stór dúfnahópur var
niðri í þorpinu. Um leið og sólin
almyrkvaðist flugu þær allar burt
og heim til bækistöðva sinna og
kúrðu þar meðan dimmast var.
NÚ er að víkja að skepnunum og
hvernig þær tóku þessum einstæða
atburði.
Fjórir kindahópar voru athug-
aðir, sinn á hverjum stað, einn
skammt frá svonefndri Víkurbað-
stofu (sem er hellir vestan undir
Víkurkletti), annar í fjallinu upp
af Suður-Vík, þriðji í Reynisfjalli
og hinn fjórði hjá Pétursey. Var
sama um þá alla að segja, að kind-
urnar virtust ekki taka hið minnsta
mark á þessu náttúruundri. Þær
héldu áfram að bíta, eins og ekkert
væri um að vera og voru hinar ró-
legustu. Á einum staðnum voru
nokkrar kindur lagstar áður en full-
dimmt var, en hinar voru að bíta
þar til birti. Þá lögðust þær líka.
Þarf ekki að vera að þetta hafi stað-
ið í neinu sambandi við sólmyrkv-
ann, enda varð ekki séð að þær
gæfi neinn gaum að þeirri breyt-
ingu sem þá varð.
Eins og fyrr er getið, var kúahóp-
urinn frá Suður-Vík rekinn
snemma morguns í haga þar uppi í
dalnum og hafði verið þar á beit
alllengi áður en myrkvinn hófst.
Höfðu nautgripirnir dreifst þar
um brekku móti suðri og sól og ekki
orðið fyrir neinum óróa. Gafst Jóni
Bjarnasyni því ágætt tækifæri til
þess að fylgjast með háttum þeirra
allt frá því er birtu tók að bregða
og þar til aftur var orðið bjart.
Fullyrti hann að enginn þeirra
hefði hagað sér öðruvísi en vant er
úti í haga, og sér hefði virst að þeir
gæfi umskiftunum ekki neinar
gætur. En kýrnar á Eyarhólum
hegðuðu sér nokkuð á annan hátt.
Þær hættu að bíta og skimuðu í
kring um sig þegar sólin hvarf, og
gripu ekki í jörð meðan almyrkvað
var. En þegar birti, lögðust þær
allar.
Hestarnir á Eyarhólum eru
margir og á ýmsum aldri. Þeir voru
á dreif í haganum, en þegar tók að
skyggja, drógu þeir sig saman í
hóp. Engin sáust önnur merki þess
að myrkvinn hefði nein áhrif á þá.
HÉR LÝKUR þá að segja frá
háttum fugla og dýra meðan
á myrkvanum stóð. Yfirleitt virt-
ist myrkvinn hafa lítil áhrif á at-
ferli þeirra. Þess má geta til við-
bótar, að ekki heyrðist kind jarma,
hestur frísa né kýr baula. Alifugl-
arnir leituðu að vísu skjóls, en ekki
er víst að þeir hafi gert það vegna
myrkvans sjálfs, heldur vegna hins
hve mjög kólnaði. Hitinn lækkaði
á skömmum tíma um 18 stig móti
sól, var 31 stig fyrir myrkvann, en
komst niður í 13 stig. Var það þó
einu stigi hlýrra en verið hafði áð-
ur í skugga, því að þá var hitinn
þar 12 stig, en lækkaði niður í 8
stig meðan dimmast var. Eftir þessu
lækkaði hitinn í forsælu um 33%%,
en hitinn móti sól fast að því helm-
ingi meira, eða um 58%.
Þess má geta að blóm í görðum
í Vík byrjuðu að lokast, eins. og
nótt væri í aðsigi, en opnuðust þeg-
ar er sólin tók að skína að nýu.
Meðan á myrkvanum stóð, fór
að draga í loft, og þegar sólin var
nýlega laus við mánann, dró ský
fyrir hana. En meðan á fyrirburð-
inum stóð, var sólin á alheiðum
himni, veður kyrrt og gætti hvorki
moldroks né misturs. Voru því öll
skilyrði til þess að athuga myrkv-
ann svo góð sem frekast varð á
kosið.
Einkennilegt fannst manni, hvað
rökkrið færðist hægt yf-ir og.hvað
birtan magnaðist óðfluga á eftir.
Á. Ó.
Konan hafði keypt sér nýan sam-
kvæmiskjól, ef kjól skyldi kalla, því
að hann huldi mjög lítið af henni. Hún
var að snúast á gólfinu og spyrja mann-
inn sinn hvernig honum litist á kjólinn.
— Vel, sagði hann, en nú sé ég það
fyrst að þú ert hlaupin í spik.
Hún þykktist við og sagði: Á beztu
stöðum orða menn það þannig að mað-
ur safni fitu.
— Jæja þá, sagði hann, á beztu stöð-
um hefirðu safnað fitu.
— íá —
Auglýsing: Til sölu tvíbuxarúm. Ann-
ar helmingurinn ónotaður.