Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1954, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1954, Blaðsíða 14
LESBÓK MORQUNBLAÐSINS ' f 474 Þetta var svo sem ekkert ævin- týralegt. Það hefði vel getað kom- ið fyrir á flugvelli að lending tæk- ist ekki betur. Við leystum örygg- isbeltin af okkur, skriðum út, litum hvor á annan og hlóum svo. Það var útlausnin á þeim spenningi, sem hafði gagntekið okkur fyrir stundu. En brátt sáum við að hér var ekkert hlátursefni á ferðum. Víð vorum illa staddir. Við vorum langt inn á öræfum í ókunnu landi. Það voru að minnsta kosti 70 km til byggða. Mjög var kalt í veðri og það var við búið að hann færi að snjóa svo að allar leiðir tepptust. Á leiðinni til næstu byggðar á Suð- urlandi voru fjölda margar jökulár og það gat svo sem vel verið að þær væri allar ófærar. Ekkert vit var í því að halda norður á bóg- inn, helmingi lengri leið yfir fjöll og firnindi og margar ár. Fyrir sunnan og austan okkur var Vatna- jökull tröllaukinn og óyfirstígan- legur. Eina ráðið var að halda til suðvesturs, hvaða hættur sem vera kynni á þeirri 70 km löngu leið. En við gátum huggað okkur við ýmislegt annað. Við vorum þó báð- ir lifandi og ekki hafði orðið annað að okkur en að Willy hafði hlotið slæmt meiðsl á fæti. Við höfðum nægilegan mat til margra daga, því að þessar flugvélar fluttu ætíð með sér miklar matarbirgðir til vonar og vara. Við höfðum meira að segja nóg af sígarettum, því að með okkur hafði verið sendur forði til flugliðsins á Akureyri. Og ekki þurftum við að kvíða vatnsskorti. Að öllu þessu athuguðu lögðum við svo þessa spurningu fyrir okk- ur: Eigum við að halda kyrru fyrir 1 og treysta því að flugvélar finni okkur, eða eigum við að reyna að ! ganga suður af? Ég held að það hafi verið kuld- inn, sem réði úrslitum. Þarna var brunafrost og það var enn bitrara ^.vegjaa þess að ncrðaustormur var á. Það gekk því sjálfsmorði næst að halda kyrru fyrir, eina vonin var að hreyfa sig til þess að halda á sér hita. Við vorum einnig stadd- ir langt utan við hina venjulegu flugleið og flugvélin lá niðri í laut eða farvegi, svo að illt var að koma auga á hana úr lofti, enda þótt bjart væri veður. Við afréðum því að reyna að ganga til byggða. Og þá kom sá vandi að ákveða hvað við ættum að hafa með okkur. Það var nú svo sem sjálfsagt að við yrðum að hafa nesti, og helzt áttavita. En þegar við ætluðum að ná áttavitanum úr flugvélinni, þá var hann biý- fastur. Marghleypu ætluðum við líka að taka, en þá kom í ljós að engin skothylki fylgdu henni. — Landabréfið okkar var ósköp lé- legt, eins og öll landabréf af íslandi voru þá. Að vísu voru til nokkuð góð landabréf af byggðum héruð- um, en meginlandið var ómælt og kortin af því voru gerð af handa- hófi og sýndu aðeins fjöll og ár. Þess vegna töldum við réttast að fara eftir pólstjörnunni, sem er hér um bil í himinhvirfli, og hafa stuðning af ánum, sem allar renna til suðurs. Áður en við skildum við flug- vélina útbjuggum við kenniteikn úr fallhlíf og breiddum á jörðina. Var það eins og V í laginu og sneri broddurinn til suðvesturs og við endann á honum bjuggum við til úr steinum stafina O K. Svo átum við niðursoðið kjöt og kex, og lögð- um á stað út í myrkrið og bár- um matvælapokann á milli okkar. 17LUKKAN hefur líklega venð um 9 er við lögðum á stað. Þá var orðið dimmt og ekki önnur birta en af norðurljósum. Veittist okkur því örðugt að komast áfram. Þarna akiftust á grýttir melar og þýfð og frosin mýrasund þar sem við rakum tærnar í þúfumar. Sums staðar voru hraunspildur illar yfir- ferðar og rifu skóna okkar. Hvar sem einhver lægð var sýndist hún eins og gínandi hyldýpi og við urð- um að þreifa okkur áfram til þess að komast yfir. Nestisbagginn var irm 30 pund á þyngd, en sem betur fór voru tveir hankar á honum svo að við gátum borið hann báðir. En með stuttu millibili urðum við að hafa handaskifti, því að hendurnar á okkur dofnuðu af kulda. Til allr- ar hamingju höfðum við nístandi kaldan storminn í bakið, og þó var okkur kalt og það var eins og blóð- ið ætlaði að frjósa í æðum okkar. Eftir eitthvað fimm eða sex stunda göngu komum við að fyrstu ánni. Hún sýndist ægileg í myrkr- inu, breið, djúp og kolsvört. Skarir voru að henni báðum megin. Við afréðum að bíða birtu áður en vð legðum út í hana. Settumst við svo undir klett og biðum þess að dag- aði. Ég held að við höfum verið nær dauðanum meðan við biðum þarna heldur en nokkurn annan tíma á ferðalaginu. Við vorum þreyttir, kaldir og syfjaðir og það var mikil freisting að halla sér út af og sofna. En við vissum að það mundi ríða okkur að fullu svo að við reyndum að halda á okkur hita með því að tuskast eða hlaupa, og var það þó heldur ófimlegt. Bita fengum við okkur við og við og við reyktum látlaust. Við höfðum nóg af sígar- ettum, en ekki nema einn fýr- spýtnastokk, sem við vildum spara, og létum því aldrei drepast í sígar- ettunum. Að lokum dagaði. Það var grá- myglulegur morgunn. Himininn var þakinn skýum og leit út fyrir snjókomu, en stormurinn var eins og áður. Og hvílíkur stormur! Hann nísti í gegn um merg og bein svo ekkert lát varð á og við stóð- um alveg berskjaldaðir fyrir hon- um.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.