Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1954, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1954, Side 4
536 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Kuldatímabíl og JENGSTUM hefur verið hlýrra á jörðinni en nú er, og um langt skeið hefur verið hitabeltis- veðrátta um alla jörð. Það sýna kolalögin í Englandi, Síberíu og Alaska og jafnvel á Suðurskauts- landinu. Þegar skógar þeir, sem urðu að kolum, hafa vaxið á þess- um slóðum, hefur þar verið hita- beltisgróður. En um svo sepi 230 milljóna ára skeið, hafa kom^ð kuldatímabil, að vísu tiltödulega Ætutt og ekki náð yfir nema nokk’rar milljónir ára hvert þeirra. Eir*þá voru líka svo miklir kuldar, að- jökul lagði yfir stór svæði jarðar." Fyrir svo sem 20.000 árum náði jökulhellan allt ffá norðurheims- skauti og langt suður á Þýzkaland og Frakkland, og þessi jökulhella þakti allt Kanada og náði suður í Bandaríkin. Svo fór aftur hlýnandi og það hefur haldist fram á þennan dag. Vér lifum á hlýindatímabili, sem kom eftir ísaldirnar. Nú eyðast óðum jöklar á Grænlandi, í Alaska, í Ölpunum og annars staðar, vegna þess, að snjórinn, sem fellur á vetr- um, vegur ekki upp á móti því, sem bráðnar á sumrin. FRAMTÍÐ margra landa og þjóða er undir því komin að þessi tíðarfarsbreyting haldist. En eng- inn getur spáð neinu um það, hve langt þetta hlýindatímabil kann að verða, því að menn þekkja ekki or- sakir þess. Sumir halda að þetta stafi af ein- hverjum breytingum á sólinni og að aukinn hiti berist til jarðarinn- ar frá henni. Aðrir halda að þetta stafi af því, að jörðin kunni að hafa rangað sér til á sporbraut sinni svo að öxull hennar sé nú annar en áður. En flestir telja þó, að hin hlýn- andi veðrátta stafi af breytingum í gufuhvolfi jarðar, og hafa komið fram tvær getgátur um með hverj- um hætti þær breytingar sé. Önnur getgátan er sú, að hlýind- in kunni að stafa af því, að nú sé minna um eldgos á jörðinni en áð- ur. Eins og kunnugt er þeyta eld- gosin óhemju af ösku upp í loftið og dreifist hún í háloftunum víðs vegar eftir því sem loftstraumar bera hana og getur haft þau áhrif, að sólargeislarnir nái ekki óhindr- aðir til jarðar. Eftir Krakatau-gosið mikla í Austur-Indíum í ágústmán- uði 1883, tóku franskir vísinda- menn eftir því, að sólskin dofnaði um 10%. Og um þriggja ára skeið var askan í loftinu og hindraði sól- arhitann að ná til jarðar. Þetta Krakatau-gos er hið sein- asta af stórgosum á jörðinni. Ask- an ætti því að vera horfin úr loft- inu, og sólin ætti að geta skinið eins skært og áður. En þó er það mjög vafasamt, að eldfjalla aska í loftinu hafi getað valdið ísöldun- um., FYRIR hér um bil einni öld kom brezkur vísindamaður, sem John Tindall hét, fram með þá getgátu, að mismunandi lofthlýindi stöf- uðu af breytilegu magni kolsýrl- ings í gufuhvolfinu. Og þessa til- gátu tók Gilbert N. Plass, prófess- or við John Hopkins háskólann í Bandaríkjunum. upp að nýju og flutti útvarpsfyrirlestur um hana. Venjulega er um 0,03% af kol- sýrlingi í gufuhvolfinu. Þessi gas- hlýindi tegund, sem er bæði lyktarlaus og ósýnileg, gegnir álíka hlutverki í gufuhvolfinu eins og glerþak á gróðurhúsi, því að hún safnar hita og ljósgeislum sólar og beinir þeim óhindruðum til jarðar. Þeir hita svo loftið og verma jörðina. Ef kolsýrlingsmagn gufuhvolfs- ins er því stundum meira en venju- legt er, þá verður afleiðingin auk- in hlýindi á jörðinni. Og nú hefur það einmitt komið í ljós við rann- sóknir, að kolsýrlingsmagn gufu- hvolfsins er hér um bil 10% meira en það var fyrir 50 árum. Hin auknu hlýindi á jörðinni á þessu tímabili, eru alveg í samræmi við þessa aukningu, eftir útreikningum vís- indamanna. En þá kemur spurningin: Hvern- ig stendur á því að kolsýrlingsmagn gufuhvolfsins breytist? Til þess geta legið ýmsar ástæður. Gróður jarðar sýgur til sín kolsýrling úr lofti og vatni og með aðstoð sólar- ljóssins notar hann það til að mynda sykur, sterkju og tréni, svo að hann geti tekið út vöxt. Það mun vera hér um bil milón miljón lesta af kolsýrlingi, sem gróður jarðar sogar þannig til sín á ári hverju. En þetta efni fer ekki forgörðum, vegna þess að plönturnar og dýrin, sem lifa á því, deya og rotna, og við rotnunina gufar kolsýrlingurinn upp og sameinast aftur gufuhvolf- inu. Ef þessi rotnun nær ekki að fara fram, eins og t. d. þegar steinkola- lögin voru að myndast, þá er gufu- hvolfið svift nokkru af kolsýrlings- magni sínu og gróður jarðar fær ekki jafn mikið af honum og áður. En þó er það hverfandi lítið, sem þannig grefst niður og fer for-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.