Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1954, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1954, Page 1
35. tbl. Sunnudagur 19. september 1954 XXIX. árg. FRÁ ÞJÖÐMINJASAFNI: SJÓIUIMJASAFIV! EFTIR FRIÐRIK ÁSMUNDSSON BREKKAN EGAR þess er minnst, að frá alda öðli hefur íslenzka þjóðin lifað á landbúnaði og sjófangi, væri ekki undarlegt þó hér hefði verið lögð sérstök rækt við allar minjar þessara atvinnugreina, og að Þjóð- minjasafnið væri reglulega auðugt af öllum áhöldum og öðru því, er þeim tilheyrir. Ýmsum mun þó geta fundizt, að sú hafi ekki orðið raun á í öllu tilliti, og er það miður farið, ef ekki verður úr bætt á meðan eitthvað er til í landinu af gömlum áhöldum og amboðum, sem gengin eru úr notkun að mestu eða öllu leyti og Þjóðminjasafnið hefur ennþá ekki eignazt. Að vísu er ekki hægt að segja með sanni, að Þjóðminjasafnið sé beinlínis fátækt af minjum frá sjó- sókn og landbúnaði, það sýna hinir tveir stóru salir, er á þessu vori voru opnaðir almenningi til sýnis í Þjóðminjasafninu, annar fyrir sjóminjar, hinn fyrir minjar land- búnaðarins, því að full ásett er í þeim báðum, og má þar sjá fjölda marga ágæta og — nú orðið — fá- gæta gripi, sem segja sína sögu um það, sem forfeðurnir hafa átt við að búa í lífsbaráttunni, og þá þróun, sem orðið hefur frá frum- stæðum áhöldum til hinna full- komnari, t. d. frá áraþátnum til diesel-togarans, svo að eitthvað sé nefnt. En hins ber samt engan veginn að dyljast, að vér höfum orðið helzt til seinir fyrir með söfnun ýmsra áhalda, sem verið hafa í daglegri notkun. Þó skyldi engum manni

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.