Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1954, Síða 2
574
LESBOK MORGUNBLAÐSINS
verða það, að kasta steini að eða
varpa fram ásökunum til eins eða
neins fyrir að þessi hefur orðið
raunin á, því að til þess liggja auð-
sæar orsakir.
Fyrstu áratugina eftir að Þjóð-
minjasafnið var stofnað var það
fyrst og fremst „forngripasafn" —
eins og það var þá líka kallað — og
aðaláherzlan því lögð á söfnun
hinna eiginlegu forngripa og sjald-
gæfra og listrænna hluta frá síðari
öldum. í öðru lagi varð að fara
varalega í söfnun rúmfrekra hluta
eins og atvinnutækja og þess háttar
vegna skorts á húsrými til geymslu
— og þó leiðinlegt sé til frásagnar,
þá cr þeirri hindrun langt frá rutt
úr vegi ennþá, þó það standi vænt-
anlega til bóta, er tímar líða og
Þjóðminjasafnið getur eitt búið að
húsakynnum sínum. í þriðja lagi
— og það er ef til vill veigamesta
ástæðan — hefur þróunin í atvinnu
tækni landsins orðið örari en nokk-
urn mann gat órað fyrir, svo að
menn hafa tæplega áttað sig á, að
ýmsir búshlutir, áhöld og amboð,
sem fyrir svona þrjátíu árum, eða
jafnvel enn styttri tíma, voru alveg
sjálfsögð alls staðar, eru nú horfin
að mestu eða öllu leyti og mega
næstum teljast til forngripa. Sumt
er orðið svo sjaldgæft, að það má
heita ófáanlegt, og unglingar jafnt
úr sveit sem sjávarplássum vita
ekki einu sinni, hvernig það leit
út eða þekkja nöfn þess. Fyrirsjá-
anlegt er, að með sömu þróun líða
ekki langir tímar. þar til hið síð-
asta verður með öllu horíið, ef ekki
er undinn bráður bugur að því að
halda til haga öllu, sem enn kann
að finnast, og ættu allir að hafa
hugfast, að varla er neinn af þess-
um gömlu hlutum svo ómerkilegur,
að sagt verði, að órannsökuðu máli,
að hann sé ekki safnhæfur.
Hér hafa byggðasöfnin og þeir,
sem starfa að söfnun fyrir þau,
miklu og merkilegu hlutverki að
gegna, að safna og varðveita allt,
sem skiptir máli fyrir atvinnusögu
hvers byggðarlags, og það sem
einkum hefur snert daglegt líf og
dagleg störf fólksins á því skeiði,
sem nú er að líða undir lok. — Það
liggur líka í hlutarins eðli, að þetta
hlýtur að vera og verða aðalhlut-
verk byggðasafnanna, og er von-
andi, að allur almenningur skilji
það og geri sitt til að svo megi
verða.
Þetta ber þó ekki að skilja svo,
að nú megi hætta að auðga Þjóð-
minjasafnið sjálft að munum frá
atvinnulífi liðinna tíma. Þvert á
móti, það þarf að auka enn og full-
komna til mikilla muna, svo að það,
sem er, og á ávallt að vera, alls-
herjar menningarsafn þjóðarinnar
allrar, geti fullkomlega gegnt sínu
hlutverki að sýna þróun menning-
ar frá öllum byggðalögum og öll-
um landshlutum frá upphafi ís-
lands byggðar og til síðustu tíma.
— ★ —
Þegar komið er í neðstu hæð
Þjóðminjasafnsins, sem ekki er rétt
að nefna „kjallara“, því að hæðin
er öll ofanjarðar, þá verða fyriv
tveir stórir salir hvor inn af öðr-
um eftir endilöngu húsinu. í þeim
fremri er sjóminjadeild safnsins, og
má kalla hann „Naust“, í þeim
innri er landbúnaðardeild, og kall-
ast hann „Skemma“. Það fyrsta,
sem mætir auganu, er inn í „Naust-
ið“ kemur er um 150 cm langt líkan
af víkingaskipi, sem grafið var úr
haugi á Gokstad við Sandafjörð í
Noregi og nú er varðveitt í Bygdö-
safninu í Oslo. — Er það langskip
frá því um 800, smíðað úr eik, 24
m langt og 5 m breitt og hefur
verið róið með 32 árum, 16 á borð.
Er það svo rennilegt og fagurlega
byggt, að vel má segja, að það hafi
á sér yndisþokka í hverri línu.
Skip þetta er glöggt dæmi um,
hversu langt forfeður vorir höfðu
náð í listinni að smíða skip um það
leyti, sem ísland fannst og byggð-
ist. — Talið er, að höfðinginn, sem
í skipinu var heygður, hafi verið
Ólafur konungur Geirstaðaálfur.
af sömu ætt og konungsætt Norð-
manna, Haralds-ættin, kom frá.
Þó skip þetta geti verið að em-