Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1954, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1954, Síða 5
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 577 Færaspu uarokkur um hamarsmunna, sem fuglinn var sleginn með. Þá koma nokkur helztu tæki, sem notuð voru við bjargsig í Grímsey, en þau eru þessi: Festi, um 60 faðma langur kaðall; festarauga, sem sigamaður bindur sig í; fest- arhæll, sem festinni er brugðið um meðan sigið er; fcstarhjól, sem festin leikur á, þegar upp er dreg- ið; stokkur (bjargstokkur), tró, sem liggur á bjargbrún undir fest- inni, og í honum spannól með spannhæl til að festa stokkinn. Sigamaður var í hempu, sem hann batt þétt um mittið og lét eggin í og hélt á priki með ausu á öðrum enda og seildist með henni eftir eggjunum. — Tækin, sem hér eru sýnd, eru eftirlíkingar í hér um bil hálfri stærð. — Þar fyrir innan eru kofnagoggar (greflar) frá Breiða- firði, og innst í horninu danskur álastingur með mörgum greinum, sem einhvern tíma var reynt að stinga með ál hér í Reykjavíkur- tjörn. Á veggnum að vestanverðu og meðfram honum eru, talið innan frá, ýms áhöld, er heyra sjósókn til, eins og „melspírur“, renndar úr hvalbeini og eik, blakkir stærri og minni, skipslanterna úr eir, skips- klukkur og akkeri. — Á dálítilli hillu stendur „logg“, stundaglas og „loggbretti11, áhöld til að mæla hraða skips og farna vegalengd; þar fyrir framan stendur kúfisk- plógur úr járni með afar sterkleg- um tindum til að rífa með skelj- arnar upp frá botninum. Þá koma tvær reizlur og gríðarstór skálavog (fiskvog), sem Jengi var við versl- anir í Stykkishólmi, með ártölun- um 1770 og 1786; þá eru nokkur dufl af dálítið mismunandi gerð- um, netaílár, netakúlur, netablý og netaleggir, austurtrog og ýmislegt fleira svo sem hvalbeins hlunnar og drekar. En ofar á veggnum eru nokkrir naínfja^r af bátum, sem nöfnin eru skorin í og á sumum ártöl — og bitafjöl austan úr Mýr- dal með svohljóðandi áletrun: „Bliki heitir báru dýr blessan Drottins hljóti, þeir því fleyta um öldu ýr ástar Jesú njóti. Fullgjörður 30. nóvember 1847.“ Á hinni hliðinni stendur dróttkveð- in vísa, sem þó verður ekki lesin til fullnustu vegna skemmda á fjölinni: „Reist gnoð risti þolið Ránardætur ósaetar hraustir ......... hrannar jó um sjóinn. Stjóra skips styrk þú .... .................. dýra, hönd þín sé yfir og undir, allt svo gegni vel þegnum.“ Vísurnar eru eftir síra Gísla Thorarensen á Felli (1818—1874). Þar fyrir framan hangir á veggn- um íiæra mikil úr járni, iyrir stór- fiska, full mannhæð að lengd og sver að sama skapi, og taka þá við önnur „stórfiskaveiðarfæri“ eins og hákarlahnallur, gómbítur, skálmar og hákarlasókn (öngull) með járnfesti og járnsökku. — Á skáhillu liggja fleiri sóknir með til- heyrandi, ífærur, hákarlaskutlar, hvala- og selaskutlar o. f 1., og á veggnum fyrir ofan er selaskutull á stöng, en fyrir framan hákarla- drepir, hin geigvænlegustu vopn. Frammi í horninu stendur að lokum grænlenzkur selabátur, „kajak“, úr selskinni, með tilheyr- andi ár, hinn ágætasti gripur, sem ber handbragði Eskimóa glæsilegt vitni, og þó hann virðist kannske ekki beinlínis eiga heima hér í ís- lenzku sjóminjasafni, hefur samt ekki þótt óviðeigandi að láta hann í senn minna á hina merkilegu veiðiþjóð, næstu granna vora í vestri, og forn tengsl vor við land hennar. — Hjá kajaknum stendur á hyllu líkan úr skinni, grænlenzkt, af svo nefndum „kvennabát“. Auk þess, sem nú hefur verið tahð, hanga ^ veggjunum allt í kring myndir og uppdrættir, sem snerta sjóferðir og fiskiveiðar ís- lendinga fyrr og síðar. — Á vestur- vegg eru þessar helztar, tahð inn- an frá: Togarinn „Ýmir“ frá Hafn-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.