Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1954, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1954, Blaðsíða 7
k LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 579 Kristín Ólaísdóttir írd Eíra-Sumarliðabæ: Lausavísur og FAGUR er Borgarfjörðurinn, og 1 enn er þar búsældarlegt um að litast. Miklar breytingar hafa orðið þar síðan 1898, er ég kenndi á bæ Runólfs bónda Runólíssonar að Norðtungu, (en þar var ég látin byrja). Ýmislegt fannst mér öðru- vísi þar, en í fæðingarsýslu minni, en þó kunni ég strax vel við mig. Mér fannst t. d. málfar eldra fólks- ins fornyrtara. Þeir Jakob bóndi Þorsteinsson að Hreðavatni og Guðmundur Guðmundsson bóncli að Stangarholti, töluðu fornyrt, að mér fannst. Þeir brugðu fyrir sig orðum og setningum úr íslendinga- sögunum, ef því varð við komið. Um suma hluti þóttu þeir frá- brugðnir í háttum sínum, en vitrir og framsýnir á stundum. Séra Ein- ar Friðgeirsson að Borg, sem jarð- söng Guðmund að Stangarholti, komst svo að orði við það tæki- færi, að Guðmundi mundi hafa svipað mest allra Borgíirðinga, til Egils Skallagrímssonar. En þá helt séra Einar eina af sínum írábæru tækifærisræðum sem hann helt svo oft. Hreinasta snilld var það. Við Kristín systir mín, kona Jónasar bónda að Sólheimatungu, sem var líka viðstödd, minntumst oft á þá ræðu. Góðar og vel fluttar jarðar- fararræður haía mikla þýðingu, verða oft ógleymanlegar, og þá er vel. Það er að mínu áliti illa farið, að ræður presta landsins, einkum tækifærisræður, skuli ekki vera geymdar í bókasöfnum, svo að þær væru tiltækar þeim, sem það vildu. í ræðum presta felst oft mikil saga, og margt gullkornið er einmitt þar að finna. Kristín Ólafsdóttir Margir bændur bjuggu stórbúi í Mýrasýslu um aldamót. Heimihn voru víða mannmörg, og heimilis- menning mikil. Þá voru þar bænda -höfðingjar, sem létu sér annt um afkomu þjóðarinnar í heild. Enda naut Mýrasýsla þá forsjá hins vitra valmennis séra Magnúsar Andrés- sonar að Gilsbakka. Ekki vafðist bændunum „tunga um tönn“ ef þeir þurftu að tala fyrir máli sínu, eða svo fannst mér, ef ég kom á fundi hjá þeim, sem ég gerði þó sjaldan, nema ef þeir voru haldnir þar sem ég var að kenna. Annars sóttu konur ekki oft pólitíska fundi í þá daga, enda ekki búnar að fá kosningarétt. Þó held ég víst, að konur hafi haft mikil áhrif á gang þjóðmála í þá daga, meiri, en marg- an grunar. Þá var allur stjórnmálavettvang- ur sameiginlegur með konum og körlum — „Vettvangur kvenna“ heyrðist ekki nefndur á nafn, fyr en löngu eftir aldamót. Töluvert rímur var um góðar bækur í Mýrasýslu á þeim árum. Það voru helzt hús- lestrabækur, íslendingasögur og ljóðabækur. Þá virtist mér, að ung- lingarnir lærðu ljóð og lag sam- tímis. Mikið og vel var sungið. En hver kennarinn var vissi ég tæp- lega. Víða voru til rímur á heim- ilum, jafnvel rímnasafn; gætti þá mest rímna eftir Sigurð Breiðfjörð og Símon Dalaskáld. Annars var rímnakveðskapur lagður niður, þegar ég kom í Borgarfjörð. Þó fannst mér eins og rímurnar, með stuðlum sínum, stemmum og brag- arháttum sætu enn svo fastár í huga og vitund fólksins, að maður gæti alltaf átt von á að heyra kast- að fram vísu úr einhverri rímunni, sem og líka oft kom fyrir. Ef ég þá spurði um höfundinn, var það venjulega Sigurður Breiðfjörð. Margir hagyrðingar hafa átt heima í Borgarfirði, fyr og síðar, svo var og um aldamót 1900. Það kom fyrir að Borgfirðingar spurðu og svöruðu í stuðluðu máli, eins og títt var um hagyrðinga á ofanverði i 19. öld, s. b. Hreggvið Eiríksson að Kaldrana og Jón Böðvarsson að Stað, og ýmsa fleiri. Þegar ég kom fyrst í Þverárhlíð- ina, var þar á „gangi“ í sveitinni Bæarríma, sem ort hafði Guðríður Jónsdóttir á Högnastöðum 1882. Og eru það 19 vísur. Mér hefur alltaf þótt gaman að Bæarímum; í þeim felst dálítil saga um við- komandi hrepp og hreppsbúa. Ég set hér eina úr Bæarímu Þverhlíð- inga: Guðrún fríð, og greiðvikin, geymir Læk — Arnbjargar,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.