Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1954, Qupperneq 10

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1954, Qupperneq 10
582 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Erfitt að varðveita kjarnorku leyndar mál og gagnrýndu, oftast um leið og kveðið var. Alþýðan gagnrýndi sjálf, hún valdi og hafnaði og var furðu fundvís á góða höfunda, lærði mikið eftir þá vísur, þulur og rímur, sem svo varð almenn- ingi tiltækt, og kært umræðuefni, nær sem var. Að Sigurður Breið- fjörð hafi verið einna mest dáð rímnaskáld hér á landi, skil ég vel. Kemur þar til létt og lipurt brag- form, hjartahlýa hans til manna og málefna, og hans létta og glaða lund, þótt ýmislegt virðist nú hafa á móti honum blásið í lífinu. Og ekki kvartar hann þótt hann segi: Glaður hvað sem gjálpar á, geng ég jarðartraðir, geðið náði létt að ljá, lífsins góði faðir. Það hygg ég og að enginn geti sagt, hve djúp og víðtæk áhrif heilræðavísur Sigurðar Breiðfjörðs hafa haft á sína mörgu hlustendur, og þá ekki sízt á mæðurnar, sem vafalaust hafa hugsað til sinna ei'g- in barna: „Hamingjan býr í hjarta manns“, segir í Númarímum Sig- urðar Breiðfjörðs, og enginn hefur enn, svo vitað sé, rengt sannindi þessara orða. En það var sá sígildi sannleikur, sem kveðinn var inn í vitund fólksins, margar og langar vetrarvökur. Það var boðskapur Sigurðar Breiðfjörðs til þjóðarinn- ar á þrengingartímum hennar. Og það var sú uppeldis- og sálarfræði, sem hinn ólærði sálfræðingur Sig- urður Breiðfjörð áleit ungum og gömlum hollt að hafa í huga, og breyta eftir. Og sá boðskapur hafði sín áhrif á þjóðina á sínum tíma, ekki síður en sú uppeldis- og sálar- fræði, sem innleidd var á landi hér, upp úr 1920, og sem vissulega hefur haft sitt áhrifatímabil. En það er önnur saga. Oft koma fram í ræðu og riti fræðimenn og rithöfundar, sem brýna fyrir þjóðinni að gl'ata ekki þjóðlegum fræðum og þjóð- legum verðmætum, og er það holl jyjAÐUR er nefndur William C. Twitchell. Hann var yfirvél- fræðingur við hinn mikla kjarn- orkugeymi geislastöðvar háskól- ans í Kaliforníu. Hann hafði um mörg ár verið einn af aðalmönnum kjarnorkurannsóknanna í Berkeley og vissi eins mikið um öll leynd- armál þeirra rannsókna og nokkur maður annar í Bandaríkjunum. Hann var 36 ára að aldri og allir báru fullt traust til hans. Hann var fálátur maður og stundaði starf sitt með mestu kostgæfni, og var sannur ættjarðarvinur. En svo fóru vinir hans og sam- og góð áminning til landsmanna yfirleitt. En þó ýmislegt sé upp talið, sem undir þá fræðigrein heyrir, þá eru rímur og rímnakveo- skapur of sjaldan nefndur þar á nafn. Hvað þá höfundar rímnanna eða fallegu „stemmurnar“, sem lítill vafi er á, að höfundar rímn- anna áttu mikinn þátt í að semja. Einhver gat um það, að útvarpið ætti að fá menn með sæmilega söngrödd til þess að kveða rímur í útvarpið nokkrum sinnum á vetri og væri það mjög æskilegt. Segja mætti mér, að bæði ungir og gamlir hlustuðu á það. En hvað er orðið af gömlu rímnalögunum og stemm- unupi fallegu, sem svo margir kunnu áður fyr? Er það gleymt? Það er ekki sama hver kveður, syngur eða les í útvarp. í þessu sambandi dettur mér í hug börnin í skóla mínum. Eg komst að þvf, að mörg af þeim settu sig ekki úr færi að hlusta á útvarpið þau kvöld, sem lesa átti upp úr Njálu, verkamenn að taka eftir því að hann varð eitthvað undarlegur. Hann varð uppstökkur við vinnu sína og miklu málskrafsmeiri en hann hafði verið og talaði þá jafn- vel ógætilega. Að lokum var farið með hann til læknis, og læknirinn komst að því að hann var mgð illkynjaða heilabólgu. Læknirinn þorði ekkert um það að segja hvernig hann hefði veikzt þannig, hvort það væri heldur af ósýnis- geislum eða einhverju öðru. Hér var hætta á ferðum. Ef er- lendir njósnarar náðu á hann þeg- ar hann fékk köstin, þá var eng- og svo vel tóku þau eftir og mundu úr sögunni, að mér þótti undrum sæta, svo ung sem þau þó voru sum. Ekki blandast mér hugur um að eftirtekt og skilningur barnanna á Njálssögu var að verulegu levti því að þakka, hve vel var lesið. Þá er vel þegar-þannig er lesið í útvarp. Börn skilja meira og fleira miklu en fólk yfirleitt heldur. Það held ég væri hollt að hafa í huga á stundum, að minnsta kosti. Væri ekki hægt að búa til útvarpsþátt úr fallegri rímu handa börnum og flytja undir fallegum rímnalögum. sem eitthvað hlýtur að vera til af enn. Hvað sem um þetta er, hvort sem sá þáttur „þjóðlegra fræða“ verður nokkurn tíma endurvakinn á landi hér eða ekki, þá er hitt víst, að svo mun. fara um Sigurð Breið- fjörð og aðra góða bókahöfunda, að aldur deyðir engan mann, er á það verk sem lifir. l

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.