Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1954, Qupperneq 12

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1954, Qupperneq 12
ir LESBÓK MORGUNBLAÐSINS y 584 HEIMKYNNI ROBINSONS CRUSOE ÚTI í KYRRAHAFI, þrjú hundruð mílur undan ströndum Chile, er eyan Juan Fernandes, þar sem brezki sjómaðurinn Alexander Sel- kirk dvaldist aleinn um fjögurra ára skeið. Defoe ritaði útlegðarsögu hans og nsfndi hann Robinson Crusoe, og er sú bók fræg um allan heim. I þessari grein segir danskur maður frá eynni hans Robinson Crusoe. Hann dvaldist þar um tíma og helt meðal annars til í helli Robinsons. TlfARGA dreymir dagdrauma um það, að fá að lifa í friði á ein- hverri eyðiey, langt frá öllum öðr- um mönnum, þar sem sólin vermir og fuglarnir syngja, þar sem maður er laus við skarkala vélaaldarinnui, skatta, og ógnir kjarnorkunnar. En slíkir staðir eru nú ekki orðnir margir á jörðu hér. Það væri þá helzt að leita til eyarinnar, þar sem hann Robinson Crusoe dvaldist einn síns liðs. Hellirinn hans er enn til, og þar getur hver sá, er vill feta í fotspor hans, fengið afdrep. Þarna eru engir skattar né ströng lög, og engir erfiðleikar aðrir en þeir, að afla sér fæðu. Og það er í sjálfu sér ekki erfitt. í sjónum umhverfis eyna er óþrotleg mergð fiska, og jafnvel má segja að mað- ur geti veitt þá á bera fingur sír.a. Inni í fjöllunum er mergð veiði- dýra og þúsundir dúfna eru á flugi eða þær sitja kvakandi í klettun- um. — Rétt hjá helli Robinsons streymir fram tær lind og þar vex villt grænmeti. Gnægð ávaxta er á trjám í fjallahlíðunum og í dól- unum eru kynstur af alls konar berjum, sem hægt er að gera úr ljúffenga svaladrykki. Náttúran er gjöful við mann á þessari ey. Eg tala hér af eigin reynslu. Ég fór til Juan Fernandes fyrir nokkru og lifði þar um hríð einsetulífi í helli Robinsons og aflaði mér sjálf- ur viðurværis eins og hann. Heilir þessi er aðgreindur í tvennt með vegg og er rúmgóður. Ég haíði ekki annað með mér en rekkjuvoð, haglabyssu, öngul, salt og eldspýt- ur. Engan þurfti ég að spyrja leyíis að setjast þarna að og ekkert þurfti ég að borga fyrir að vera þar. Að sjalísögóu yoru ekki nein nútíma þægindi þar, en rétt fram undan hellisdyrunum var hið óendanlega blikandi Kyrrahaf, þar sem gott var að baða sig. í staðinn fyrir útvarp hefur mað- ur fuglasöng kvölds og morgna Engin áhöld voru þarna og ég varð því að búa þau til sjálfur. Og aldi'ei hef ég verið hreiknari af neinu sem ég hef gert, en þegar ég hafði búið mér til sófl til þess að sópa hellir- inn. Engir næturgöltarar voru þarna til þess að halda fyrir manni vöku með hávaða og illum látum. Á kvöldin kom tunglið gullið að lit upp úr sjálfu hafinu, beint á móti hellismunnanum, og þá varð bjart eins og um dag, og ekkert truflaði hina himnesku ró og fegurð. EYARSKEGGJAR Þér munuð eflaust þegar hafa rennt grun í að ég var ekki jafn IWinningartafla, sem brezki flotinn lét setja á klett, þar sem Alexand- er Selkirk sat oft- ast og horfði eftir skipaferðum. — Á töflunni stendur, að hann hafi vsr- ið settur þar á land árið 1704, cn verið bjargað 12. febrúar 1709, eflir að hafa verið þarna aleinn í fjögur ár og fjóra mánuði. V

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.