Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1954, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1954, Blaðsíða 13
, LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 585 illa staddur og Alexander Selkirk. Ég þurfti ekki nauðugur viljugur að vera hér einmana um fjögun a ára skeið, eins og hann, og bíða þess í ofvæni hvern dag að fá að sjá skip koma að landi. Juan Fernandes er ekki lengur eyðiey, og ef mér leiddist í hellin- um þurfti ég ekki að ganga nema svo sem klukkustund til þess að komast til manna. En það var þó ekki sama sem að koma til þeirrar menningar, sem vér eigum að venj- ast. Þar var allur annar og betri bragur á. Þetta fólk var til dæmis svo undarlegt, að það vildi ekki þiggja neina borgun fyrir að hýsa mann og fæða. Ekkert gistihús er þarna, en hver maður hefði talið sér það sóma að fá að hýsa hinn framandi gest. Og áður en ég fór til hellisins dvaldist ég um hríð í húsi Donna Luise. Hún er yfirsetukona, skörungur mikill og elskuleg í viðmóti. Þegar eg minntist á borgun við hana, hló húii hatt og lengi. Aldrei á ævi sinni kvaðst hún hafa heyrt slíka vitleysu. Herbergið stóð ónotað hvort sem var, og hví skyldi ég þá eiga að borga fyrir það? Ef svo skyldi fara að hún þyrfti að taka sængurkonu heim til sín, þá mæRi útvega mér herbergi annars staðar. Matmóðir mín heitir Donna El- cira, með tindrandi spönsk augu. Hún bar mér mat þrisvar á dag, mestmegnis humar og aðrar kræs- ingar, sem þarna er að fá. Hún var ástúðleg í viðmóti, en hún ætlaði að verða reið þegar ég minntist á borgun við hana. Undir niðri var hún Rreykin af því að hafa á heim- ih sínu mann, er svo víða hat'ði farið og séð svo margt af hinum stóra heimi. Henni var mjög um- hugað að frétta um háttu annarra manna — sérstaklega kvenfólks, því að hún hafði alið allan aldur sinn þarna á eynni og aldrei komið til meginlandsins. Við gerðum því samning með okkur. Hún skyldi láta mig fá fæði ókeypis, en ég skyldi segja henni allt sem hana fýsti að vita um háttu annatra manna. Ég var að vísu hálf lítil- sigldur í spönskunni, en hún hlust- aði með mikilli athygli á þær lýs- ingar, sem ég reyndi að gefa henni Púðurstræti, onnur aðalgatan í þorpinu Juau Bautista. Húsiu standa svo laugt frá gotunui að þau sjást ekki.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.