Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1954, Síða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1954, Síða 14
586 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS af lifnaSarháttum manna í öðrum löndum. Hún hlýddi á með háttvísi menntaðrar konu og skildi allt sem ég sagði — jafnvel ambögurnar. Einn morgun heyrði ég á samtal þeirra Donna Elcira og Donna Lu- ise. Donna Elcira var að segja vin- konu sinni frá japönsku gleðimey- unum (geisha) sem ég hafði sagt henni frá. Og allt sem hún sagði var rétt. Og með kvenlegum næm- leika hafði hún skilið meira en ég hafði sagt. Ef til vill eru þær vin- konurnar enn að tala um sögur þær, er ég sagði Donna Elcira. Þessar konur voru báðar frá Chile. En ekki eru allir eyarskeggj- ar þaðan ættaðir. Árið 1891 fórst frangkt skip, „Le Télegraph“, í stór- viðri þarna við eyna. Ein hjón kom- ust þar af, og hafa ekki farið frá eynni síðan. Þau hafa víst fengið nóg af ferðavolkinu. Þau heita Carpentier, og nokkrir afkomend- ur þeirra eiga nú heima þarna. Þarna heyrir maður líka ættar- nafnið Schiller og þykir undarlegt að fiskimenn hér skuli bera það nafn. En svo stendur á því, að árið 1914 var þýzka beitiskipinu „Dres- den“ sökk( hér úti fyrir. Þjóðverj- arnir, sem af komust, voru geymdir hér á eynni til stríðsloka, en þá kusu sumir þeirra að vera kyrrir og hafa verið hér síðan. Hafnsögumaðurinn hér heitir Sennor Santiago Chicago og er írá Chile. — Nafn hans minnir þó á Bandaríkin, en hann hefur ekki hugmynd um hvers vegna hann hefur öðlazt það. Hann hyggur helzt að foreldrar sínir hafi leitað að einhverju fallegu nafni á landa- bréfi, áður en hann var skírður. FISKIMENN — AÐALSMENN Undarlegt finnst manni það, að nokkrir fiskimenn hér, sem eru blátt áfram eins og aðrir fiski- menn, bera aðalsnafn. Þeir eru af- komendur svissneska barónsins de Rodt, sem á fyrri öld leigði eyna af Chile-stjórn og stofnaði hér til humarveiða, sem orðið hafa nafn- togaðar. Hann græddi stórfé á þeim. En þó er hann kunnari fyrir annað. Þegar hann kom til eyar- innar voru þar til tvær merkilegar trjátegundir, sandeltré, sem hvergi vex annars staðar nema í Austur- löndum, og einkennilegt pálmatré, svart og hvítt á lit, sem hvergi var til annars staðar. Sumir halda að þessar tvær trjátegundir bendi til þess, að Juan Fernandes sé leifar af stóru meginlandi, sem sokkið hafi í sjó. En hvað um það, barón Rodt hjó upp þessi tré og sendi til annarra landa og gekk svo ræki- lega til verks, að nú eru þau upp- rætt á eynni, og pálmatréð aldauða á jörðinni. En í staðinn reis þarna upp ættstofn de Rodt. Afkomendur hans eru ekki frábrugðnir öðrum, en manni finnst það dálítið skríiið er maður heilsar óbreyttum fiski- manni og hann kynnir sig sem barón! Á eynni er aðeins ein byggð, þorpið Juan Bautista. Þar eru tvær götur og umferðin er ekki hættu- leg. Önnur gatan heitir Púður- stræti, en hin Hauskúpustræti. — Benda þau bæði til þeirra tíma er hér var fullt af sjóræningjum. Hús- in eru lítil og snotur, en standa svo náið að samtal hevrist miili þeirra ef menn tala hátt. Hverju húsi fylgir garður, þar sem er fjöldi skrautblóma, þar á meðal „flori- pondia“, sem ber stór og hvít bik- arlöguð blóm. Anganin af þeim er svo megn, að sagt er að sumir noti hana í staðinn fvrir svefnlyf. Þeg- ar menn fara að hátta og eru hræddir um að þeir geti ekki sofn- að, leggja þeir eitt blóm ofan á sængina hjá sér og sofna þegar við ilminn af því. Þetta er eina með- alið sem eyarskeggjar nota. Engir mannabústaðir eru annars staðar á eynni og maður er komian út í einhveru náttúrunnar um leið og komið er út úr þorpinu. Allt er þar umvafið blómum. Þar eru pálmatré og þar eru risavaxnir burknar, sem eru eins og tré og ber við loft á fjallatindunum. Þarna er kyrrðin svo að segja áþreifanleg, og það er vandalaust að ímynda sér að maður sé kominn til eyði- eyar og sé þar einn síns liðs, eins og Robinson Crusoe. En enda þótt þarna sé hitabeltisgróður, þá þarf maður ekki að óttast eiturslöngur. Þær eru ekki til á eynni og ekki einu sinni smásnákar. VANTAR KVENFÓLK Fátt er svo fullkomið að ekki sé á einhverjir gallar, og aðal gallinn á Juan Fernandes er, að þar eru of fáar konur. Ungu mennirnir eru svo miklu fleiri en stúlkurnar, að slíks þekkist ekki dæmi í víðri ver- öld, nema þá í flugstöð Bandaríkj- anna í Thule á Grænlandi, þar sem sagt er að sé sex þúsundir karl- manna og aðeins ein kona. Afleiðing þessa er sú, að þegar hinir ungu menn, sem hafa verið svo heppnir að ná sér í unnustu og eru að ganga með henni úti í blómskrúði náttúrunnar, þá svala hinir sorgum sínum með því að þamba ódýrt vín frá Chile. Eftir stundardrykkju eru þeir orðnir mjög ölvaðir, en þeir eru þó ekki svipaðir fylliröftunum í stórborg- unum. Kona nokkur frá Argentínu, sem var hér í sumarfríi, ásamt manni sínum, segir svo frá að þau hjónin voru boðin í eina af þess- um drykkjuveizlum. Þegar henni þótti hávaðinn keyra úr hófi afréð hún að fara og gekk á milli manna og kvaddi þá með handabandi. En háttvísi eyarskeggja var ekki lokið. Þegar hún ætlaði að kveðja þann, sem var einna ölvaðastur, reis hann á fætur með erfiðismunum og reyndi að hneigja sig. Og svo sagði hann í hjartans einlægni: „Nei, t

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.