Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1954, Page 16

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1954, Page 16
? 588 lr LESBÓK MORGUNBLAÐSINS GUNNAR DAL: JOHN LOCK JOHN LOCK er fæddur í Wring- ton í Englandi 29. ágúst 1632. Um þær mundir voru umbrotatím- ar í Englandi. — Þjóðin krafðist mannréttinda. Þegar Lock var að- eins tíu ára snáði, skarst í odda milli konungsins og þings- ins og borgarastyrjöld brauzt út. Faðir hans vígbjóst og fór að heiman til að berjast móti kóngi og með mannréttindum og auknu frelsi. Þegar þessu stríði lauk sá Lock að hægt var að brjóta alveldi krún- unnar og hann sá hana beygja sig fyrir uppreisnarmönnum — þess- um uppreisnarmönnum, sem hann sá og talaði við á heimili sínu. Og þessir menn voru djarfmæltir eins og sigurvegarar, sem koma heim úr stríði. Það andrúmsloft sem þann- ig skapaðist á heimili unglingsins John Lock fylgd honum síðan alla ævi. Alla tíð upp frá þessu barðist hann gegn yfirvöldum og leiðtog- um, andlegum og veraldlegum. Á æskuárum sínum barðist hann gegn yfirvöldum skólans og á fullorðinsárum sínum gegn yfir- völdum ríkis og kirkju og gerðist forustumaður í baráttunni fyrir andlegu frelsi og umburðarlyndi gagnvart andstæðum skoðunum. Fjórtán ára að aldri var John Lock sendur í Menntaskólann í Westminster (London). — Faðir Locks var puritani'), og þessi skóli var andlegt höfuðvígi þeirra. En það nægði ekki til að milda upp- l) ,Jiraiatniármaðilr“. reisnareðli Locks. Hann fékk ekki aðeins óbeit á þessum skóla, heldur menntaskólum yfirleitt. Þessir skólar, ályktaði hann, forheimska menn með því að troða þá fulla af dauðum bókstaf á latínu og grísku. Að hvaða haldi kemur slíkur lær- dómur í lífinu? Sannri menntun verður ekki þröngvað upp á nokk- urn mann! Hún verður aðeins eign frjálsra manna, sem drekka af lind þekkingarinnar vegna þess að þeir eru þyrstir — og leita þess sem þeir þarfnast. Sönn menntun hlýtur þess vegna fyrst og fremst að vera sjálfsmenntun. Enginn nema þeir sem eru of tregir til að afla sér hennar græða neitt á skólunum. Skólinn eykur heldur ekki mann- gildi og bætir ekki siðferði og breytni. John Lock þótti enginn fyrir- myndarnemandi í Westminster. Hins vegar fylgdist hann manna bezt með því, sem fram fór utan skólaveggjanna og tók jafnvel þátt í þeim atburðum. Hann fylgdist af alhug með þeim öflum, sem steyptu konunginum Karli I. af stóli og lögðu hann undir fallöxina. Öld- urnar í þingsölunum og utan þeirra risu hátt og breytingar urðu tíðar. Árið sem Lock útskrifaðist hafði Oliver Cromwell náð öllum stjórn- artaumum í sínar hendur. — Þetta voru byltingatímar, sem al- tóku huga menntaskólanemandans í Westminster. Lock náði samt prófi og innritaðist í Oxfordhá- skóla. Oxford hefur bæði fyrr og síðar verið fræg fyrir virðingu sína fyrir öllu, sem er gamalt og viðurkennt. Á stúdentsárum Lock var þar ríkj- andi heimspeki miðaldanna. Lock þótti þar þröngt til veggja og lágt til lofts. Stúdentarnir voru and- lega ánauðugir gömlum erfðakenn- ingum og þeir voru haldnir ofstæki gagnvart allri „vilíutrú“. And- legt frelsi var þar ekki til. Puritan- arnir, sem barizt höfðu fyrir frelsi gegn einveldi krúnunnar, voru hér engu betri. „Þeir, sem ákafast tala um frelsi,“ sagði Lock um þá, „misþyrma því allra manna mest sjálfir.“ Lock sneri baki við mið- aldaheimspekinni og Aristotelesi og fræðimenn Oxford, þessi ígulker hins dauða bókstafs, voru honum hvumleiðir. Álit þeirra á Lock var heldur ekki upp á marga fiska. Skólabróðir hans, fornfræðingur- inn Anthony Wood skrifar um hann: „Þessi John Lock var upp- reisnargjarn, hávaðasamur og óeir- inn. Þegar við hinir stúdentarnir skráðum hjá okkur í tímum ýms atriði úr fyrirlestrum prófessor- anna, þá hæddist þessi sami Lock að okkur fyrir þetta og var símas- andi — og vandræðagripur.“ Þann- ig leit fulltrúi hins gamla á spá- mann hinnar nýju aldar. En þótt andlegt frelsi væri ekki mikið meðal hinna akademisku borgara í Oxford þeirra tíma, átti þó trúfrelsið sína fulltrúa meðal hinna beztu manna skólans. í þeirra hóp var John Owen kennari Locks. Og hér voru þó a.m.k. engir heiðursmenn, sem börðu nemend- urna til bókar líkt og gert hafði verið í Westminster menntaskól- anum. John Lock færði sér það frjálsræði í nyt og las það eitt, sem honum sjálfum sýndist. Það voru einkum þókmenntir, þar á meðal rit Descartes, sem hann tók langt fram yfir miðaldaheimspekina, þó hann væri þeim ekki sammála í mörg- um greinum. Yerndari hans og ævivinur, lafði Masham, ritar síðan um þessi kynni Lock af Descartes og telur að þau hafi vakið hann til

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.