Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1954, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1954, Blaðsíða 18
590 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS esbury, en aldrei var með því hægt að egna hann (Lock) til að skipta sér neitt af því, eða finna á honum í orðum hans eða fasi, að hann skipti þetta nokkru máli.“ Þannig hafði gyðja skynseminnar kennt þessum j,málgefna vandræðagrip“ að þögnin er gull — jafnvel líf og frelsi. Stjórnin gat þanníg ekki fundið neina átyllu til að heiðra fangelsi sín með nærveru þess manns, sem gerði Englendinga að forustuþjóð vestrænnar menningar. Ekki vildi þó Lock freista hennar um of og yfirgaf land svo lítið bar á 1603, sama ár og vinur hans Shaftesbury lézt í Hollandi. Lock fór til Haag eins og hundruðir annara, sem of- sóttir voru vegna skoðana sinna í heimalandi sínu. Englandsstjórn reyndi jafnvel þar að hafa hendur í hári hans og fá hann framseldan. Varð Lock því að flytjast inn á landsbyggðina. Lock var nú 54 ára að aldri, hann hafði verið sískrifandi í Englandi, en aldrei fengið neitt gefð út. Hér kom hann fyrstu verkum sínum á prent. Meðal þeirra var Epistola de Tolerantia, bréf um umburðar- lyndi, sem hann skrifaði á þeirri „dauðu tungu“ latínu. Hér kynnt- ist hann einnig verkum Spinoza að einhverju leyti og lagði síðustu hönd á mesta afrek ævi sinnar, bók- ina Essay Concerning Human Understanding. Á þessum sex árum, sem Lock var í útlegð í Hollandi, fóru vin- sældir Stuartanna stöðugt minnk- andi í Englandi. Ekki aðeins þingið og alþýða manna, heldur einnig að- allinn varð konungi andvígur. Var ólga mikil í landinu svo lá við bylt- ingu. Stjórnin hafði sett Lock á svartan lista með 85 „þjóðhættu- legum“ mönnum í útlegð í Hol- landi. Og víst var um það, að þessi flokkur vann öllum árum að því að steypa stjórninni. Árangur kom í ljós, þegar Vilhjálmur af Oraniu hélt með her manns til Englands, steypti konungi landsins, tengda- föður sínum, Jakobi II., og settist sjálfur að völdum 1689. Útlögunum, hinum 85 þjóðhættu- legu mönnum, í Hollandi, var þá aftur leyft að hverfa heim og var fagnað sem þjóðhetjum. John Lock var þar fremstur í flokki. í fyrsta sinn var hann frjáls maður, sem gat talað og skrifað án ofsókna yf- irvalda. Hann var nú 57 ára að aldri og þau 15 ár, sem hann átti eftir ólifað, voru beztu og athafna- sömustu ár ævi hans, þrátt fyrir mikla vanheilsu. Bækurnar, sem hann hafði skrifað en gat ekki gef- ið út, komu nú hver á fætur ann- arri. Þær voru ekki aðeins um heimspeki, heldur einnig um stjórnmál, hagfræði og uppeldis- mál. Þessar bækur vöktu gífurlega athygli og varð Lock brátt á allra vörum. Átjánda öldin var að fæðast. Einnig hún var borin með þraut- um. Hæðst lét í prestunum og há- skólaborgurunum, úttroðnum af lærdómi. Stillingflect biskup yf- ir Worchester reis upp fyrir hönd þeirra sem litu á bókstaf ritning- arinnar sem óyggjandi sannindi. Áttust hann og John Lock lengi við í ritdeilum. Vegna kröfu sinn- ar um umburðarlyndi, lenti hann í deilum við ýmsa stjórnmála- menn og öndvegis rit hans Essay Concerning Human Understand- ing, var með sérstakri athöfn for- dæmt af Oxfordháskóla. Þessari akademisku bannfæringu er nú löngu aflétt og John Lock tahnn á- gætastur allra, sem til þessa fræga menntaseturs hafa komið. Þessi mótstaða gat vitanlega ekki kveðið Lock niður fremur en fæðingar- hríð stöðvar barnsburð! Lock hafði sigrað eftir langa og stormasama ævi. Hann fluttist út á landsbyggðina frá Lundúnum, sem hann þoldi illa vegna vanheilsu sinnar, til ‘hinnar gömlu vinkonu sinnar Lady Masham og rpanns hennar, Sir Francis. Haustið 1704, þegar síðustu lauf- in voru að falla í garði Lady Mas- ham og John Lock var að rita svar við einni af þeim árásum, sem gerðar höfðu verið á rit hans um umburðarlyndið, talaði dauðinn einnig til heimspekingsins John Locks. Og eins og allir, sem lengi hafa staðið í návígi við dauðann, í samtíð sinni, kunni hann að taka kveðju þessa gests. Hann dó í friði í örmum vinkonu sinnar Lady Masham. C_-*''Ö®®®(T'vJ> BRIDGE A Á 10 4 ¥ Á K 8 7 4 ♦ K G * Á 7 4 A K 9 V D 10 5 3 ♦ D 7 3 2 A D 9 8 A K 8 3 ¥ 6 2 ♦ Á 9 8 7 6 * G 3 2 S á að spila 3 grönd og spaða er slegið út. Athugun á spilunum sýnir að ekki eru nema 7 slagir vissir og verður því að reyna að fá viðbótar- slagi annaðhvort í hjarta eða tígli. En hvern litinn á hann að velja? Von er til þess að litirnir liggi 3 og 3 á hvorri hendi á móti. En það er örugg- ara að reyna við tígulinn, því að hann er betri ef svo skyldi fara að andstæð- ingar hefði 2 og 4 spil í litunum. Til þess að taka ekki innkomu af S er spaðinn því drepinn með ás í borði. Svo er TK slegið út og þvínæst TG. S drepur með ásnum og 10 kemur í. Nú er tígli slegið út enn og A verður að drepa með D, en þá á S enn eftir tvo tígla fría og spilið er unnið. A D 7 6 5 2 ¥ G 9 ♦ 10 2 * K 10 6 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.