Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1954, Side 20
592
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
mynda- og^hugsanaheim þeirra.
Þessi heimur tekur á sig ný form,
og af því leiðir augljóslega, að tján-
ing hans krefst líka nýrra forma.
Vaki það fjTÍr nútímaskáldi að
túlka reynslu sína eða lífssýn í
dag, er það í augum uppi, að grípa
verður til nýrra foima. Nýan
sannleik er áðeins hægt að segja
á nýán hátt, í nýu formi.
Það er mikill siður nú að deila
um form og efni, en menn virðast
ekki á einu máli um, hvað við er
átt. Þannig segja sumir, að „atóm-
skáldin“ svo nefndu, dýrki formið
á kostnað efnisins, en aðrir segja,
að þau haff sagt skilið við form-
bundna ljóðagerð. Hér verður vart
þess ruglings, sem aðskilnaður
hinna ýmsu þátta skáldskapar leið-
ir af sér. í góðu ljóði verður efnið
aldrei aðskilið frá forminu. Efnið
skapar formið, og formið gefur efn-
inu líf og gildi. Þessir þættir eru
svo samtvinnaðir, að þeir verða
ekki greindir sundur sér að skað-
lausu.
Það er því varhugavert að tala
um meira og minna form, nema
fyllsti gaumur sé gefinn því, hvort
ákveðið efni nyti sín í nokkru öðru
formi en því, sem það birtist í
Sumir halda því fram, að órímuð
ljóð hafi minna form en rímuð.
Mér er spurn, hvað yrði þá um
mikið af okkar forna kveðskap,
þar sem rím þekkist várt, eða mörg
af beztu ljóðum Jónasar Iiallgríms-
sonar, eða t. d. „Sorg“ Jóhanns
Sigurjónssonar og „Söknuð“ Jó-
hanns Jónssonar? Sannleikurinn
er sá, að margar af perlum ís-
lenzkrar ljóðlistar eru órímaðar.
Hér liggur e. t. v. ein af verstu
villum skáldskaparmats. Þegar sett
er jafnaðarmerki milli kunnáttu
eða leikni í bragfræði eða bragar-
háttum og skáldskapar, er hætt við,
að mörg okkar beztu skáld féllu í
skugg^, þeirr^a leiknu hagyrðinga,
sem finna má um allar jarðir. í
rauninni er svipaður skyldleiki
með skáldi og hagyrðingi og með
myndlistarmanni og iðnaðar-
manni.
— ★ —
Hér að framan var bent á eina
af orsökum þess, að nútímaskáld
finna sig knúin til að leita nýrra
forma. En það er fleira, sem til
greina kemur, og þá fyrst sú stað-
reynd, að hefðbundin ljóðform
hafa hnýtt menn svo á klaía van-
ans, að nokkur eiginleg tjámng
tilfinninga einstaklingsins er ill-
möguleg. Sé það rétt, að gott ljóð
túlki eða setji fram tilfinningar
eða innsýn skáidsins á ákveðnu
augnabliki, leiðir það af sjálfu sér.
að engin tvö ljóð hafa sama form,
því engar tvær tilfinningar eru
eins. Það er þetta, sem hefðbundin
form hafa tilhneigingu til að hefta.
Þau verða eins konar rúm Pró-
krústesar, þar sem skáldið verður
að pressa inn tilfinningar sínar
með góðu eða illu — skera af þeim
eða teygja úr þeim! Hér liggur, að
mínu viti, ein af orsökunum að því
sleni, sem svo oft virðist einkenna
íslenzka Ijóðlist. Vilji skáld koma
hugsunum sínum og tilfinningum
á ákveðnu augnabliki í ljóð, er það
höfuðskilyrði, að það finni ná-
kvæmlega það form, sem svarar til
hinna ákveðnu kennda, svo að
þetta form megi aftur vekja svip-
aðar kenndir með lesandanum. Og ,
hér er það ekki aðeins orðavalið,
heldur og hátturinn, hrynjandin,
músikin í Ijóðinu, sem tjá tilfinn-
ingu skáldsins.
Tvö þau ljóðskáld, sem gagn-
gerðastri byltingu hafa valdið í
hinum enskumælandi heimi, voru
menn, sem sáu, hvar komið var
fyrir hefðbundnum kveðskap. Hin
gömlu form voru orðin svo törn
og útslitin í lok 19. aldar, að allur
frumleiki og nýnæmi kaínaði í
orðskrúði og fallegri áferð. Kemur
þetta einna bezt í ljós í ljóðum
Swinburnes, og einkum þó í ljóð-
um Tennysons. Á þessu skeiði kom
fram á sjónarsviðið írskur prestur,
sem snúizt hafði til kaþólsku, Ger-
ard Manley Hopkins. Ljóð hans
voru fyrst birt 30 árum eftir dauða
hans, eða árið 1918, og sköpuðu
straumhvörf í enskri ljóðagerð
Hopkins var gæddur óvenjulegum
sköpunargáfum, var bæði ágætur
málari og tónlistarmaður. Það var
dirfska hans í orðavali, hrynjandi
og notkun táknmynda, sem tryggði
honum sess sem einn af brautryðj-
endum nútímaljóðagerðar. Það er
vert að hugleiða, að þessi bylting-
armaður, sem flest ensk skáld nú-
tímans játa þakklæti sitt, var grísk-
ur fræðimaður og sótti margt hug-
mynda sinna og stílbragða í fornan
grískan og íslenzkan kveðskap.
T. S. Eliot stendur við hliðina á
Hopkins sem umskapandi enskrar
ljóðagerðar. Hann er um flest ólík-
ur hinum írska presti, en var engu
síður djarfur í vali sínu á efni,
formi og hrynjandi. Hið „hneyksl-
anlega“ fordæmi Eliots er nú orðið
sjálfsagður hlutur í enskri ljóðlist.
Til hans er litið sem hins fremsta
meðal ljóðskálda og gagnrýnenda
af flestum kunnáttumönnum. Hér
er aftur að verki nýskapandi, sem
stendur föstum fótum í fortíðinni,
því hann heíur sótt orku sína til
leikritahöfundanna eftir Shake-
speare, til háspekiskáldanna svo
nefndu á 17. öld og frönsku sym-
bólistanna í lok 19. aldar. Hann er
og gagnmerkur fræðimaður í grísk-
um og indverskum bókmenntum.
Við hliðina á þessum tveimur höf-
uðskáldum mætti stilla Ezia
Pound, sem á öðrum og þriðja tugi
þessarar aldar hafði víðtæk áhrif
á nútímaljóðlist og var víðkunnur
fræðimaður í austurlenzkum,
klassískum og miðalda-bókmennt-
um.
— ★ —
Ég hef dregið fram þessi dæmi,