Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1954, Qupperneq 21
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
593
ef þau mættu sanna, að nýsköpun
eða bylting á vettvangi hvaða list-
ar sem er, stafar ekki fyrst og
fremst af því, að menn vilji vera
frumlegir eða föndra við nýungar
sem slíkar, heldur af þeirri sann-
færingu sjáandans, að þróunar er
þörf og nýrra leiða til tjáningar
heimi, sem gerist æ flóknari og erf-
iðari viðfangs, og sé orka í þessari
nýsköpun, á hún jafnan rætur sín-
ar í fortíðinni. Ekkert form er end-
anlegt. Stöðnun er dauðamerki.
„Það er svo bágt að standa í stað.
og mönnunum munar annaðhvort
aftur á bak ellegar nokkuð á leið“.
Sú staðreynd, að loddarar og litl-
ir karlar fela lélegheit sín undir
faldi nýunga, skyldi ekki fæla
neinn frá nýungum. Það er verk
gagnrýnanda og annarra góðra
manna að skilja hismið úr.
Ég hef beint örvum mínum að
íslenzkri Ijóðagerð vegna þess, að
mér finnst þar einhvers vant, og
mér er ekki grunlaust um, að
flokkadrættir hafi haft lamandi
áhrif á íslenzka ljóðsköpun. Hins
vegar er mér ljóst, að ég hef að
nokkru fetað í fótspor Don Qui-
quote og barizt við vindmyllur, þar
sem ég hugði vera kapna! Sann-
leikurinn er nefnilega sá, að eng-
inn er svo íhaldssamur, að hann
hafi ekki að einhverju levti mót-
azt af nýungunum, og enginn svo
,.moderne“, að hann lifi ekki að
nokkru levti á arfi feðranna. Þess
vegna berjast báðar búðir í viss-
um skilningi undir fölsku flaggi.
Dilkadráttur er hégómlegur í þess-
um efnum, því öll skáld, sem því
nafni geta réttilega kallazt, eru
mörkuð fleiri en einum eiganda:
þau eru mörkuð bæði fortíð og nú-
tíð — og sum þeirra jafnvel fram-
tíðinni! s
Sigurður A. Magnússon.
<C-^S®®®(T^J
Bí, bí og blaka
AÐ mun varla ofmælt, að hvert
mannsbarn á landinu, sem
komið er til vits og ára, kunni þessa
einföldu vísu:
Bí, bí og blaka,
álftirnar kvaka.
Eg læt sem eg sofi,
en samt mun eg vaka.
Mæður syngja hana við börn sín
og hún er eitthvert fyrsta ljóðið,
sem börnin læra og fara með þeg-
ar þau hafa fengið málið.
Flestir munu halda að vísan sé
sjálfstæð, en hún ber þó öll merki
þess að vera viðlag. Og fyrrum
hefur hún sætt hinni sömu með-
ferð og ýmis önnur viðlög, að menn
hafa breytt henni á marga vegu,
eftir því sem þeim líkaði, þegar
þeir rauluðu við börnin. í „Barna-
gælum og barnavísum“ Ólafs
Davíðssonar eru til þessar útgáfur
af henni:
Bí, bí og blaka,
álftirnar kvaka,
vindar ský skaka,
skúmar hræ taka.
Láttu sem þú sofir,
samt skaltu vaka,
bí, bí og blaka.
★
Bí, bí og blaka
blessuð litla mín.
Álftirnar kvaka,
og Jesús gæti þín.
-Á
Bí, bí og blaka,
álftirnar kvaka,
vindar ský skaka,
skúmar hræ taka.
Þegar piltar (stúlkur) koma
og vilja á þér taka
láttu sem þú sofir,
samt skaltu vaka.
Bí, bí og blaka.
★
Bí, bí og blaka
álftirnar kvaka,
ágæt hafa þær hljóð.
Vífin þau vaka
og verða þér svo góð.
Það er auðséð á þessu, að snemma
hefur viðlag þetta orðið vinsælt,
en þó mun nú aðeins fyrsta vísan
lifa á munni manna. En úr hvaða
kvæði er þá þetta viðlag? Það vita
víst fæstir, því að flestir munu
halda að ljóðið sé sjálfstætt, eins
og fyrr segir. En hérna um daginn
talaði við mig aldraður maður og
sagði mér svo frá, að á æskuárum
sínum uppi í sveit hefði hann kom-
izt yfir skrifað kver, gamalt að því
er virtist og voru í því nokkur
kvæði. Eitt kvæðið var með þessu
viðlagi og kvaðst hann aðeins muna
fyrsta erindið úr því, en það er
svo:
Leikur sér í ljósinu
lítill ungi á vatninu,
en í gula grasinu
gamlar álftir kyaka:
bí, bí og blaka.
Álftirnar kvaka.
Eg læt sem eg sofi,
en samt mun eg vaka.
Ekki kvaðst hann muna hvað vís-
urnar hefði verið margar, líklega
þrjár, en máske fleiri. Hann var
hræddur um að kverið væri týnt.
Eigandi þess er látinn, handritin
úr búi hans hafa komizt í Lands-
bókasafnið, en ekki er þetta kver
né kvæðið á meðal þeirra.
Hver er svo fróður að hann kunni
þetta kvæði eða geti bent á hvar
það er að finna?
Á.
<^<^)®®®cr^j)
Sjálfboðaliði í hernum kvartaði um
að sandur væri í súpunni.
Liðþjálfinn byrsti sig og sagði'
„Gekkstu í herinn til þess að þjóna
landi þínu, eða til þess að rífast út
af matnum?“
„Ég gekk í herinn til að þjóna landi
mínu — en ekki til þess að eta það.“