Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1954, Side 22

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1954, Side 22
594 LEötíOiv IvíOivGÚÍNiíLAÐSlNS Sjóveíkin úr sögunni Mörg ný meðul eru fundin gegn þessari dnlarfullu veiki. ^ UNDANFÖRNUM árum hefir f jöldi vísindamanna verið önn- um kafinn við það í Bandaríkjun- um að finna upp eitthvert óbrigðult meðal gegn sjóveiki — já, ekki að- eíns sjóveiki, heldur einnig bíl- veiki og loftveiki, sem eiga sér sömu rætur. Þeir hafa fundð upp tvær tylftir meðala og þau hafa verið reynd á þúsundum manna til þess að ganga úr skugga um hvort þau dygði, eða hvert þeirra væri bezt. Og nú er orðin mikil breyt- ing á þeim, sem ferðast. Áður var talið að 9. hver maður væri sjó- veikur, bílveikur eða loftveikur, og sjóveikin er að minnsta kosti plága, sem hefir þjáð mannkynið frá upphafi. Mannkynið hefir stað- ið ráðþrota gagnvart þessum sjúk- dómi. Það var fyrst í seinni heims- styrjöldinni að hafizt var handa af alvöru gegn honum. Ástæðan var sú, að fjölmargir flugmenn voru svo loftveikir, að þeir voru alls ekki hæfir til að berjast þegar lagt skyldi til orustu í lofti. Sama máli var að gegna um sjómenn á herskipum. Stjórninni leizt ekki á blikuna. Hér var vanda- mál, sem menn höfðu ekki gert ráð fyrir. Hún brá því skjótt við og gaf út skipun til vísindastofn- ana sinna um að menn skyldi kapp- kosta að finna eitthvert öruggt meðal gegn þessum kvillum. Vís- indamennirnir hófust þegar handa og í öllum lyfjabúðum var reynt að leysa þetta vandamál. En það var hægar sagt en gert, og stríðinu lauk svo, að meðalið var ófundið. Þá kom allt í einu fyrir merkilegt atvik, sem gerði tvo lækna og eina húsfrú fræg um allt land á svipstundu. Konan heitir frú Genevieve Ciesielski. Hún þjáðist af einhverj- um útbrotum og hafði verið send til lækninga í John Hopkins sjúkra- húsið. Læknarnir þar, dr. Leslie Gay og dr. Paul Carliner, voru þá einmitt með nýtt meðal við út- brotum, og reyndu það á henni. Konan var svo hress, að hún þurfti ekki að liggja í spítalanum og hún fékk inni langt þaðan, svo að hún varð að ferðast hálftíma með spor- vagni. Þetta var nú heldur slæmt fyrir hana, því að henni varð altaf óglatt, er hún ferðaðist í vagni. En er hún kom nú í spítalann daginn eftir þessa fyrstu tilraun, hafði hún einkennilega sögu að segja. Henni hafði ekki orðið vitund óglatt í vagninum, og hún skildi ekkert í þessu. Læknana tók þá að gruna, að nýa meðalið mundi hafa haft þessi áhrif á hana. Þeir heldu til- rauninni áfram og þíim tókst eigi aðeins að lækna útbrotin á kon- unni, heldur tókst þeim einnig að lækna hana algjörlega af vagnveik- inni. Hér var því um kostameðal að ræða. Það nefndist „drama- mine“ og var fyrsta meðalið sem menn vissu til að hef ði læknað hinn illræmda kvilla, sem hlýzt af hrist- ingi og veltum vagna. Þetta var árið 1948. En er frá leið fóru læknar að verða varir við að meðal þetta hafði líka nokkra ókosti. Það gerði menn máttlausa og syfjaða, þeir urðu þurrir í kverkunum og fengu ýmis óþæg- indi af því. Þá var farið að gera margítrekaðar tilraunir til þess að endurbæta þetta meðal, eða finna einhver önnur meðul lík því. Sér- staklega voru það læknar í her, flugher og flota, sem kappkostuðu að finna nýtt meðal og ríkisstjórn- in hvatti þá mjög til þessara íil- rauna. Þeir bjuggu til ýmis meðul og reyndu þau á mönnum og hund- um. Við tilraunirnar voru notaðir stólar, sem snerust og veltust alla vega með miklum hraða. Þannig voru menn reyndir þúsundum sam- an og hundar hundruðum saman. Auk þess var fjöldi viðvaninga sendur í flugvélum upp í háloftin. en aðrir voru sendir út á haf með herskipum. Einu sinni voru 405 viðvaningar sendir upp í loftið til reynslu og flugvélarnar látnar bylta sér með þá. Öllum var þeim gefið meðal áður en þeir lögðu á stað. Fjórði hver maður fékk aðeins gerfimeð- al, sem ekkert gagn var í, en þrem- ur nýum meðulum var skift jafnt á milli hinna. Árangurinn varð furðulegur. Nær annar hver mað- ur af þeim, sem gerfimaðalið fengu, veiktist hastarlega, en af hinum veiktust svo fáir að ekki nam meira en 13,4%. Einhver merkilegasta tilraunin var þó gerð um borð í herflutninga- skipunum „General Maurice Rose“ og „General Alexander Patch“ á fimm ferðum milli New York og Bremerhaven í Þýzkalandi. Við þessar tilraunir voru notaðar eigi færri en 22 tegundir meðala. Árang urinn varð álíka merkilegur og í flugferðunum. Einu sinni er skip- in fengu mjög slæmt veður voru alveg ósjálfbjarga 35,9% af þeim, sem ekki höfðu fengið meðal, en aðeins 9.6% af hinum. Þau meðul, sem þarna reyndust haldbezt, eru nefnd Marezine, Bonamine, Lergigan, Phenergan, Trimeton, Benadryl, Parsidol,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.