Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1954, Side 24
596
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
★★★★★★★★★★★★★★
Úr djúpi nætur þú fagur fæðist
og: fimur, djarfur á tánum læðist
um heimsins víddir úr austurál.
Þín kyngiorka til allra streymir,
þií engu barni á jörðu gleymir,
og allir skilja þitt alheimsmál.
Þitt hros er tignfagurt tímamerki
með tákn úr eilífðar sigurmerki,
þín mikla köllun að lengja líf.
Þú geislum stráir um hálfan heiminn
og hitamagni um tóman geiminn,
og alheim veitirðu vernd og hlíf.
Til dýrðar Guði þín glóðin brennur,
á geislavængjum þú hljóður rennur
með sólarveigar í mildri mund.
Þú opnar leiksvið að lífsins önnum
og lyftir tjaldi frá gæðum sönnum
með skini mjúku um morgunstund.
ÁRMAR.
★ ★★★★★★★★★★★★★
HUNDAFÁRIÐ
eða hundapestin, sem oft hefur gert
íslenzkum bændum miklar skráveifur,
er óhappasending frá Finnum. Ein-
hverju sinni kom skip á Eyrarbakka,
og var með því maður frá Finnmörk.
Honum varð þelkalt við einn lands-
manna út úr kaupum og hugði á
hefndir. Næsta sumar kom hann aftur
og hafði með sér flösku og bað að selja
sér konumjólk eða kúa. En skipstjóri
stakk því að landsmönnum, að gera
það ekki, heldur láta hann hafa tíka-
mjólk og katta, og var svo gert. Finn-
urinn tók flöskuna og færði hana móð-
ur sinni, en hún kunni fyrir sér í betra
lagi. Tekur hún flöskuna og setur hana
milli tveggja potta og seiðir til góu-
loka. Þá gelti bæði og mjálmaði i flösk-
unni. Þá varð kerlingu svo bylt, að
hún stökk út og drap sig, en Finnur-
inn fór með flöskuna út til íslands um
sumarið og hellti þar úr henni, því er
í henni var; kom þá upp fár mikið í
hunda og ketti, og hefur það síðan
A milli Einarsstaða og Lambastaða við Skerjafjörð eru Skjólin, nýtízku borgar-
hverfi, sem risið hefur upp á seinustu árum. — Þar eru mörg skrauthýsl, sem
nálgast það að geta heitið hallir, og yfirleitt ber byggðin það með sér, að þar
hefur ekkert verið sparað til þess að hið ytra útlit væri sem glæsilegast. En
í fjörunni rétt fyrir framan þessar nýtízku byggingar, heldur gamli tíminn enn
velli. Þar hefur útgerðin við Skerjafjörð, hrognkelsaútgerðin, bækistöð sína.
Bátar í fjörunni, sjóbúð með hjalli, þar sem hrognkelsanetin eru hengd til
þerris, og þar geymt annað er útgerðinni fylgir. Myndin hér að ofan er af þessum
stað. Þar sést út yfir Skerjafjörðinn og Keilir rís í baksýn. (Ljósm. G. Rúnar).
gengið við og við hér um land. (fsl.
þjóðhættir).
FRÆKILEC BJÖRGUN
Andrés Björnsson á Miðbæ í Flatey
var lengi formaður á útveg Ólafs pró-
fasts Sivertsen. Vorið 1839 laust fyrir
sumarmál, var hann á leið til róðra í
Dritvík, ásamt fleiri formönnum úr
Vestureyum. Hásetar hans voru Pétur
Sigurðsson úr Flatey, Jón Jónsson úr
Gufudalssveit, Karvel nokkur ættaður
úr Gufudalssveit og Margrét Jónsdóttir
griðkona Andrésar. Þegar komið var
suður undir Snæfellsnes, skall skyndi-
lega á sunnan rokveður. Skip Andrésar
var hlaðið og illt að koma við seglum
fljótlega, enda tókst svo illa til, að það
fyllti og hvolfdi úr sér á svipstundu.
Bátverjar komust allir á kjöl í fyrstu,
en skipið veltist við hvað eftir annað
og drukknaði þá Karvel. Pétur Jónsson
bóndi í Skáleyum var þar ekki langt
frá á skipi sínu, er slysið vildi til hjá
Andrési. Hann ruddi þá óðar miklu af
farangri sínum fyrir borð, komst að
hrakningsmönnunum á skammri
stundu og gat bjargað þeim öllam
nema Karvel. Svo frækileg þótti mann-
björg þessi, að Pétur í Skáleyum var
sæmdur 16 dala verðlaunum fyrir hana,
en hásetar hans 12 dölum hver. (Barð-
strendingabók).
FRIÐRIK DANAPRINS
síðar Friðrik VII., kom hingað til
lands fyrir réttum 100 árum (1. sept.
1854). Hann þótti mjög alþýðlegur og
kynokaði sér ekki við að súpa á pela
hjá ferðamönnum, sem hann mætti á
leið sinni. Áður en hann færi norður,
smíðaði Teitur Finnbogason skeifur
undir hestana, og sat prinsinn löngum
í smiðjunni hjá honum á meðan. í
skilnaðarræðu sinni minntist hann þess
á viðkvæman hátt hvað íslendingar
hefði tekið vel á móti sér, og kvað þá
aila, æðri sem lægri, vera vini sina. -
En lítt nutu íslendingar þeirrar vin-
áttu er hann var kominn til valda, og
mun hann sáralítið hafa hugsað um
íslandsmál og ekki látið þau sig miklu
skifta. Þannig fór sú landkynning.