Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1954, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1954, Page 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 625 r f Arnarkló af fýsibelg reiða í þeim blauta, nýstungna klömbruhnausa (mýrárkékki) seni veggir voru hlaðnir úr. Þá má benda á, túnávinnsluverkfærin, taðkvíslar ' og þó einkum klárur voru hafðar til að berja — þ. e. mylja taðið og breiða á túnið, var það bæði seinlegt verk og erfitt. Rétt fyrir síðustu aldamót var svo taðkvörnin fundin upp til að, mala áburðinn og var honum svo dgeift út með trogi. Var þetta hin mesta framför frá klárunni — en samt getur maður varla varizt brosi nú, þegar þessi frumstæða vél er skoð- uð hér í safninu, og mgður um leíð minnist þeirrar tíðar, er hún var bóndanum svo mikill fengur, að helzt mætti líkja við, að honum nú bættist dráttarvél eða rafmagns- mótor — svo breytast tímarnir og viðhorfin á nokkrum áratugum. — Framan við taðkvörnina standa gamlir kláfar, sem áburðurinn vai reiddur í á túnið — berið það í huganum saman við flutningsbíla og áburðardreifara framfarabónd- ans nú. Meðíram vesturveggnum standa reiðingar með klyfberum og til- heyrandi gjörðum, þófar og hnakk- ar. — Reiðingarnir eru tveir, ann- ar melreiðingur, gerður úr meltág- um, en þeir þóttu beztir, hinn er torfreiðingur og þóttu þeir lakari; þó var reiðingsrista á jörð talin til hlunninda. — Þófarnir eru úr u!l og voru girtir á hesta með ham- ólum og gjörðum. Hafa þeir sjálf- sagt verið aðalreiðver fátækari al- þýðukvenna, því að gera má ráð fyrir, að hinir skrautlegu söðlar hafi verið of dýrir fyrir alþýðu- konur. Þófar voru mjög algengir langt fram á 19. öld, jafnvel fram undir aldamót. — Hnakkarnir, sem hér eru sýndir, eru allir frá 18. öld, og er enginn þeirra sérlega merki- legur eða skreyttur nema helzt einn, en glitofin áklæði og útsaum- aðar sessur, sem oft voru girt á hnakkana hafa bætt það upp; á veggnum sjást nokkur fallega glit- ofin áklæði. — Þar sést líka eitt „skafrak“ (schabrak) úr flaueli ng allt útsaumað, hinn mesti forláta- gripur, enda hafa naumast aðrir en skartsmenn og höfðingjar riðið með „skafrök11 við söðla sína. Á veggnum eru ennfremur svip- ur og beizli, reipishagldir, klyí- berasylgjur, eltiskinnsskjóður, sem menn oft reiddu nesti í á langferð- um, hornbrákir til að elta í skinn og sitt hvað fleira. — Tvö sýnipúlt standa við vegginn með ýmsum gömlum áhöldum, og fremst hanga nokkrar reizlur af ýmsum gerðum, og smiðjuhurð lítil frá Gullbringu í Svarfaðardal, en þar hafa smiðir búið á 19. öld; hafa þeir að líkind- um smíðað öll brennimörk fyrir sveitunga sína og auðsjáanlega prófað þau á hurðinni; er ekki ólík- legt að þar megi finna fangamörk flestra bænda í Svarfaðardal frá því tímabili. í norð-vesturhorni er komið fyrir smiðju; er það afl, smiðjubelgur, steðji og nóstokkar, höggnir úr steini, til að herða járnið í. Athygl- isvert er að handfangið í belgjar- stönginni er arnarkló, en sú trú mun hafa verið nokkuð útbreidd, að arnarkló varnaði húsbruna. Fremst við dyrnar hanga tvær gamlar axir, sennilega skógaraxir. Sú efri og fornlegri er úr Eyafirði og fylgir henni sú sögn, að með henni hafi bróðurmorðingjarnir, Kálfagerðisbræður, verið há’.s- höggnir 1752. (Sbr. sögu síra Jón- asar frá Hrafnagili um Kálfagerðis- bræður). ★ Á það skal bent, að gripirnir í neðri sölunum eru margir frem- ur nýlega komnir í safnið, og hafa fæstir þeirra verið hafðir til sýnis áður, og svo eru hér líka all- margir gripir úr safni hins mikla safnara, Andrésar Johnson í Hafn- arfirði, og eru þeir merktir með nafninu „Ásbúð“. — En safn And- résar „Ásbúðarsafnið“, er mikið og merkilegt, og verður ef til vill síð- ar ritað nokkuð um það .sérstak- lega. BLÆÖSPIN Það var ekki rétt í seinustu Lesbók að blæösp hefði fyrst fundizt á Aust- fjörðum. Árið 1904 tók Páll G. Jónsson í Garði í Fnjóskadal eftir því, að þar óx planta, um 800—1000 metra í vestur frá bænum, og var með öðrum hætti en aðrar plöntur þar í grennd. Að áliðnu sumri 1911 kom svo Stefán Kristjánsson skógarvörður á Vöglum, með kvisti af þessari plöntu til Stefáns Stefánssonar skólameistara á Akureyri, og kom þá í ljós að þetta var blæösp, hin fyrsta er fundizt hafði hér á landi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.