Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1955, Qupperneq 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
319
Norska ríkisstjórnin 1905: Fremri röð, talið frá vinstri: W. Olssön, S. Arctandcr,
Chr. Michelsen, J. Lövland, Gunnar Knudsen og A. H. Vinje. — Aftari röð:
H. Bothncr, E. Hagerup Bull, Kr. Lehmkuhl og Chr. Knudsen.
norska stjórn. Ástandið varð enn
ískyggilegra, er gripið var af hálfu
Svía til ráðstafana, sem gáfu í
skyn, að beitt yrði hernaðaraðgerð-
um til að leysa deiluna. Þegar svo
var komið, varð norska stórþingið
að láta undan síga. Afstaðan til
ræðismanna-málsins varð nú allt
önnur, er fallizt var á það af Noregs
hálfu að taka lausn málsins til með-
ferðar í samráði við Svía. Þetta var
bein eftirgjöf við þá síðarnefndu,
sem héldu því fram, að ræðismanns
þjónustan væri sambandsmál, sem
leysa yrði með samkomulagi beggja
aðila, þar sem hins vegar hið upp-
haflega norska sjónarmið var, að
málið væri skýlaust innbyrðis mál
Norðmanna. Frá 1895—1905 var
gerð hver tilraunin eftir aðra til að
reyna að finna lausn á hinu erfiða
vandamáli að koma á fót norsku
ræðismannskerfi innan sænsku ut-
anríkisþjónustunnar og undir henn
ar- yfirstjórn.
Samkomulag náðist um, að leysa
skyldi málið með „samhljóða lög-
um“, sem ekki væri hægt að breyta
án samþykkis ríkisvalds beggja
landanna. í nóvember 1904 var svo
langt komið, að báðar ríkisstjórn-
irnar höfðu gert uppkastið að hin-
um samhljóða lögum. Sænska upp-
kastið fól í sér nokkur ákvæði, sem
bentu til sænskra yfirráða, sem
þess vegna voru skoðuð frá hinu
norska sjónarmiði sem „yfirríkis-
ákvæði“. Þegar norska stjórnin
neitaði að fallast á þau og sú
sænska að breyta þeim, leiddi það
til endanlegra og ákveðinna lykta í
sáttaumleitunum í ræðismanna-
málinu. Umræðunum var formlega
slitið í ríkisráði sem skipað var
norskum og sænskum mönnum, í
Stokkhólmshöllinni, í febrúarmán-
uði árið 1905. Konungurinn lét
bóka óskir sínar um, að enginn
skoðanamunur á milli hinna
tveggja þjóða kæmi fram af hálfu
var óbein tjáning þess, sem nú
mátti búast við, að gerðist. Bæði
stjórnmálaleiðtogarnir og reyndar
öll alþýða Noregs var ákveðin í að
stíga nú síðasta skrefið. Og menn
voru staðráðnir í að lenda ekki í
sömu sporunum og 1895.
Eftir 1890 var tekið til við alls-
herjar vígbúnað í landinu, því að
menn voru á þeim buxunum að
láta hart mæta hörðu, ef Svíar
vildu ekki taka réttlætiskröfur
Norðmanna til greina. Norska Stór-
þingið hafði stigið óvænt og ákveð-
ið skref, einkum ef það er í huga
haft, að það hafði fyrir 1890 sam-
þykkt ályktun þess efnis að leggja
alþjóðadeilur í gerð. — Litið var
á vígbúnaðinn sem þjóðarnauðsyn
og til hans stofnað í því skyni að
tryggja sjálfsákvörðunarrétt þjóð-
arinnar.
Stjórnmálaástandið í Noregi í
byrjun árs 1905 var mótað af því,
að samningsviðræðurnar höfðu al-
gerlega farið út um þúfur. Hvernig
átti að leysa þetta erfiða vanda-
báðum áttum, en almenningsálitið
lá aftur á móti í augum uppi: menn
vildu halda viðræðum áfram á þeim
grundvelli, sem lagður hafði verið.
— í febrúarlok setti Stórþingið á
fót nýa nefnd sem í voru fulltrúar
frá öllum stjórnmálaflokkum lands-
ins, og skyldi hún fjalla um þetta
vandamál. Um sama leyti sendi
ríkisstjórnin lausnarbeiðni sína —
og sköpuðust þá skilyrði til að átta
sig aftur á stjórnmálastöðunni, leita
nýrra úrræða og vinna að fram-
tíðarlausn málsins. 11. marz var svo
ráðuneyti Christians Michelsens
myndað.
Norski hagfræðingurinn og sagn-
fræðingurinn Wilhelm Keilhau
hefur bent á, að 11. marz marki
straumhvörf í norskri sögu. Að
þeim tíma var sjálfstæðisbaráttan
í höndum allrar þjóðarinnar, ef svo
mætti að orði komast, þar lögðu
allir hönd á plóginn. En frá 11.
marz breyttist þetta að því leyti,
að nú komst málið að mestu leyti
í hendur eins manns, sem flestir
sjóarnir brotnuðu á. Harrn stóð þá
sambandsins sem slíks. Þessi ósk mál? Stjórnmálamennirnir voru á