Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1955, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1955, Page 4
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS f 320 alla af sér, enda fastur fyrir, — var leiðtoginn í orðsins fyllstu merk- ingu. Þetta var Christian Michel- sen. Christian Michelsen hafði að baki sér allmikla reynslu á stiórnmála- sviðinu, þegar honum féll það hlut- skipti í skaut að leiða þióð sína á þessum erfiðu tímum. Með nokkr- um sanni má segia, að hann hafi verið ný manngerð í stjóT-nmálalífi landsins. Hann var stórhuga út- gerðarmaður, lét ekki dægurþrasið og smámunina drepa úr sér allan kjark, — var alger andstæða bænda -þingmannanna, sem ráðið höfðu lögum og lofum á þinginu, varúðar- fullir og íhaldssamir. Hann hafði alla kosti leiðtogans til að bera og sýndi það eftirminnilega þann stutta tíma, sem hann stýrði þjóð- arskútunni. Stjórn Christians Michelsens og nefnd sú, sem Stórþingið kaus, gengu hreint til verks, og leið skammur tími, þar til samþykkt höfðu verið ný lög um sérstaka ræðismannsþjónustu Norðmanna. Lögin voru samþykkt í maímánuði og síðan send konungi til staðfest- ingar. En Óskar konungur neitaði að staðfesta lögin. Leit hann svo á, að útilokað væri að koma á fót sérstakri ræðismannsþjónustu fvrir Noreg, eins og málum var þá hátt- áð. Óttaðist konungur, að á eftir mundu fvlgja kröfur um sérstaka utanríkisþjónustu Norðmanna, sem hann var andvígur, enda hlaut það að verða fvrsta skrefið að aðskiln- aði landanna. Konungurinn vissi vel, að neitun hans mundi valda SDrengingu, en hann var ekki al- deilis á bví að kasta á glæ beirri ágætu ríkiasamsteypu, sem Berna- dotte-ættin hafði lagt grundvöll að og mótað. — Og nú fannst Michel- sen loksins komið tækifæri til að láta til skarar skríða. Stiórnin hafði sagt af sér og enginn Norðmaður vildi taka að sér að mynda nýa eða vera ábyrgur gerða konungs. Sam- kvæmt þessu gaf Michelsen út yfir- lýsingu í Stórþinginu 7. júní og forseti þingsins, Carl Berner, stakk upp á því, að þingheimur sam- þykkti eftirfarandi tillögu: ,.Þar sem meðlimir ríkisráðsins hafa lagt niður embætti og hans hátign, konungurinn, hefur lýst því yfir, að hann geti ekki komið á fót nýrri stjórn með þeim afleiðingum, að in þingbundna konungsstjórn er úr lagi gengin, — þá heimilar Stór- þingið ríkisráðinu að halda störf- um áfram á grundvelli norskra laga og réttar, en þó með þeim breyt- ingum á lögum landsins, sem af því leiðir, að sambandið við Sví- þjóð og sænskan konung er rofið af þeim sökum, að konungurinn hefur hætt að starfa sem konungur Noregs.“ Þessi tillaga var samþykkt í einu hljóði af þinginu og markaði hún ina sögulegu ákvörðun 7. dags júní- mánaðar 1905. Bak við þessa einföldu ákvörðun liggur í rauninni spánný þjóðrétt- artúlkun, sem verður að telja vafa- samt hvort átt hafi sér nokkra stoð í norskum stjórnarfarsrétti. En yfirlýsingin var, stjórnmála- lega séð, snilldarbragð. Hún batt endahnút á málið og hafði því djúp- tækar afleiðingar og lamaði jafn- framt mótstöðu andstæðinganna, sökum þess hve hún kom mjög á óvart. Um svipað leyti samþykkti Stór- þingið ávarp til konungsins, Óskars II. og var þar prins af Bernadotte- kyni boðið að setjast í hásæti Nor- egs, gegn því að hann léti eftir hinn sænska þegnrétt sinn. í ávarpinu er þess getið, að Noregur eigi enga ósk heitari en þá að fá að lifa í friði og samlyndi við hlið bræðra- þjóðarinnar sænsku, sem hafi gert vel við landið á liðnum árum. Bernadottetilboðið, eins og það var kallað, sætti miklum umræð- um, og hefur verið talið, að það hafi átt ríkan þátt í að lægja öld- urnar þjóðanna í millum og verið sett fram á hárréttum tíma. í því fólst, að ekki yrði snúið aftur frá þeirri ákvörðun, sem þegar hafði verið tekin. Stjórnarskránni yrði ekki breytt. Tilkynnt var jafn- framt, að 7. júní samþykktinni væri ekki beint gegn Bernadotte. Þessi tvö atriði höfðu mikla þýðingu, sérstaklega gagnvart stórveldum álfunnar. í Svíþjóð voru skoðanir manna skiptar um það, sem gerðist í Nor- egi 7. júní. Hjálmar Branting og sænsku sósíaldemokratarnir tóku málstað Norðmanna og buðu hina

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.