Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1955, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1955, Qupperneq 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 323 önnur hitunartæki til vara. En þó f hefur sólarhitinn sparað eldsneyti um helming í þeim sólarhúsum, sem reist hafa verið njrrzt í Banda- ríkjunum. Eldað við sólskin ÞÁ hafa menn fundið upp ráð til þess að elda við sólskin. Mun sú uppgötvun hafa afar mikla þýð- ingu fyrir fólk í hinum suðlægu löndum, eins og t. d. Indlandi, þar sem nóg er sólskin en sára lítið um eldsneyti. Eldavélin er ekki marg- brotin. Það er holspegill úr gljá- málmi, sem safnar sólargeislunum og kastar þeim frá sér sem brenni- gler á suðuílátið. Þessari elda- mennsku fylgir hvorki reykur né sót, og enginn eldur. Vélarnar eru mjög ódýrar, hafa verið seldar í Indlandi fyrir 80 rúpíur, en það samsvarar nokkuð á annað hundr- að króna íslenzkum. Stjörnustöðin á Wilson-fjalli í Kaliforníu, hefur látið gera miklu fullkomnari sólareldavél, þar sem hægt er að sjóða, baka og steikja samtímis. Fullnægir sú vél þörf- um meðal fjölskyldu. Bökunarofn- inn er svo haganlega útbúinn, að hann heldur á sér hita vikum sam- an og er því hægt að baka þótt sólar njóti ekki. Þessi sólar suðutæki hafa sína ókosti. Það er ekki hægt að nota þau á hvaða tíma sólarhrings sem er. Húsmóðirin verður að bíða eftir því að sól komist á loft, og svo verður hún að bíða nokkra stund eftir því að suðuplatan hitni. Ef hún ætlar að elda kvöldmat, verð- ur hún að hafa gert það tveimur stundum áður en sól gengur til viðar. Annars gengur eldamennsk- an ágætlega, nema svo illa takist til að ský dragi fyrir sól. Dr. Telkes hefur gert þær endur- bætur á þessari suðuvél, að hún getur haldið á sér hita nokkuð fram SUMRI FAGNAÐ Nú fögnum vér sumrí, og syngjum af raust og setjum á Alföður vonir og traust, biðjum að hann vili bæta vorn hag og blessa og vernda hvern einasta dag. Vér sjáum að lífsaflið leikur svo dátt og lífgar og vekur hinn græðandi mátt, þá lifna hin fjölmörgu litfögru blóm í loftinu heyrum vér dýrðlegan óm. Vér finnum að vorsólin færir oss þrótt og friðsæla indæla dagbjarta nótt og gleði í hjörtu sem sjúk eru og sár sólgeislinn vermir, og þerrar hvert tár. En hvað er að gerast, og hver stjórnar því? Hver lætur gróðurinn vaxa á ný? Hvaðan er lífsaflið komið til vor? Hver getur rakið þess margþættu spor? Vér vitum að skaparinn skapaði allt, hann skapaði sólir, so ei væri kalt. Og bauð þeim að senda út birtu og yl og blessaður lífgjafinn varð þannig til. Þótt skaparans almætti skynjum vér vart, vér skynjum að ýmist er dimmt eða bjart. Þá sumarið kemur, er sólin oss nær en sárkaldur vetur, er gengur hún fjær. Nú færir oss sólgeislinn fegurð og yl og fyrir hans tilverknað erum vér til. f honum þróast guðs eilífa náð, allt er hans vizku og kærleika háð. Á Ijósvakans öldum hann líður til vor ó lífgjafinn kæri, þín sjást ekki spor, en samt ert þú hjá oss ef samræmi er og sál vora þyrstir að vera með þér. Og sonur þinn mælir sín magnþrungnn orð og minnist þess þá er hann var hér á storð. Og læknaði sjúka og leiddi sinn her að lindum þess ríkis, er tilheyrir þér. Og enn vill hann hræra vor hjörtu af náð hans heilagi vilji er föðursins ráð. Hann blessar oss öll, ef vér hjóðum þér nú í bústaði hjartans, af heilagri trú. Hann býður oss frið sinn, og frelsandi náð, í föðursins hendi er allt yðar ráð. Þér megið þí treysta, að máttur hans býr í mannlegri sál hverri til hans er flýr. L. B. —---------------------------------—---------------------- Frh. á bls. 331. S

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.