Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1955, Síða 10
326
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
i
Leysingjaríkið Libería
VESTURSTRÖND Afríku,
milli Sierra Leoni og Fíla-
beinsstrandarinnar, er Svertingja-
lýðveldið Libería. Það er mjög
undarlegt land. Þar er hið ein-
kennilegasta sambland af frelsi og
þrældómi, auðlegð og örbirgð,
framförum og frumstæðum lifnað-
arháttum. „Frelsisástin bar osshing
að“, er kjörorð leysingjanna, sem
landið bvggja. En það er nú ekki
alveg rétt, því að stofnendur ríkis-
ins voru sendir þangað fyrir hér
um bil einni öld. Og þeir, sem
sendu þá, voru hinir svæsnustu
andstæðingar þess, að Svertingjar
hefði frelsi.
Levsingjarnir voru sendir frá
Ameríku og kostnaðinn við flutn-
ing þeirra til Afríku, báru að mestu
levti auðugir plantekrueigendur,
sem áður höfðu haldið menn þessa
sem þræla. En er Svertingjar fengu
frelsi eftir Þrælastríðið í Banda-
ríkjunum, álitu plantekrueigendur
að bezta ráðið væri að losna alger-
lega við þá, reka þá úr landi. En
þó ber þess að geta, að fjölda
margir aðrir menn, sem vorkenndu
Svertingjum, lögðu fram fé til þess
að þeir gæti komizt heim til sinna
upprunalegu átthaga, og reynt að
koma þar fótum undir sig sem
frjálsir menn.
Þrælahaldi og þrælasölu var svo
sem ekki lokið með Þrælastríðinu.
Þess vegna skeði sá einkennilegi
atburður, að þegar skin kom með
leysingja frá Bandaríkjunum og
verið var að setja þá á land í hinu
fyrirheitna landi þar sem nú stend-
ur höfuðborgin Monrovia, þá lá
annað skip litlu sunnar með strönd-
inni og var að taka farm af Svert-
ingjum, er flytjast skyldi sem þræl-
ar vestur um haf.
J^EYSINGJARNIR voru settir
á land á einum þremur stöðum
og stofnuðu nýbyggðir. Má það
jafnvel furðulegt heita, að þessum
landnemum skyldi takast að stofna
þar sitt eigið ríki. Staðhættir voru
þarna mjög ólíkir því, sem þeir
höfðu átt að venjast í Bandaríkj-
unum, landið hrjóstrugt og ein-
angrað og veðrátta öll önnur. Ým-
ist voru þar steikjandi hitar, eða
þá að rigndi svo ofsalega að allt
fór á flot og fyrstu húsin þeirra
sópuðust burtu. En þó 'var það
máske verst, að þe4r voru þarna
umkringdir fjandsamlegum kyn-
bræðrum sínum, er sátu um líf
þeirra og gerðu þeim allt til miska.
Til er saga um það, hvernig leys-
ingjarnir hafa borið sigur af hólmi
í stríðinu við þá, sem fyrir voru.
Gömul Svertingjakerling bjargaði
nýlendunni. Hún hellti eldinum úr
pípu sinni í kveikihol á fallbyssu
og við það rauk skotið af með svo
ógurlegum gný, að hinir innfæddu
Svertingjar hræddust, töldu þetta
galdramenn og þorðu ekki að eiga
meira við þá. Kerlingin hét Matilda
Newport og hún hefur orðið fræg
fyrir þetta. Dagurinn, sem þetta
skeði, er enn þjóðhátíðardagur þar
í landi og kallaður Matthildardag-
ur.
Libería fékk viðurkennt sjálf-
stæði sitt og landnemarnir urðu
sjálfir að koma á stjórnarskipan
hjá sér. Svipar stjórnarfari þar
mjög til þess, sem er í nýlendum
annars staðar. Afkomendur land-
nemanna búa í þorpum við strönd-
ina og hafa byggt sér þar nýtízku
hús mcð amerísku sniði. Þeir eru
allsráðandi í landinu. En þótt þeir
sé Svertingjar að uppruna, eru þeir
alls ólíkir frumbyggjunum þarna,
sem heima eiga inni í landinu. Þeir
eru taldir vera um IV2 milljón og
þeim er stjórnað eins og Svertingj-
um í nýlendum, þannig að þar eru
skipaðir héraðsstjórar, en höfð-
ingjar kynflokkanna eru látnir
ráða í orði kveðnu.
Afkomendur leysingjanna hafa
einir haft atkvæðisrétt við þing-
kosningar og þar hefur jafnan ráð-
ið sami stjórnmálaflokkurinn, sem
kallaður er „True Whigs“, og hann
kýs forseta landsins.
Hinn núverandi forseti heitir
Tubman 0g er mikils virtur í landi
sínu. Hann er gáfaður maður og
honum er vel ljóst hvað ýmsu er
þar ábótavant. Hann er nú að gera
ýmsar breytingar á stjórnarfyrir-
komulaginu. Hann hefur reynt að
afnema þann mismun, sem var á
forráðastéttinni, hinum svokölluðu
„amerísku leysingjum" og frum-
byggjunum, með því að afnema
þetta nafn og nú má enginn kallast
annað en Liberíumaður. Hann hef-
ur og í smáum stíl veitt frumbyggj-
unum meiri réttindi og komið því
til leiðar að þeir mega nú kjósa
nokkra fulltrúa á þing.
Hann hefur'og gert meira. Hann
sá að engar framfarir gátu orðið í
landinu, vegna þess að það skorti
fé til framkvæmda, og þess vegna
hefur hann veitt erlendu fjármagni
inn í landið. En menn greinir á
um hve heppilegt þetta hafi verið,
og sumir halda því fram að hið