Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1955, Síða 12
328
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
IMils Thedin:
ÖR TIL
MOSKVl
HÖFUNDUR þessarar greinar, Nils Thedin, er ritstjóri sænska sam-
vinnublaðsins „Vi“. — Hann var fulltrúi sænskra samvinnumanna á
„Centrosoyuz“-ráðstefnunni, sem haldin var í Moskva 1954. Eftir þá
för er greinin skrifuð, og tekin hér nokkuð stytt úr „East and West“.
TtfESTA athygli ferðamannsins,
er kemur til Moskvu í fyrsta
sinn, er hinn fátæklegi, sviplausi
og einhæfi klæðaburður fólksins.
En maður kemst fljótt að því
hvernig á þessu stendur. Maður
þarf ekki annað en líta á búðar-
gluggana og skoða verðmiðana.
Einir skór kosta 300—400 sænskar
krónur (900—1200 ísl. krónur),
regnfrakki 1500 sænskar krónur og
allt annað eftir því. Maður hættir
þá að undrast hvernig á því stend-
ur að fólkið er svo fátæklega til
fara. Kaupið er ámóta og í Svíþjóð,
svo að fólkið getur ekki leyft sér
að kaupa dýrar vörur. (Undantekn-
ing eru liðsforingjar, sem eru allir
glóandi af gullböndum og skraut-
legum heiðursmerkjum). Vegna
efnahagsins verður alþýðan að láta
sér nægja hið lélegasta og ódýr-
asta. Það var því eins og furðusjón
er hóp af kanadiskum ungmeyum
bar þar fyrir. Þær voru allar í lag-
legum fötum og snyrtilegar, hvar
sem á þær var htið. Það var engu
líkara en að skrautfuglahópur
hefði allt í einu tyllt sér meðal
grárra spóa.
Mig fýsti að vita hvernig þeim
mundi lítast á sig hér í Moskvu,
þar sem allt er svo frábrugðið því,
er þær hafa átt að venjast. Og
nokkrum dögum seinna hitti ég
þær á knattspyrnukappleik. Ég
spurði hvernig þeim líkari hér í
borginni.
„Það er dásamlegt, allt eins og
draumur“, sögðu þær.
„Hvað hafið þið séð?“ spurði ég.
„Neðanjarðarbrautina — hér inn
bil allar stöðvarnar — og Lenins
háskólann. Og nú erum við á leið
til Kremlin. Það er dásamlegt.”
Ég er ekkert hissa á því, að hóp-
ar, sem boðið er vegna „menning-
artengsla“ að heimsækja Rússland,
fái þetta álit á Moskvu. Þeim er
tekið eins og höfðingjum. Máske
er þeim fenginn samastaður í hinu
nýa „lúxushóteli“ Sovjetskaja, þar
sem eru marmarasúlur og marm-
arastigar, þar sem gengið er á dún-
mjúkum flosteppum og þar sem
eru nóg viðhafnarbaðherbergi.
Þetta eru gestir rússnesku stjórn-
arinnar og það er dekrað við þá
á alla lund. Þeir fá stimamjúka
leiðsögumenn, sem sjá um að þeir
fái að sjá allt. En því miður er
heimsóknartíminn jafnan svo
stuttur, að margt er óséð þegar
burtfararstundin kemur. Á stuttum
tíma er ekki hægt að sjá allt, enda
þótt þeyst sé með ferðalangana í
skrautlegum ZlS-bílum frá einum
stað til annars. Og allir þessir stað-
ir eru merkilegir. Hið sama verður
ekki sagt um þá staði, sem enginn
tími vinnst til að skoða.
CTÖÐVAR neðanjarðarbrautar-
innar eru öllum ferðamönnum
sýndar. Og þær eru í sannleika eins
og draumur. Engar tvær eru eins,
nema að því leyti, að ekkert hefir
verið til þeirra sparað. Þar er
bruðlað með marmara og rismynd-
tr, mosaik og líkneski. En þótt
þetta beri svip af fyrri alda óhófi,
þá er neðanjarðarbrautin nýtízku
meistaraverk. Hún er svo djúpt í
jörð, að sprengjur geta ekki grand-
að henni, en þó er þarna gott og
svalt andrúmsloft. Járnbrautirnar
eru hraðskreiðar og ferðast með
stuttu millibili. Þannig hafa fjar-
lægðirnar í þessari miklu borg ver-
ið sigraðar.
Háskóhnn nýi er einnig draumur.
Hann er 32 hæðir og hinn mikla
turn hans ber hátt við loft. Þarna
eru 18.000 stúdentar, sægur pró-
fessora og starfsmanna. Þarna ber
líka mikið á marmara og högg-
myndum. Þessi mikla bygging er
reist stjórninni til dýrðar.
Margir aðrir staðir eru merki-
legir og ZlS-bílarnir eru stöðugt
á þönum milli þeirra.
En hvernig líður fólkinu, sem á
heima í þessari borg? Hvernig eru
íbúðir þess? Það verður ekki séð
út um gluggana á hinum þeysandi
bílum, enda er það ekki til sýnis
fyrir ferðamenn.
£NGINN bannar ferðamanni að
ganga um borgina, þegar hann
hefir tíma til, en menn skyldu var-
ast að hafa myndavélar með sér.
Og um leið og komið er út úr aðal-
götunum blasir við manni ólík, og
hvergi nærri eins tilkomumikil
sjón. Hin gömlu borgarhverfi í
Moskva, þar sem meginhluti hinna
8 milljóna borgarbúa á heima, eru