Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1955, Qupperneq 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
331
— Lœrisveinar Zoroasters
Frh. af bls. 327.
alllangt frá borginni og að það stæði
í ljósum loga. Hann lagði óðar á stað
þangað, og honum tókst að ná í log-
andi bút af trénu og komast með hann
til borgarinnar. Þar hélt hann eldinum
við æði lengi með sandalviði, þangað
til hægt var að koma honum örugg-
lcga til Bombay.
Parsar telja að höfuðskepnurnar
jörð, eldur og vatn, sé allar ímynd
guðs, og þess vegna jarða þeir ekki
lík né smyrja þau. Þegar einhver deyr
safnast þeir saman til bænahalds hjá
eldi, sem kveiktur hefir verið á sandel-
viði. Meðal annara siða þá er sá, að
láta hund þefa þrisvar eða fjórum sinn-
um að andliti hins látna. Er sagt að
þetta sé gert til þess að fæla alla illa
anda frá honum. Síðan er farið með
likið i „Þagnarturninn“, sem sérstak-
lega er til þess ætlaður að lík sér
ílutt þangað. Þar er likið skilið eftir
allsnakið uppi á turninum, og eftir
stutta stund hafa hrægammar etið það
upp til agna, svo að ekkert er eftir
nema beinin. Vestrænum mönnum
þykir þetta ógeðslegur útfararsiður, en
f*arsar segja: „Þetta getur ekki verið
verra heldur en láta maðka í mold-
inni eta Iíkið“. Þeir trúa því að guð
hafi ætlað gömmunum þetta hlutverk,
og frá heilbrigðislegu sjónarmiði gefur
þetta líkbrennslu ekki eftir.
Ýmislegt í trú Parsa er samhljóða
kristnum kenningum. Þeir trúa á ó-
dauðleik sálarinnar, þeir trúa að til
sé himnaríki, helvíti, hreinsunareld-
ur og upprisa. Þeir trúa því að jörðin
hafi verið sköpuð á 365 dögum, en
sköpunin hafi farið fram í sex áföng-
um og alltaf liðið einn dagur á milli.
Það var hvíldardagur drottins. Til
himnarikis fara menn ef þeir ástunda
hér í lífi að vanda hugsanir sínar, orð
og verk. En þeir eru ekki eins og
aðrir trúflokkar að vilja útbreiða trú
sina. Enginn kemst inn í söfnuði þeirra
nema sá, sem er Parsi í báðar ættir.
Parsar klæðast flik sem nefnist
„sudra“. Er það nokkurs konar erma-
laus skyrta úr fínu efni, og er talin
heilagt fat. Um mittið hafa þeir band,
sem nefnist „kushti“, og er einnig
heilagt. Það er snúið saman úr 72
þráðum, og táknar hver þráður einn
kapitula í trúarbók þeirra, en í henni
eru 72 kapitular. Þegar börn eru tek-
in inn i söfnuðinn, eru þau kiædd í
KVÆÐI
TIL SIGURÐAR NORLANDS
Hér er fagurt til fjalla
og fjarsýni viðfeðm og rík.
Heill! séra Sigurður Norland,
þú situr í Hindisvik.
Víkin er lauguð í ljósi
og lognaidan hnígur við sand,
rísa boðar við „Fáskrúð", eu brinilar
bylta sér glaðir á land.
Æðurinn úar á sundum,
loftin óma af fuglanna klið.
Blása hvalir um Flóa, en bátar
berast um fiskisæl mið.
Sé eg i glitskýi glæstu
glampa frá komandi tið,
sé eg bólverk og borgir
og brosandi starfandi lýð.
Síldina sjómenn cnn veiða,
sjórinn er gullnáma rik.
Skín sói yfir borginni björtu,
og borgin er „Hindisvík".
SIGURÐUR DAVÍÐSSON
á Hvammstanga.
„sudra“ og „krushti" bundið um þau,
en þetta er ekki gert fyr en þau eru
6 ára og þriggja mánaða. Þetta fer
fram með mjög hátíðlegri athöfn og
fagnaði, og barninu eru gefnar stór-
gjafir.
Parsar eiga aðallega heim í Bombay,
og ber borgin merki dugnaðar þeirra
og menningar, því að þeir hafa reist
þar sjúkrahús, skóla, samkomuhús,
listasöfn, fátækraheimili og gert þar
stóra og skemmtilega garða fyrir al-
menning. í öðrum borgum Indlands
hefir verið heldur lítið um slíkar fram-
kvæmdir a..: að þessu.
— Notkun sólarhitans
Frh. af bls. 323.
yfir sólarlag. Þessi vél framleiðir
allt að 140 stiga hita þótt lofthiti
sé ekki nema rúm 20 stig. Er talið
að slík vél þurfi ekki að kosta nema
5 dollara og að markaður sc fyrir
100 milljónir þeirra í Indlandi.
Mn&'tM i"" ttaí'jy
Bifreiðar með sólarorku
ÞAÐ lætur dálítið ótrúlega í eyr-
um að hægt sé að knýa bifreiðar
áfram með sólarorku, en þó hafa
menn gert sér í hugarlund, að þetta
muni takast. Amerískur hugvits-
maður, sem H. E. McCoy heitir
hefur sagt, að þess muni ef til vill
ekki langt að bíða, að í staðinn
fyrir bensínstöðvar komi stöðvar,
sem afhenda bílunum geyma, ný-
lilaðna af sólarorku. Hann segir að
þetta sé ekki nein fjarstæða, menn
verði að haía í huga að á hverja
ekru í tcmpruðu beltunum faili á
einum degi sólarorka, er samsvari
orku 700 gallóna af bensíni, eða
nægilcg til þess að halda bil í gangi
allan ársins hring.
Hann hafði bráðókunna konu fýrir
sessunaut við veizluborðið. Vió borðs-
endann hóf maður glas sitt til þess að
skála við þau. Þá hvíslaði hann að
sessunaut sínum:
— Ég hef andstyggð á þessum manni.
— Mér þykir fyrir því, sagði hún, því
að þetta er maðurinn minn. — Þá leit
hann djúpt í augu hennar og mælti:
— Já, það er nú einmitt þess vegna.
★
Þessi saga stóð nylega í þýzku blaði:
Hákon Noregskonungur hefur þann
sið að ganga einn sér til skemmtunar
um götur höfuðborgarinnar. Einu sinni
var hann á gangi þar úti í garði og
rakst á tvær telpur, sem þekktu han.i
undir eins og heilsuðu með lotningu.
En þegar hann var genginn fram hja
þeim, sagði önnur:
— En hvað hann er orðinn gamail
og hrukkóttur.
Konungur sneri sér við og mælti:
— Það er satt, en hann heyrir vei
ennþá.