Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1955, Page 16
332
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Það undur gerðist austur í Holtahreppi á bænum Pulu, að ær ein bar lömbum með 9 daga millibili. Fyrst fæddist
eitt lamb 13. maí, siðan tvö 22. maí. Bóndinn á bænum taldi víst að lömbin væru undan sitt hvorum hrút.
Fjaorafok
frAfall
MAGNÚSS KETILSSONAR
Það var um vorið 1803 að Magnús
Ketilsson sýslumaður þingaði seinast í
Dölum. Þá bar svo til, að vinur hans,
Jón Egilsson á Vatnshomi, gekk inn
í þinghúsið, er þinginu var lokið, og
ritaði sýslumaður þar við borðið. Hann
mælti: „Ekki má ég svo burtu fara, að
ég fái ekki að kveðja sýslumanninn,
því það verður í seinasta sinni“. Magnús
leit snögglega upp, horfði á hann og
mælti: „Ekki deyið þér svo fljótt; þér
eigið víst eftir fjögur ár enn“. Kvödd-
ust þeir síðan, og þótti hvort tveggja
verða að sannmælum, því aldrei sáust
þeir eftir það. Jón dó 1807. Á heimleið
úr þingaferðinni datt Magnús af baki
á Skarðinu, komst siðan heim til sín,
var lasinn og lagðist þar eftir veikur
og lá í viku. Hann dó í Búðardal 19.
júlí og var þar grafinn innan kirkju.
(Úr fylgsnum fyrri aldar).
EINAR í KOLLAFJARÐARNESI
fæddist í Miðdalsgröf 9. júlí 1754 og
þar ólst hann upp til fullorðinsára.
Þegar hann þroskaðist, þótti hann hag-
sýnn og gefinn fyrir búsýslu. Varð
hann því önnur hönd móður sinnar við
búskapinn. Á yngri árum þráði Einar
mjög að sigla til annarra landa. Komst
það svo langt, að hann réð sér far á
útlendu skipi. En þegar hann var ferð-
búinn og ætlaði að stíga á bak hestl
sínum, sá hann móður sína gráta mjög.
Það þoldi hann ekki, hætti við ferðina
og fór aldrei. (Vestfirzkar sagnir).
HIN ÓÞEKKTA STÆRÐ
Svo segja fróðir menn, að stjörnu-
fræðingar finni stundum með athugun-
um á gangi himintungla og reikningi,
að til sé í nánd við þau ósýnilegur
hnöttur, sem áhrif hafi á göngu þeirra.
Á líkan hátt er því varið þegar mað-
urinn finnur guð. Hann finnur, að ein-
staklingslífið nær ekki fullu gildi, nema
í samfélagi við óþekkta stærð. Hann
finnur, að í því samfélagi verða allar
raunir léttari og að það er hið æðsta
hnoss, sem mannlífið hefur að bjóða.
Þessi óþekkta stærð er það, sem hann
kallar guð. (Sigurjón Friðjónsson).