Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1955, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1955, Blaðsíða 8
' 340 * LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Þetta er vatnið og nesið, þar sem Ólafur kongur helgi talaði við bræður sína. „þá er þær gengi til vatns, skyldu þær standa sem þykkst umhverfis vatnið.“ Konungurinn svarar: „bú stór viljið þið eiga; það er líkt feð- ur ykkrurn." Þá spurði konungur Harald: „hvað vildir þú flest eiga?“ Hann svarar: „húskarla,“ segir hann. Konungur mælti: „hve marga viltu þá eiga?“ „Það vildi eg að þeir æti að einu máli kýr Halfdanar bróður míns.“ Konung- ur hló að og mælti til Ástu: „hér muntu konung upp fæða, móðir.“ — Þetta varð sannmæli, því að drengur þessi varð seinna Harald- ur konungur er kallaður var hinn harðráði. Ásta móðir þeirra, hinn mikli kvenskörungur, var af ís- lenzkum ættum. Móðir hennar, Ulfhildur kona Guðbrands kúlu, var dóttir Þóru mosháls, en hún var dóttir Auðunar skökuls, sem Auðunarstaðir í Víðidal eru kennd- ir við. Ásta var og skyld Gretti Ásmundarsyni. Nú eru fleiri bæir en tíu þarna í nesinu þar sem Sig- urður sýr bjó. Nú var haldið til Krókkleifar, sem er neðan við vatnið. Er það gil mikið eða gljúfur, sem gengur í gegn um háan skógarás. Um þessa kleif var eitt sinn eini vegurinn t milli Vesturlands og Upplanda, og er enn kallaður konungsvegur. — , Upp á hálsinn, sem er um 200 \ metra hár, er lagður vírstrengur og ; er þar farið upp í opnum rafmagns- stólum. Þar uppi kvað vera ágætt útsýni af tveimur stöðum, sem nefnast „Kongens utsikt“ og „Dronningens utsikt“. Ég mátti ekki vera að því að fara þar upp, því að nú var liðið að kvöldLog ég þurfti að vera kominn til Óslóar fyrir vissan tíma. í Sundöya Fjord- restaurant, sem er þarna rétt hjá, og er fjölsóttur staður af ferða- mönnum og íbúum höfuðborgar- innar, rakst ég á tvo blaðamenn frá Ósló og buðu þeir mér í bíl með sér. Var nú farin ný leið og miklu tilkomumeiri en sú, er við höfðum farið um morguninn. Skógur skygg -ir að vísu oft á, en þess á milli var fögur útsýn yfir vötn og breið- ar byggðir og skógarása, en lengst í norðri bar fannhvít Norefjeldene við loft. Hús eru þar alls staðar inni í skóginum, sum suma|jbú- staðir, en sum verkamannabústað- ir, því að verkamenn í Ósló eiga sín eigin smáhús allt norður undir Hænufoss og fara á milli kvölds og morgna. Kaupa þeir sér mánaðar- farmiða með áætlunarbílum og kosta þeir 60 krónur. Margt var skrafað í bílnum, helzt um viðskifti íslendinga og Norð- manna að fornu og nýu, og málið. Annar blaðamaðurinn kvaðst hafa lært „gammelnorsk“ í skóla, og var helzt á honum að heyra að hann áliti það eitthvert sérstakt mál. Ég sagði honum að það væri sama málið, sem nú héti íslenzka. Og til sannindamerkis um það fór ég með vísuna, sem Vitgeir seið- maður á Hörðalandi kvað á dögum Haralds hárfagra: Það er vá lítil að vér síðim, karla börn og kerlinga, er Rögnvaldur síður j réttilbeini, hróðmögur Haralds á Haðalandi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.