Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1955, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1955, Page 3
** LESBÖK MORGUNBLAÐSINS saman, en oftast rignir aðeins stutt- an hluta dagsins og er sól og bjart á milli. Haustið er talið október og nóvember, þó að maður finni næst- um engan mismun. Nóvember er mánuður „typhoon“sins þ. e. a. s. þá geisa tíðir hvirfilvindar um öll Austurlönd. Þeir valda geisilegu tjóni og árlega ferst fjöldi manna af völdum hvirfilvindsins. Orðið Baguio þýðir „typhoon" á hinu filippinska máli. Kaldasti tími ársins er frá nóv- ember til miðs marz. Þó er jafn steikjandi heitt um tólfleytið á dag- inn, en á kvöldin og nóttunni getur orðið allt að -(-10° C, svo að við- brigðin eru mikil. Hér í Baguio er algengt að hafa arinn í húsum og það kemur sér vel þennan kaldari tíma ársins.-Vorið og sumarið er frá miðjmn marz og út júní. Þá er óhugnanlega heitt i Manila og niðri á iáglendinu. Hér uppi í háfjöllun- um verður aldrei mjög heitt, svo að hingað streymir ferðafólk í stór- um hópum til þess að sleppa við hita Iáglendisins lengri eða skemmri tíma. Mest ber á filipp- ínskum og amerískum milljóna- mæringum. Um uppmna mannsins Svo að ég víki aftur að broti úr filippínsku sköpunarsögunni, þá segir þar svo um uppruna manns- ins: „Fyrir langa löngu er fyrsta landið var til orðið rak stórt bamb- ustré á land á eyu nokkurri. Fugl sá, er flogið hafði yfir endalausu haftnu löngu áður en landið varð til, sveif nú niður og settist á bamb- usstófninn og pikkaði í hami með nefinu. Þá opnaðist bambusrörið og karl og kona stigu út. Þau hétu Lalake og Babae. Þau voru fyrstu mennirnir í heiminum og giftu þau sig og eignuðust f jölda barna. Börn- in voru þó, því miður, mjög löt, svo aö íaðman varð reiður og flengdi þau með vendi. Þá flýðu börnin að heiman, sum þeirra að- eins stuttan spöl, en önnur fóru langt, langt burt. Þau, sem urðu kyrr í landinu urðu Filippseyingar og höfðu brúnt hörund, eins og moldin var þar. Þau, sem flýðu til kaldra landa urðu hvítu mennirnir. Þau, sem fóru þangað er moldin var rauðleit, urðu rauði kynstofn- inn og að lokum þau, er komu til heitustu landanna, urðu svört og upphaf svarta kynstofnsins." Sköpunarsaga þessi er álfka sönn og aðrar sköpunarsögur. Markvert er þó, að hörundsliturinn virðist skipta miklu máli, því að með hon- um vilja Filippseyingar vísa hinn gullna meðalveg. Þeir hafa fagran brúnan hörundslit, ekki mikið dekkri en fallegur íslenzkur sól- bruni að sumarlagi. Eyabúar eru sér meðvitandi um þennan fallega hörundslit sinn og eiga sér skemmti -Iega sögu um hann: „Er guð skapaði fyrsta manninn mótaði hann hann í leir. Til að herða hann, setti hann manninn yfir eld, en Guð var svo ákafur að sjá, hvernig þetta sköpunarverk sitt yrði, að hann tók manninn allt of fljótt úr eldinum, svo að hann varð of Ijósleitur, næstum hvítur. Guð gerði þá annan og vildi nú ekki vera of fljótur á sér og beið og beið. Er hann loksins lyfti þess- um manni úr eldinum, var maður- inn svartur og brenndur. Guð gafst ekki upp að heldur, bjó til þriðja manninn með þeim ásetningi að gera nú fullkominn mann. Og' hon- um varð að vilja sínum í þetta sinn, því að maður þessi varð fallega brúnn, hann var aðeins heldur smávaxinn, því að Guð hafði svo lítið efni eftir.“ Margir ólíkir þjóðflokkar INIR fjölmörgu þjóðflokkar Fil- ippseya eru töluvert ólíkír að menn -rngu, siðum og tru. Algert trúírelsi 487 ríkir á eyunum, þó að katólsk trú sé í yfirgnæfandi meirihluta. Jafn- vel meðal frumstæðustu eyar- skeggja, sem þó margir hverjir halda sinni fornu skurðgoðatrú, eru til strangtrúaðir katólikar. Mayon, hið heilaga fjall Filipps- eya dreifði hvað eftir annaðösku og eldi í allar áttir, eftir,.að Spánverj- ar komu til eyanna. Spánverjar byggðu margar kirkjur, en hinir filippínsku guðir ollu jarðhræring- um, svo að þær hrundu til grunna. Filippseyingar hafa.verið kúgað- ir, bæði af hvítum mönnum og gulum. Þrátt fyrir það hittir maður enn fyrir ina smávöxnu, vingjarn- legu Filippseyinga, hvort .sem það nú er meðal borgarrústanna; á pálmavaxinni ströndu; í þéttvöxn- um skóginum eða á leirugri götu í einhverju af smáþorpum þeirra, meðal svartra svína og óhreinna hænsa. Þeir eru stöðugt viðbúnir að brosa breitt við aðkomumanni. Augu þeirra eru dökkbrún og hlý- leg og þeir eru frjálsmannlegir í viðmóti við Vesturiandabúa. Lífsskilyrðin eru oft erfiðleikum bundin hér suðurfrá, títt valda hitabeltissjúkdómar miklum kvöl- um og margir hafa lífsviðurværi af skomum skammti. Allur fjöldi eyarbúa lætur þó hverjum degi nægja sína þjáningu og hefir engar áhyggjur af morgundeginum. Fil- ippseyingum er meðfæddur þessi eiginleiki að taka lífið svo léttum tökum, því að tæplega hafa þeir lært það af hvitum mönnum, þó að spænska „manana“-trúin eigi ágæt- lega vel við eilíft sumar í lanch, þar sem bananar vaxa villtir næst- um á hverju strái. Annars er ekki mikið eftir af gamalli filippínskri merjhingu. Ey- arskeggjar hafa verið móttækilegir fyrir aðkomin ahrif. Spænsk menn- ing hefur fest dýpstar rætur, en norður-ameríkonsk menning er þó mest sýnileg á ytra borðinu. Kjarn-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.