Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1955, Síða 8
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
f 492
Þetfa gerðist í ágústmánuði
FORSETAHJÓNIN fóru í opin-
bera heimsókn um Borgar-
fjarðar og Mýra sýslur.
VEÐRÁTTA
Á suðvesturlandi voru stöðugir ó-
þurrkar allan þennan mánuð og
hvassviðri oft. En á norður og aust-
urlandi helzt hin sama blíðskapartíð,
sólskin og þurrkur. Þó var þar stund-
um allhvasst, svo að ekki gaf á sjó.
LANDBtJNAÐUR
Samkvæmt veðurskýrslum var úr-
koma alla daga júlímánaðar í Reykja-
vík, en að meðaltali rignir þar 13 daga
í þessum mánuði. Úrkoman mældist
91,8 mm. og hefir ekki orðið jafn
mikil síðan 1926. Hiti var og undir
meðallagi. En á Akureyri var meðal-
hiti mánaðarins 2,2 stig yfir meðallag,
og úrkoma 13,9 mm. undir meðallagi,
sem er 21,4 mm. — Þessar tölur sýna
nokkurn veginn þann mismun, er var
á tíðarfari norðaustanlands og suðvest-
anlands í þessum mánuði. Og svipað
hlutfall mun hafa orðið í ágústmán-
uði. Þá voru stöðugir óþurrkar fyrir
vestan línu, er draga mætti milli Mýr-
dalsjökuls og Holtavörðuheiðar, en
þar fyrir austan stöðugir þurrkar.
Hagnýting austan lands og norðan var
því in bezta, og segjast bændur þar
ekki muna jafn gott sumar. En sunn-
an lands og vestan höfðu sumir bændur
ekki náð nokkurri tuggu af þurru heyi í
hús í lok ágúst. Sú taða, sem ekki
var sett í súrhey, var að velkjast úti
og orðin lítils virði. Tún voru víða
orðin svo vatnsósa, að ekki var hægt
að fara með véltæki um þau. Hey-
turnarnir brugðust, því að heyið var
alltaf svo sligblautt, að ekki var hægt
að blása því upp í turnana. Hér á
ofan bættist það að miklir heyskaðar
urðu í Borgarfirði og austur á Rangár-
völlum, fauk í stórviðri, sem gerði inn
18. Þykja nú allar horfur á að bænd-
ur á óþurrkasvæðinu muni þurfa að
fækka sauðfé og gripum stórkostlega
í haust. Ýmsar ráðstafanir eru hafn-
ar af hálfu Búnaðarfélagsins til þess
að reyna að greiða eitthvað úr þess-
um vandræðum, og hefir það skorað
á yfirvöldin að láta ekki flytja neitt
út af síldarmjöli á þessu ári, heldur
nota það eingöngu sem fóðurbæti á
óþurrkasvæðinu. Þá hefir og Spari-
sjóður Akraness boðið bændum utan
Skarðsheiðar 300.000 kr. til þess að
kaupa heyforða úr öðrum landshlut-
um meðan tími er til. — Allar horfur
eru á því, að kartöfluuppskera muni
verða mjög rýr á óþurrkasvæðinu og
hefir mygla víða skemmt garða. —
Sumarslátrun dilka hófst í Reykjavík
í seinustu viku mánaðarins og hafði
800 verið slátrað um mánaðamót.
Reyndust þeir í meðallagi, þrátt fyrir
ótíðina.
ÚTGERÐIN
Kalla má að síldaraflinn fyrir Norð-
urlandi hafi brugðizt enn, tíunda árið
í röð. Nokkur skip hættu veiðum þeg-
ar er rúm vika var af mánuðinum, en
eftir það kom þó síldarhlaup við Aust-
urland. Fann varðskipið Ægir síld-
argöngu og veiddust þá 17.000 tunnur.
Alls varð síldaraflinn í salt 173.000
tunnur, en mjög lítið fór í. bræðslu.
Er þetta heldur meira síldarmagn en
í fyrra, en miklu verðmætara, vegna
þess að nú var miklu meira saltað en
þá. Öll skip voru hætt herpinótaveið-
um fyrir mánaðamót, en nokkur héldu
áfram reknetjaveiðum.
Síldar varð vart í Faxaflóa í önd-
verðum mánuðinum, en útgerðarmenn
treystust ekki til að stunda reknetja-
veiðar, nema því aðeins að þeir hefði
einhverja tryggingu, ef illa færi. Leit-
uðu þeir til ríkisstjórnarinnar og varð
Forsetar Norður-
landaráðs: Nils
Herlitz próf., Sig.
Bjarnason alþm.,
Nils Ilönsvald og
Erik Eriksen