Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1955, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1955, Page 10
" 494 " LESBÓK MORGUNBLAÐSTNS að keppa á inu svokallaða Hastings- móti í Englandi um áramótin, en þar keppa efnilegustu upprennandi skák- menn (23.) Knattspyrnuflokkur frá Bandaríkj- unum kom til Reykjavíkur og keppti í landsleik við íslendinga og tapaði með 3:2 (26.) Síðan keppti hann við Akurnesinga og úrval Reykjavíkur- liðanna, en tapaði báðum þeim leik- um. SLYSFARIK Eldur kom upp í bandarískri her- flugvél er hún lenti á Keflavíkurflug- velli. Flugvélin brann, en menn björguðust (3.) Tvær vöruflutningabifreiðar rákust á í Skutulsfirði og ónýttust báðar. Sjö bílaárekstrar urðu í Reykjavík sama daginn (10.) Franz Lindnes lenti í vél í trésmíða- stofu og missti framan af fjóriun fingrum (18.) Maður hvarf í Reykjavík, Magnús Ottósson, 45 ára að aldri (21.) Bílaárekstur í Reykjavík og fór annar bíllinn tvær veltur og stað- næmdist við húsvegg. Þar varð kona fyrir honum og meiddist. Hjón voru í bílnum og sakaði þau ekki (27.) Maður á reiðhjóli varð fyrir bíl 1 Keflavík og meiddist mikið (27.) Sex ára telpa varð fyrir bíl á Þing- eyri og beið bana (28.) MANNALÁT 2. Sigurður Magnússon skipstjóri, Reykjavík. 2, Garðar Árnason járnsmíðanemi, Reykjavík. Frú Maren I-árusdóttir, Rvík. 5. Kristján Símonarson stýrimaður, Reykjavík. 10. Frú Jóhanna G. Smith, Reykjavík. 11. Gísli Pálsson læknir, Reykjavík. 12. Frú Mekkín Jónsdóttir, Reykjavík. 13. Jónas Hieronymusson, Reykjavík. 14. Jónas Bergmann kaupmaður, Reykjavík. 14. Frú Sigrún Jörundsdóttir frá Hrísey. 14. Guðmundur Gíslason skólastjóri frá Reykjum. 16. Klemens Jónsson kennari, Skóg- tjörn á Álftanesi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.