Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1955, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1955, Blaðsíða 4
«•* * ég hefí til~rmnið. Viðurkenni ég nú og ætíð af innsta hjartans grunni, að ég hefi með þessu stór- kostlega syndgað gagnvart almátt- ugum guði, brotið vðar konunglegu Hátignar lög, vanhelgað það heil- aga og hávirðulega embætti, sem mér óverðugum var trúað fvrir og hneikslað söfnuðinn. Og þetta hefir steypt mér. og mínum niður í dýpstu eymd svo að það Veldur mér daglega hjartasorg, sálarkvöl- um og hryggð, að ég er tæplega með réttri rænu. Þess vegna fell ég í auðmýkt og grátandi beiskum tárum fram á fótskör yðar konunglegu Hátignar háa veldisstóls, allraundirgefnast biðjandi að yðar konunglegu Há- tign mætti þóknast með sinni há- loflegu meðaumkun og mildi að líta á þetta neyðarinnar ástand og allranáðarsamlegast að frelsa mig undan þeim falsaradómi og tilunnu líkamlegu refsingu, sem yfir mér vofir, sem sé að missa hönd og æru. En þótt eignir mínar hrökkvi ekki fyrir sektum, svo að ég ásamt aldraðri móður, sem kostað hefir nám mitt, og vesalli konu, sem hvorug á neina sök á ógæfu minni, eigi ekki annars úrkosta en ganga fyrir hvers manns dyr og biðja beininga, dirfist ég þó alls ekki, vegna óverðugleika míns, að fara fram á frekari uppreist hjá yðar konunglegu Hátign. Eg mun aftur á móti óaflátan- lega biðja hinn algóða guð, meðan mér endist líf, að hann launi yðar konunglegu Hátign þá konunglegu náð og sakaruppgjöf, sem ég allra- undirgefnast beiðist, með allri himneskri og jarðneskri blessun, svo að yðar konunglega Hátign og öll konungsættin megi njóta lang- varandi gæfu og gengis hér á jörð- inni og síðan öðlast óforgengilega heiðurs og dýrðarinnar kórónu í himnaríki, ,Þess óskar og biður óaflátanlega, svo lengi sem lifir, LESBÓK MORGUNBLAÐSINS yðar konunglegu Hátignar allra- náðugasta herra og erfðakonungs allraundirgefnasti og óverðugasti þegn.--------- Þess má geta hér, að Magnús Gíslason amtmaður hefir móttekið samtímis bæði lögþingsstefnu beiðnina og náðunarbeiðnina, því að hann skrifar á hvort tveggja í Viðey hinn 15. ágúst að þessi mál sé afgreidd frá sér. Hefir Þorgeir þá sjálfsagt verið þar og þeir báðir ráðgast um við Skúla fógeta, því að nauðsynlegt var að fresta fram- kvæmd dómsins þangað til svar væri komið frá konungi. Fyrirskip- aði Skúli því að málið skyldi koma aftur fyrir héraðsdóm. Var það svo tekið fyrir á Býar- skerjaþingi 22. ágúst af Þorsteini Hákonarsyni og 8 meðdómendum. Var þar lögð fram náðunarbeiðni Þorgeirs áskrifuð af amtmanni. Varð úrskurður dómenda þessi: — Þorgeir Markússon hefir játað fyrir rétti og meðgengið þann mis- verknað, sem hann er sigtaður fyr- ir, nefnilega að hafa forfalsað einn og uppdiktað annan kaupmanns- seðil á yfirstandandi sumri 1753, og þá til sinna gagnsmuna brúkað, fyrir hverja yfirsjón hann játar sig forbrotið hafa hönd, æru og búslóð. En sökum þess hann hefir hér fyrir réttinum framlagt gen- part af sinni allraundirdánugustu Supplique til hans Kgl. Maj. að fá allranáðugasta befríun frá for- þéntum dómi og straffi ____ þá er ekkert víðara af þessum rétti yfir Þorgeiri Markússyni statuerað þangað til hans Kgl. Maj. vilji og ráðstöfun um hans afdrif í þessu máli hér á landi á ný opinberast. En á meðan er svo vel hans per- sóna sem bú undir forsvaranlegri umsjón og varðhaldi sakafalls for- paktarans í Gullbringusýslu, vel- eðla hr. landfógeta Skúla Magnús- sonar..... Á sjálfan aðfangadag næstan hér á eftir náðaði konungur Þorgeir frá handar og ærumissi. IÐRUNARSÁLMUR Þorgeir iðraðist mjög verknaðar síns og hann lét sér ekki nægja að lítillækka sig sem allra mest fyrir konungi, heldur orkti hann nú langan iðrunarsálm, sem kall- aður var „Sjöstefjasálmur”, vegna þess að hann var í sjö flokkum. Um það segir séra Sig. B. Sivertsen: „Sjöstefjasálmurinn inniheldur eins syndugs manns iðran og aftur- hvarf, lýsir hans eigin viðurkenn- ingu fyrir guði, viðkvæmni og angri út af broti sínu. Hér að auki eru eftir hann „Iðrunarsaltari“ í 20 sálmum og „Huggunarsaltari**, báðir prentaðir á Hólum 1755 fyrir tilhlutan amtmannsins Magnúsar Gíslasonar, hverja hann (þ. e. Þor- geir) orkti árið eftir hann féll“. Þessir sálmar voru aftur prentaðir á Hólum árið 1775, en þá var Þor- geir látinn. Má á því sjá, að nokk- uð hefir þótt til þeirra koma. Til þess að gefa mönnum sýnis- hom af skáldskap Þorgeirs og hvernig honum hefir verið innan brjósts um þær mundir er hann sótti til konungs um náðun, skulu hér tekin nokkur erindi (þó ósam- stæð) úr Sjöstefjasálminum: Ó, guð og drottinn allsvaldandi! Ég kem nú til þín sárt harmandi synd mína, hver nú orðin er ofþung mikils til byrði mér. Aldrei skal ég af því láta auðmjúklega brot mín játa, því sá, sem lækning fús vill fá fyrst um sjúkdóminn kvarta má. En þó það afbrot yfirtekur, sem angur þetta hjá mér vekur, og allt hvað hlýt ég illt af því, er það mér huga frekast í. Sjá því, guð, hversu sárt ég harma og sundurbrotnum vængi barma: Af þvl að fitin föst er mín forsmán ég lið og s&ra pin.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.