Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1955, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1955, Blaðsíða 6
r SOð W|7 f- LESBÖK MORGUNBLAÐSIN9 séra Egill Eldjárnsson, sem áðnr var prestur að Mosfelli í Mosfells- sveit. Hann lét það ekki undir höf- uð leggjast að tryggja sér þetta prestakall, því að hann sótti um það daginn áður en prestadómur- inn dæmdi séra Þorgeir frá kjóli og kalli. Og þó er hitt máske ennbá undarlegra í augum núlifandi manna, að viku áður hafði Böðvar sonur Högna prestaföður á Breiða- bólstað í Fljótshlíð, sótt um Mos- fellsprestakall „ef það skyldi losna“. Þau Þorgeir og Guðrún kona hans eignuðust 4 börn. Tvö þeirra dóu í æsku, en dóttir, sem Guðrún hét, dó um tvítugt. Fjórða barttið var stúlka, sem Valgerður hét og komst upp. Giftist hún fyrst Sæ- mundi Bergþórssyni bónda á Rafn- kelsstöðum, en seinna Andrési bónda á Króki, sem var sonur séra Egils Eldjárnssonar. r SJÓHRAKNINGUR ÞORGEIRS Meðan Þorgeir bjó í Fuglavík stundaði hann útróðra jafnhliða búskapnum eins og aðrir bændur þar á nesinu, og var formaður sjálfur á báti sínum. Nú var það hinn 27. febrúar 1758 að 9 skip reru af Miðnesi og eitt úr Höfnum. Höfðu menn tekið eftir því að síli var komið í sjóinn, og þar sem veður var gott, hæg aust- anátt, voru mönnuð öll skip og voru liðléttingar á sumum. Skipin heldu öll út á djúpmið og fiskuðu sæmi- lega um daginn. En í þann mund er þau bjuggust að halda heim, brast á austan ofviðri með blind- hríð og áttu skipin í móti þessu veðri að sækja. Léttari skipin kom- ust eitthvað áleiðis, en ekkert þeirra náði þó landi um kvöldið. Hin þyngri skipin, sem ver voru mönnuð, réðu ekki við neitt og hrakti til hafs. Skifti það varla togum að skipin misstu sjónar hvert á öðru. Þorgeir var á sexæringi. Þeir börðu meðan til vannst, en svo kom að þeir réðu ekki við neitt og hrakti þá skipið undan sjó og vindi og vissu þeir ekki hvar þeir fóru. Tóku þeir það þá til bragðs að kasta öllum fiskinum útbyrðis, svo að skipið verði sig betur, og mun það hafa bjargað lífi þeirra. Um sömu mundir urðu þeir varir við annað skip í hríðinni, en ekki vissu þeir hvaða skip það var, enda hvarf það von bráðar út í dimm- viðrið og spurðist aldrei framar til þess. Veðrið var svo óskaplegt í landi, að engum manni var stætt úti og var búizt við því að öll skipin mundu farast, því að stórsjó gerði þegar í stað og ekki sá út úr aug- unum fyrir hríðinni. Það er af þeim Þorgeiri að segja að þá rak undan veðrinu og gátu ekki gert neitt nema að reyna að verjast áföllum. Gekk svo fram í myrkur. Þá var eins og veðrið esp- aðist enn og stærðust öldur mjög., Gengu þá holskeflurnar hvað eftir annað vfir skipið og varð alltaf að standa í austri. Um nóttina voru miklir hrævareldar á lofti og stóð þeim varla minni ógn af þeim heldur en veðrinu. Þegar leið á nóttina fóru menn að þjakast. All- ir voru holdvotir og vegna sjávar- seltunnar tók svo af þeim að þeir þoldu varle að hreyfa sig. En þegar þeir höfðu ekkert fyrir stafni, ætl- aði kuldinn að gera út af við þá. Enginn vænti sér lífs. Báðust þeir þá allir fyrir í sameiningu og við það varð þeim hughægra. Þegar leið á nóttina roíaði til og sá til tungls. Tók veðrið þá og að lægja og undir daginn lvgndi og létti til. Sáu þeir þá fjöll og gátu áttað sig hvar þeir voru komnir, og hafði þá ekki hrakið jafn langt og þeir hofðu búizt við. Voru nú sett upp segl og vildi þá svo vel til að vindstaða breyttist og kom á landnorðan gola, svo að þeir fengu leiði og náðu Gerðum í Garði um daginn nær dauða en lífi. Tvö önnur skip náðu og landi þar, en einn maður hafði króknað á öðru þeirra. Fjórða skipið náði að komast inn um Hamarssund, en á því hafði einnig látist einn mað- ur. Þessi skip, sem landi náðu, voru frá Flangastöðum, Sandgerði, Bý- arskerjum og Fuglavík. Til hinna skipanna 6 spurðist aldrei. Þau höfðu farizt úti á rúm- sjó og fórust þar 38 menn. Varð þetta því einn hinn mesti mann- skaðadagur á Suðurnesjum. Þorgeir orkti langt kvæði um þessa svaðilför og sorgaratburð og kallaði það „Hrakningasálm“. í honum er þessi vísa, sem margir gætu tekið sér í munn: Ég fel svo þinni ásjá enn sem hrekjast bylgjum hafsins á, Herra, kenn þú í brjóst um þá, hvort sem þú lætur líf eða deyð lyktun á gera þeirra neyð. alla guðhrædda fiskimenn, Þorgeir var hreppstjóri um nokkurt skeið meðan hann bjó í Fuglavík. En seinast var hann far- . inn að heilsu og andaðist aðeins 47 ára gamall. Banamein hans var talið „hálfvisnun“, en mundi nú líklega kallast mænuveiki. Ljóðmæli hans voru gefin út í Viðey 1841, í Kaupmannahöfn 1951 og í Reykjavík 1906. Auk þess eru kvæði eftir hann í handritum í Landsbókasafni. Lýkur svo hér frá honum að segja. A. ó. Frúin keypti sólskífu til þess að hafa í garðinum hjá sér. En henni líkaði ekki staðurinn þar sem sólskífan var sett fyrst og bað mann að flytja hana fyrir sig. — Hvar viijið þér þá hafa hana, frú? spurði hann. — Þarna beint undir ljóskerinu svo að við getum séð á hana þótt dimmt sé.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.