Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1955, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1955, Blaðsíða 7
~ LESBÓK MORGUNBLAÐSIN3 - ^snr 507 Dauðadóm TTJÁ þeim þjóðum, þar sem dauða- refsing er enn í lögum, fara aftök- ur fram með ýmsu móti. En mjög eru skiftar skoðanir um hvort þjóðfélagi sé samboðið að leggja á slíkar „refsingar", eins og glögglega hefur komið fram í Englandi nú fyrir skemmstu. Frumbyggjar Ástralíu hafa ráðið fram úr þessum vanda á annan hátt. Þeir kveða upp dauðacfóma, en laftökur fara ekki fram. Aftur á móti er hinum dauðadæmda talin trú um að hann hljóti að deya — og svo deyr hann. Það er sama hve hraustur hann er, um leið og hann heyrir dauðadóminn veikist hann skyndilega, mornar og þornar nokkra daga og deyr svo. Hvítir menn botna ekkert í þessu, og hvítir læknar, sem rannsakað hafa lík þeirra manna, sem þannig hafa dáið, geta ekki fundið neina dauðaorsök, hvorki veikindi né eitrun. Þeir hafa helzt komizt að þeirri niðurstöðu að mennimir deyi blátt ófram af ímyndaðri fullvissu um að þeir hljóti að deya. Venjulegast er dauðadómurinn kveð- inn upp á þann hátt, að „bent er með beini“. Þetta bein er í sjálfu sér ekki neinn merkisgripur. Það er sperrilegg- ur, annaðhvort úr kengúru eða manni, og yddur í annan enda. Stundum er mannshári vafið utan um hinn endann eins og handfangi. Yfir þessu beini gala menn galdra (þeir nota einmitt sögnina að gala), og síðan er því beint í áttina að þeim manni, sem dæmdur er. Gald- urinn hrífur óðar og maðurinn á sér ekki neinnar undankomu von. Blámennirnir áströlsku kveða ekki upp dauðadóma nema því aðeins að um alvarlegan glæp sé að ræða, eins og t. d. morð, kvennarán, saurgun helgi- staða og kukl. Mörgum kann nú að virðast undarlegt að kukli skuli refsað með galdri, og þarf það því útskýr- ingar. Blámenn þekkja ekki eðlilegan dauðdaga, heldur álíta þeir að það sé alltaf kukli að kenna þegar einhver deyr, og því verður að finna þann, sem að því er valdur og refsa honum. Þegar sök virðist nú sönnuð á ein- hvem, setjast öldungar kynflokksins á ráðstefnu. Þeir setjast í hvyrfing og ræða sök mannsins og fella því næst dóm. Ef um dauðadóm er að ræða, eru valdir þrír menn til þess að sjá um fullnægingu hans, svo að ábyrgðin hvíli á fleiri en einum. Hafi sökin verið morð, er bróðir hins myrta einn af þessum þremur. Er þá venjulegt að gala galdur yfir líkinu, taka úr því sperrilegginn og gala einnig sérstakan galdur yfir honum, Þegar beinið hefur nú verið þannig magnað, tekur einn þeirra beinið og bendir því í þá átt, er þeir halda að hinn seki sé, og svo eru þuldar særingar á þessa leið: „Rotni og grotni bein þín svo að þau verði að vatni og hverfi í sandinn og sól þín viti aldrei hvað um þig hefur orðið. Skinn þitt skorpni og eyðist eins og lauf í eldi og blóð þitt þorni upp eins og leirleðja í eldi.“ Það er ekki nauðsynlegt að hinn sak- felldi sé viðstaddur, þegar bent er á hann með beini. Einu sinni var dæmd- ur maður í 500 km fjarlægð þegar at- höfnin fór fram. Skömmu seinna frétti hann þetta, og það varð nóg til þess að hann sálaðist. Ekki eru það nema fáir hvítir menn, sem orðið hafa sjónarvottar að því hvernig hinum dæmdu verður við þeg- ar þeir heyra dauðadóminn. En einn maður hefur sagt svo frá: „Það var hörmuleg sjón að sjá vesalings mann- inn. Hann varð fyrst sem þrumu lost- inn og bar fyrir sig hendur eins og hann ætlaði að stiaka einhverju frá sér. Hann varð grár í framan og and- litið afskræmdist og einhver gljái kom á augun. Hann reyndi að æpa, en kom engu hljóði upp. Hann skalf og nötraði og froða vall fram úr vitum lians. Svð riðaði hann og fell meðvitundarlaus til jarðar. Þegar hann raknaði við, var eins og hann tæki út óbærilegar kvalir, því að hann engdist sundur og saman og stundi án aflóts. Daginn eftir voru k\nlimar horfnar, en þá fell hann i dá og á fimmta degi var hann dauður." Hægt er að bjarga mönnum, sem bent hefur verið á með beini, ef særingarnar eru afturkallaðar. Á búgarði nokkrum í Vestur-Ástralíu var blámaður, sem kallaður var Gilbey. Hann hafði konu sína þar hjá sér. Ein- hvern tíma hljópst hann á brott, eins og blámanna er siður. Skildi hann eftir öll föt sín og tók upp háttu hinna frum- stæðu meðbræðra sinna. f þessari ferð stal hann sér annarri konu. Hún var ung og uppáhaldskona eins af höfðingj- um blámanna. Hann kvaddi til ráð- stefnu og þar var Gilbey dæmdur til dauða og bent að honum með beini. Þegar Gilbey hafði fengið nóg af flakkinu, kom hann aftur til búgarðs- ins. Þar frétti hann um dauðadóminn, og veiktist þegar í stað. Ráðsmaðurinn vissi vel hvað hér var á seiði. Hann reyndi ekki að koma vitinu fyrir Gil- bey, því að það var þýðingarlaust, og jafn þýðingarlaust var að leita lælrnis. Ráðsmaðurinn setti hina stolnu konu á hest og þeysti svo með hana heim til hennar, og skilaði henni. Fekk hann svo öldungana til þess að koma saman á ráðstefnu og afturkalla dauðadóminn. Og þegar Gilbey frétti um þetta, batnaði honum skyndilega.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.