Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1955, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1955, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBL'ADSINS 503 hvemig hann skyldi með mál sitt fara. Fyrst er nú það, að séra Þorgeir skrifar amtmanni 9. ágúst og bið- ur um að mega stefna til lögþings Þorsteini Hákonarsyni, meðdóms- mönnum hans og Brynjólfi Sig- urðssyni sýslumanni fyrir það að hafa dæmt sig í ígjalds og tvígjalds bætur til Keflavíkurkaupmanns. Var honum leyft það og kora málið fyrir Alþingi næsta sumar. Kom Jón Árnason, sem þá var nýbak- aður sýslumaður Snæfellinga, þar . fram sem verjandi lögsagnarans og meðdómsmanna,, en Brynjólfur sýslumaður Sigurðsson kom þar fram fyrir sína hönd. Krafðist hann þess, að málinu væri vísað frá, vegna þess að höfuðaðili þess, Jo- hannes Haagen kaupmaður væri ekki stefndur. Út af þessu felldi lögmaður og meðdómendur þann úrskurð, að Brynjólfur væri aðeins þangað stefndur til þess að verja gerðir sínar sem sækjandi málsins í héraði, og skifti það engu máli þótt Haagen kaupmaður væri þar ekki nær staddur. Þá kröfðust þeir þess sýslu- mennirnir Jón og Brynjólfur, að sektirnar til kaupmanns væri þyngdar, eða að héraðsdómurinn yrði að minnsta kosti staðfestur. Meðal dómsmanna á Alþingi var Þorgrímur Sigurðsson sýslumaður Mýramanna. Hann var sonur Sig- urðar lögsagnara Sigurðssonar á Brjánslæk og bróðir Guðmundar sýslumanns, sem var á Ingjalds- hóli. En sonur Þorgríms sýslu- manns var séra Guðmundur Thor- grimsson á Lambastöðum. dóm- kirkjuprestur í Reykjavík. Það er sagt um Þorgrím sýslumann, að hann hafi verið dugandi maður, en grunaður um græzku. Hann tók nú til mals og benti á, að Byarskerja- dómur væri sjálfum sér ósam- hljóða. Hefði dómendur fyrst dæmt alía buslóð sera Þorgerrs undir konung, en síðan hefði þeir gert séra Þorgeiri að greiða Kefla- víkurkaupmanni háar skaðabætur. Gæti allir séð að ekki kæmi til mála að taka af því fé, er konungi hafði verið tildæmt og fá það kaup- manninum. Lögmaður fann og aðra skekkju í dóminum. Ekki mætti dæma í- gjald og tvígjald nema í stuldar- málum, og væri dómurinn því ó- löglegur að þessu leyti og yrði það ákvæði hans því að dæmast ógilt. NÁÐUNARBEIÐNI Nú er að segja frá þvi, að hiíin 11. ágúst 1753 skrifar séra Þorgeir konungi og biður hann að. náða sig, svo að hann missi ekki hönd sína og æru. Bréfið er á dönsku og svo hátíðlegt að ekki er gott að þýða það á íslenzku. Þ.ó skal þess freistað, bæði vegna þess að í því eru ýmsar upplýsingar og svo ,vita fæstir hvernig slíkar náðunar- beiðnir voru stílaðar:. — Eg undirritaður, Yðar kon- unglegu Hátignar allra undirgefn- asti, óverðugasti og stórlega nauð- staddur þegn, Þorgeir Markússon, sem seinustu sex árin hefi, með Herrans náðugri hjálp, verið þjón- andi prestur við Útskálaprestakall í Gullbringusýslu, kem nú beygður af smán og krýp að yðar konung- legu Hátignar háloflegrar náðar- tróni, harmandi og játandi það stóra afbrot, sem ég framdi hinn 2. júlí s. L af fullkominni glópsku, sem sé að stæla rithönd kaup- mannsins í Keflavík og gerast þannig falsari, og með því mdti að hafa fengið úr búðinni kaup- mannsvörur, sem metnar eru á 27 vættir 20 fiska, en fyrir þessa jrfir- sjón var ég þegar eftir dæmdur af hinum veraldlega rétti til ígjalds og tvígjalds bóta, sem sé 73 rdl, en fyrir þeim bótum hrekkur mitt fátaeka bú alls ekki. Siðan var ég hinn 7. þ. mán. dæmdur af hinnm Reykingar og krabbamein AMERÍSKA krabbameinsfélagið hefír nú um hálfs annars érs skeið haft eftirlit með 18.000 full- orðnum mönnum, sem reykja mikið. Niðurstöður þessara at- hugana eru nú þegar þær, að af þeim mönnum, sem reykja tvo pakka af sígarettum á dag eða meira, hafa 90 sinnum fleiri dáið heldur en meðal jafnaldra þeirra, j sem reykja ekki. Lungnakrabbi er þrisvar sinn- um tíðari hjá þeim, sem reykja tvo pakka af sígarettum á dag, heldur en hjá hinum, sem reykja einn pakka á dag eða minna Hlutfallið ' er hið sama, hvort heldur menn eiga heima i bórg, bæ eða sveit. Engar sannanir hafa fengizt | fyrir þvi, að vindlar valdi lutrgnakrabba. Pípureykingar geta valdið lungnakrabba, en langt um síður heldur en sígar- ettureykingar. Félagið segir, að aldrei sé of seint að hætta að reykja, Enda þótt menn hafi reykt lengi, geti þeir forðað sér frá því að fá lungnakrabba, ef þeir hætta að reykja. Vísindamenn við Sloan-Kett- ering Institute í New York hafa lýst yfir því, að krabbameinum í hálsi muni fækka um 80%, e£ allir hættu að reykja. Þeir benda einnig á, að áfengisneyzla auki mjög hættuna á krabbameini í hálsi. Á fundi berklavarnafélagsins ameríska (National Tuberculosis Association) lýsti dr. David H. ■Waterman frá Knoxville yfir.því, að læknar ætti að' harðbanna sjúklingum með „bronchitis" að reykja. kírkjulega rétti frá kalli og em bætti, og prestsetrið ásamt kirkju og öllum gripum af mér tekið. Og svo er ég þar að auki dæmdur til þess að missa mína hönd og æru og það lítið, sem eftir kynni að vera af búslóð minni þegar sakarkostnað- ur er greiddui’, ef yðar hátignar allrahæsta Náð kemur ekki .í yeg fyrtr þarra dóm og refsingu, sem

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.