Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1955, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1955, Blaðsíða 13
horfs eða eiginleika. Meðal þeirra eru menn eins og Melville, Hénry James, Yeats, Matthew Arnold, Voltaire, Freud, Ernst Toller og Edward Lear. Hefur hann ort mörg stórfengleg kvæði um þessa og aðra andlega forfeður sína. Rilke hefur haft mikil áhrif á skáldskap Audens, og grunntónninn í skáld- skap hins austurríska snillings var einmitt lofgerðin — „zu preisen“. Þá ber að nefna hinn norræna upp- runa Audens, því hans gætir mjög í ýmsum stílbrögðum hans. Hefur hann sótt innblástur í norrænan skáldskap, og mörg ljóð hans eru stuðluð að hætti íslenzkra ljóða. Það hefur verið sagt um Auden, að hann sé óstýrilátasta skáld þess- arar kjmslóðar, og má það til sanns vegar færa. Hann er Próteus, hinn síbreytilegi og óútreiknanlegi fjöl- listamaður, sem kann öll hlutverk og þekkir öll gervi. Hann hefur ásamt Spender veitt nýu lífi inn í enska Ijóðlist á svipaðan hátt og þeir félagar Wordsworth og Coler- idge gerðu í byrjun 19. aldar. Og ekki hefur Auden einskorðað sig við ljóðlistina. Hann hefur skrifað ferðabækur, leikrit, óperutexta og kvikmyndatexta. Eitt merkasta verk hans, „The Age of Anxiety“, sem hlaut Pulitzer-verðlaunin 1948, hefur um langt skeið verið einn vinsælasti ballettinn á leik- sviðum New York. Þessi síðast nefndi ljóðabálkur er gott dæmi um stílleikni Audens. Hann er skrifaður á hversdagsmáli stríðsár- anna, en hefur hið fasta form forn- norrænna kvæða og er stuðlaður samkvæmt s.tröngustu reglum. Auden er ennþá innan við fimm- tugsaldur, og á því að líkindum eftir að vinna mörg ný stórvirki. Hann er einn þeirra skapenda, sem sífellt leita á ný mið, reyna nýar leiðir, endurlífga og endurskapa. Hann hefur fremur flestum nú- tímaskáldum gert Ijóðlistina vin- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Hvers vegna þreytast menn? Tj^URÐU lítið hefur verið gert að því að rannsaka hvernig á því stendur að menn þreytast. Það er máske vegna þess að menn hafa alltaf haft svarið á reiðum hönd- um: Það er vegna þess að menn reyna of mikið á sig. En þetta er í rauninni ekkert svar. Það sem mestu máli skiftir er að fá að vita hvað gerist í lík- ama mannsins áður en þreytan yf- irbugar hann. Hefur orðið breyting á andardrætti, hjartaslögum, efn- unum í blóðinu, súrefnismagni loftsins? Eða hvað? Nú er verið að rannsaka þetta í tilraunastöð Du Pont Co í Banda- ríkjunum (Du Pont’s Haskell Laboratory for Toxicology and Industrial Medicine). Sá sem stjórn -ar þessum rannsóknum er eðlis- fræðingur, sem heitir Lucien Brouha Hann hefur látið svo um mælt: „Ökkur eðlisfræðingunum kem- ur ekki einu. sinni saman um hvernig á að skilgreina þreytu. Nú er um þrenns konar þreytu að ræða — líkamlega þreytu, andlega þreytu og þreytu taugakerfisins. Því miður getum vér ekki enn gert oss neina grein fyrir andlegri þreytu og taugaþreytu, en að vissu takmarki getum vér mælt hina lík- amlegu þreytu. sæla meðal almennings, án þess þó að slá nokkuð af ströngustu list- rænum kröfum. Hefur honum þar dugað bezt hin lygilega fjölhæfni hans, óskorað vald hans yfir enskri tungu í öllum hennar sundurleitu myndum, leikandi fyndni hans, og síðast en ekki sízt, skilningur hans og samúð með öllu, sem lifir og þjáist. Það er augljóst mál, að sá sem vinnur mikla erfiðisvinnu verður að eyða til hennar mikilli orku. Á hinn bóginn er mönnum það ekki ljóst, að skrifstofumaður, banka- gjaldkeri og húsmóðir verða að eyða mikilli orku í dagleg störf sín. Einhvern tíma kemur máske að því að vér getum mælt nákvæm- lega andlega þreytu og tauga- þreytu, en fyrst um sinn látum vér oss nægja að reyna að komast að því, hvað það er sem gerir menn uppgefna, og hvernig hægt er að bæta úr því. Orkunni í sjálfum þér má líkja við inneign í banka. Þú eykur þessa inneign þegar þú hvílist. En öll áreynsla er ávísun á þessa inn- eign. Ef þú ávísar meiru en þú leggur inn, þá er hætt við að svo fari að þú ávísir meiru en inneign nemur. Þegar svo er komið, ertu örmagna“. Til þess að rannsaka hvenær að því rekur að menn verða uppgefn- ir, er dr. Brouha nú að gera merki- legar tilraunir með áhald, sem fundið var upp af frönskum vél- fræðingi, er heitir Lucien Lauru. Ekki eru nema tvö slík áhöld til í heiminum, annað í Frakklandi, hitt í Bandaríkjunum. Þetta áhald vinn -ur það verk, sem fæstum hafði komið til hugar að hægt væri að vinna. Það mælir þá orku, sem menn leggja í vinnu sína. Um nokkurt skeið hefur verið til mælikvarði á „nytsama“ vinnu, sem menn afkasta. Það er þannig, að ef einhver lyftir t. d. 100 punda þungum bagga tvö fet og setur hann svo niður aftur, þá er talið að hann hafi afkastað 200 fet- punda nytsömu erfiði. En Brouha segir að þetta sé falskur reikning- ur, því að þar með sé ekki talin

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.