Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1956, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1956, Blaðsíða 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS KvæBi til Gísla Sveinssonar í Sitndfelli við sólarhlvju sumri fagnaöi, vori nýju rislnn úr vöggu vaskur sveinn. Lournar sungu, um tun og teiga tónaðl spóinn, þau iandið eiga: Vorfuglakliður, kátur hreinn. Þau sungu um lífið, sungu um frelsið, sungu i dauðann níðingshelsið. Örfáir muna þann yndisbrag. Þó er einn, sem því aldrei gleymir, hann allt það fegursta í minning geymir. Honum vér fögnum hér í dag. Og Ingólfshöfðann, útvörð næstan, og öræfajökul höfuðglæstan leit hann vaknandi vors og dags. Dýrðarsjón sú varð hans æskuyndl, hann elskaði land frá vogi að tindl og þjóð til fegursta frægðardags. Lögberg helga er ljóst í sögum, lögviti fegrað. og tignarbrögum skáldkónga fslands alla tið. Þar ótti gæfa Gísla að liggja, að greina frá lokum erlends tiggja, og völdin fengin landsins lýð. Þekktlst hann tlgn i þengils sölum og þar bar jafnan mjög af hölum tslendingurinn æðrusmár. Hann heflr borið hreinan skjöldlnn, honum þvi fagnar gervöll öldin — stendur landi til heiðurs hár. Island á marga óskasyni, ættjörðu trygga dáðavini, heilsteypta dyggða- og dánumenn, En alþjóð veit, ef að alhyggð kemstu, ávallt Gisli í Uði fremstu fríðu stóð — og stendur enn. Og ættslóðir munu muna lengi, er minnzt er á beztu þjóðardrengi, að Gísli var ei í svifum seinn. Vér biðjum að þiggi þakkir góðar þjóðar og gleðimál vinaóðar Skaftíellingurinn skír og hreinn. 8IG. AJINGRÍMSSON. fyrrv. sýslumanns, Alþingisforseta og sendiherra, flutt / 75 ára afmælishófi 10. des. 1955 u. Gætin þess saga getur: Glæstum og fjalla hæstum Öræfajökli eru ákveðtn mislvnd veður. Undir hans skjóli anda „óasar“ vaxnir grasi, birki, reyni og burknum, blástör og fífustráum. Bur i því skjóli borinn brosti við slikum kostum. Síðan, með helgum siðum sveitar, var Gísli heitinn. Öx upp, varð íturvaxinn ármaður frelsis-báru. Eldar og isafaldar örvuðu þrek við stðrfin. Ylhýra móðurmálið metið var ðUu betur; vegið og fellt og fágað, fléttað með röðun settri. Ræðuna lék með „láði“; lög sojóta hörð, en fðgur. Sefjaði — ekki svæfði — sveitir með hvössum skeytum. Ættjðrð var allur réttur unninn af hjartans grunnL Sótt var með sváfnis-háttum. Sigrað með andans vigri. — Heill stóð á Lðgbergs hellu halur af alþjóð valinn. Lýðveldi lýsti þjóðar. Lokið var þungu okL Vel er, þá ættlr ala eldbera lífsins veldi, dafnandl styrka stofna, starfandi spaka arfa. — Gneistl um heiðursgestinn goðmögnuð þökk, sem boðl heill yfir storfum hollum hetju, sem þjóðin metur! MAGNÚS JÓNSSON (frá Vík) m. t árroða ðags ungur varstu í flokki framherja. Hugar þíns fákl þú hleyptir glaður nóttlaus um dægur nýja vegi. Geystir gunnfáki fyrir góðu liðL Kvaðst darraðarljóð deigum mönnum. Mál þitt meitlað og mætti þrungið hvassara var hverju stáli. Liðu fram dagar og liðu nætur, leið ár af ári, unz islenzka ættmold alfrjálsa jörð lýstir þú Gísli af LögbergL Far svo hells hugar sem hingað til islenzki óskasonur. Með hreinan skjöld skyldi hver og einn ganga sem gerðir þú. JÓN PÁLSSON (frá Heiði)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.