Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1956, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1956, Blaðsíða 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS IV. L’ú ketr.^r rveipur í sögima, ein annalsgrein: „Það v. . uriarið 1604, að ein gift kona, Bothildur að nafni, hafði ferðast héðan (úr Álftafirði við Ísaíjarðardiúp) og vestur yfir heiði, í Önundarfjörð, með vetur- gamalt eða tvæveturt sveinbarn, sá eð Ketili hét (er síðar fékk viður- nefnið kallari). Og þegar móðirin vildi hafa hingað aftur ferðast (í Álftafjörðinn) með sinni ungri barnkind til sinnar sveitar, þá vissu það engir í Álftafirði. Þetta skeði um Maríumessu fyrri. Og nær hún kom aitur (til Álftafjarðar) hingað og fór heiðarskarðið, skellti yfir myrkraþoku, svo hún gekk og vilt- ist of mikið til hægri handar, allt þangað sem Valagil heita, hvar að eru miklir forvaðar, og með því að hún var bæði veik og mædd orðin, nam hún þar staðar fyrir Guðs anda áeggjan, hið næsta sem mátti þessum forvöðum, og af löngum burði sinnar barnkindar hafði henni þar í brjóst runnið og svo aldeilis út af sofnað í Herrans vald. Nú vissi enginn maður hvorki Önundarfjarðar né Álftafjarðar- hrepps af þessu tilfelli. Síðar í vikunni heyrðist barnsópið ofan til byggða, og ætluðu þeir menn, sem næstir bjuggu, að einhver sérdeil- is dýrshljóð vera mundu. Þetta bar til snemma í Ágústo. í þann tíma bjó séra Jón Grímsson á Svarfhóli í Álftafirði, sá eð var sóknarprest- ur Ögurs og Eyrar, og nær hann fékk þetta að spyrja, sendi hann með skrifaðan seðil út eftir sveit- inni heim á hvern bæ til hvers þú- andi manns og bónda, sem það ínnihald hafði, að hver þeirra kæmi með vopn í hendi heim á hans garð með hraðasta hætti, þá strax samdægurs, og þar samtaka gíMtjrrifí itálægð og með sínu ráði hverhíg þeir sér hegða skyldu í giéindú *efni, og gjörðist sú álykt- ^qúmhío. an, að menn skyldu uppleita með alvarlegasta hætti hvaðan þessi ýlfran vaeri og eymdarvein eður af hverri skepnu, Gengu þeir svo af stað frá prestsins garði (vel búnir að vopnum). Þá gengu allir skatt- bændur með þvískúfaða atgeira, sem hingað á umliðnu ári fyrir þetta fluttust til kaups eftir Kong- legri Majestets skikkan og befal- ingu (sem og eftir „Vopnadómi" Magnúsar sýslumanns prúða, kóngs umboðsmanns í Þorskafjarð- arþingi, gerðum að Tungu í Ör- lvgshöfn 12. október 1581). Og nær þeir komu í þann stað, sem konan lá önduð fyrir viku. eða /neir, og fundu barnið hjá henni enn þá lifandi, og konuna lítt skaddaða, (nema hvað barnið hafði nagað og brutt af henni brjóstin, því móðir- in hafði sín brjóst blottað fyrir sínu barni, áður en hún til eilífs lífs út af sofnaði), en varið líkið hröfnum er þar voru á vakki. — Þá hnykkti hverjum þeirra hér við, og þótti hryggileg aðkoma, en þeim manni eigi sízt, sem bóndi og ektamaður var nefndrar konu, Jón Eyvindarson að nafni.“ V. Það var þokan sem drap hana — þessi iðandi kristallakvika. Þokan ómar blíðlega í byrjun, áður en hún umhverfist; suðar hlióðlega, iðar amstrandi og í henni er sam- svari til söngva einhverra dular- fugla. Hún ymur eins og af léttu flýjandi fótataki. Hún dynur eins og undan ofhevm. Hún hrekkur, skelfist eins og af ímynduðu öskri einhverra villidýra og æðir veg- leysur eins og vitlaus. Hún mæðist og andar og dunar og stvnur eins og dæsing af fossins þunga falli og flaumi. og andgufa hennar þrýng- ist sem úðinn yfir dettunni. Svo streymir hún flaumósa og afmvnd- ar alla limi og liði, kveikir bál í gráum glyrnum; með blæstri í nös- Við um og með bólgu í kinniun kemur hún og með lafandi tungu líka og heldur heyrnarbág. Hún flýgur með höndum og æðir með fótum, skekur og hristir allan skrokkinn; víst er hún með fjöri, það flagð. Og enda þótt logn sé, læðist að baki hennar himinhár mökkur eins og á hausti þegar stórviðri geysar yfir æðandi úthaíL Þetta er þokan og þó er henni ekki nema að litlu lýst, því ef hún staðnar andartak, þá er hún sem litabytta í grárri geymd, sem orðin er að óskapnaði í útgáfu meistar- ans. Hún er eins og skógareldur, sem orðinn er kaldur áður en hann kviknar. Þvílík er þokan. Kattmjúk og vofulétt kemur hún inn á sjónarsviðið, læðist inn í ljós- hringinn og lokar honum. Síðan bugðast hún og ólgar, lyftist og lungar, eins og af ósýnilegri snert- ing, hörfar sem hrædd og hund- rekin í léttum sporum og bylgjandi sveigum, hleypur sem byssubrennd fyrir fjallsnefið og fossar flugvíð eins og grádimmt brim um breiðar víddir og ganar út í geiminn, unz æðið hefur náð hámarki og hún hnígur saman og verður að vessi, niðfögru streymi, er seytlar til sjávar eins og árveisan, ellegar hún verður að daggardropum, sem glitra á grjóti, eða sem skínandi demantar í blómbikurum böðuðum sól. — Þokan glettist við gamla og unga, afvegaleiðir suma, en deyðir ein- staka. Hún er í fyrstu sem ófagur ormur, tólffótungurinn, sem ýmist lúrir eða kvikar í moldinni og deyr, en rís upp aftur hamskiftur og fjör- meiri, endurfæddur í unaðslegum nýum líkama í öllum regnbogans og blómanna blessuðu litum — fiðrildið, er flýgur blóm af blómi. þetta VI. ár og sama surnar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.