Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1956, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1956, Blaðsíða 18
18 " LESBðK MORGUNBEAÐSINS HVIRFILBYLJIR Er hægt að stoðva þá? EFTIR RAYMOND SCHUESSLER rELLIBYLS var von suður í Karibahaíi, þar sem vér vor- um á litlum fiskibáti. Vér hröðuð- um ferðum sem mest vér máttum í áttina til Puerto Rico, og nöguð- um oss í handarbökin fyrir að hafa verið að slóra of lengi. Enginn mælti orð af vörum. Vór störðum út á blýgráan sjóinn, sem enn var rólegur og sólbakaður. Allt í einu var sem yfirborð sjáv- arins leystist upp í gufu undan brennandi hita sólarinnar. Vér sáum hvemig gufan þyrlaðíst í loft upp líkt og töfrareykur — straum- ur af heitu lofti, mettað gufu. Og svo myndaðist hver gufustrókur- inn af öðrum og þyrluðust upp í loftið. Þar runnu þeir svo saman í einn allsherjar mökk, og loftsogið varð svo mikið, að vér ætluðum varla að ná andanum. Og nú fór sjórinn að ólga og freyða. Vér hert- um á hreyflinum eins og hann þoldi og báðumst fyrir í hljóði. Nýir og nýir gufumekkir þyrluð- ust upp allt um kring og risu hærra og hærra, þar til þeir náðu á að gizka 30.000 feta hæð. Þar hafa þeir sennilega rekizt á kalt loftslag. Um leið og mekkimir ráku sig á kalda loftið, þéttist gufan í þeim og varð að steypiregni. Sem betur fór vorum vér að komast út úr þessu. Hér höfðum vér háð kappsiglingu um líf og dauða — og unnið. Eftir nokkrar klukkustundir var mökkurinn orðinn kolsvartur til- sýndar og hafði færst mjög í auk- ana. Náði hann nú yfir allt að 15 km breitt svæði, þyrlaðist og snerist. Aðdráttarafl jarðar hafði náð tök- um á honum og beindi honum norður á bóginn. Og um leið og hann fór að hreyfast óx hann gíf- urlega og hamfarirnar urðu tryll- ingslegar. Fyrsta verk vort var að senda símfregn um þetta til veðurstof- unnar í Miami. En hún hafði þá þegar fengið fréttina. Skip, sem þama voru á ferð fyrir nokkrum dögum, höfðu sent skýrslu um að þar væri óvenju djúp lægð. Og þá höfðu inar nafnkunnu „Fellibylja- flugvélar“ verið sendar á sfaðinn. Skip flýðu eins og þau gátu und- an hvirfilbylnum og af þeim slóð- um, þar sem hann hlaut að fara yfir. í landi negldu menn hlera fyrir glugga sína, og forðuðust að vera úti á götu. Það er ið eina, sem hægt er að gera til þess að verjast hvirfilbyljum. Það er ekki hægt að afstýra þeim. En með auk- inni þekkingu á eðli þeirra, er hægt að hafa þann viðbúnað er mjög dregur úr tjóni. Til þessara rann- sókna hafa menn nú ratsjár og flugvélar. ★ F R A M til ársins í fyrra höfðu menn haldið að hvirfilbyljir mógn- uðust aðeins meðan þeir væri yfir hafi, og mjög mundi draga úr mætti þeirra er þeir kæmi inn yfir land, því að þar bættist þeim ekki annað eins uppstreymi af heitu lofti og vætu eins og yfir hafinu. En þegar „Hazel“-hvirfilbylurinn skall á Toronto í fyrra, með íullum ofsa þótt hann hefði farið 800 km yfir land, þá kom annað hljóð í strokkinn. Þá lærðum vér nokkuð nýtt: veðurfar umhverfis hefur áhrif á hvirfilbyljina og ræður stefnu þeirra. Hvirfilbyljir fara venjulega með 25—40 km hraða yfir land. En ástæðan til þess að „Hazel“ hægði ekki á sér, var sú, að hann fór eftir lágþrýstisvæði, sem sogaði hann norður á bóginn með 80 km hraða. Þar er átt við hraðann áfram, en ekki hraða hvirfilvindsins í sjálfum skýstróknum. Veðurstofan vissi um djúpa lægð, sem nálgaðist strönd- ina úr vestri, en Hazel kom úr suðaustri. Var ómögulegt að sjá fyrir hvort lægðin og hvirfilbylur- inn mundu mætast. Nú er þess vandlega gætt hvemig veðurlag sé á þeim slóðum, er hvirfilbyljir nálgast. Það er aðeins eitt ráð til þess að fylgjast með hvirfilbyljtun: að láta flugvélar vera á sveimi þar sem þeir eiga upptök sín, en það er í Karibahafinu á tímabilinu frá júní og fram í nóvember. Þetta er hlut- verk „Fellibyls-flugvélanna“, og það er bæði erfitt og hættulegt.. Venjulega koma þó fyrstu til- kynningar frá skipum, sem eru á leið um Karibahafið. Þá er flug- vél óðar send á stað og hún til- kynnir stefnu og ofsa hvirfilbyls- ins. En til þess verður hún að fljúga inn í æðisgenginn skýstrokk- inn, þar sem sveipbylurinn fer stimdum með allt að 250 km hraða á klukkustund. „Það er skemmtilegt en hroll- vekjandi ævintýr,“ segir kapteinn Augsburger, foringi flugsveitar- innar. „Ið svonefnda „auga“ hvirf- ilbylsins á ekki sinn líka í víðri veröld Enginn maður getur gert sér neina hugmynd um það, nema hann sjái það sjálfur. Það er eins og að vera kominn inn í afarmikið hringsvið. Allt um kring er kol-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.