Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1956, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1956, Blaðsíða 1
1. tbl. XXXI. árg. Sigurbjörn Einarsson piófessor: ER BETLEHEM Á JÖRÐINNI? RÆÐU þessa flutti Sigurbjörn Einarsson prófessor í kapellu Háskól- ans á annan jóladag, og hefur hann góðfúslega leyft Lesbók Morgun- blaðsihs að birta hana. £R BETLEHEM á jörðinni, „ mamma?“ Svo spurði lítill snáði móður sína. Honum hafði skilizt, að Betlehem, borgin, sem nefnd er í jólaguðspjalli og sungið um í jólasálmum, væri í einhverj* um tengslum við himininn, en hann var ekki eins viss um sam- band hennar við jörðina. Mun ekki fleirum fara á líkan veg? Betlehem jólanna er sveipuð slikju, sem er ekki í ætt við þessa jörð, hún tilheyrir hillingaheimi, himnum barnslegra drauma. Þeg- ar þeir hrynja, eins og oss finnst þeir hljóti að gera, þegar barnið hækkar í lofti og vitið vex, þá verður ekkert eftir af Betlehem — nema auðvitað litla borgin í Palest- ínu, sem heitir þessu nafni enn í dag og ófriðsamar smáþjóðir aust- ur þar, Arabar og ísraelsmenn, eru að bítast um, til háska fyrir þann heimsfrið, sem ekki má tæpar standa. Þeir eru til, sem hugsa: Betle- hem jólanna hefur aldrei verið hér á jörð, og hún er ekki af neinum himneskum uppruna heldur. Þetta er allt gljámyndir, allt hvað með öðru, stjarnan, englarnir, glans- kort, sem barnsleg ímyndun eða óprúttnir andlegir spekúlantar hafa búið til. Engum dettur í hug að rökræða slíka skoðun og það á sjálfum jólum, en þeir sem í raun og veru trúa á tilvist slíks ímynd- unarafls, sem hafi verið svo vold- ugt, að það hafi skapað hin kristnu jól úr litlu eða engu, þeir menn trúa sannarlega á yfirnáttúrlega hluti. Hvað um það: Betlehem jólanna hefur nálgazt oss ennþá einu sinni, augu miljónanna hafa beinzt þang- að, orðin, sem hljómuðu fyrst a Betlehemsvöllum, hafa endurómað um allan heim og hvarvetna flutt með sér gleði, ljós og yl. Það hefur verið sagt og ritað svo margt fagurt um jólin. En eitt hið fegxirsta og minnisstæðasta, sem ég hef heyrt, var það, sem kona sagði, þegar hún lýsti fyrir mér jólum, sem hún hélt í skugga mestu sorgar. Þegar ég minntist á aðstæður hennar þá, Sigurbjörn Einarsson sagði ég eitthvað á þá leið, að þau jól hefðu vissulega verið henni dapurleg. „Já, að vísu er það satt,“ sagði hún, „en þó held ég að ég hafi aldrei fundið eins vel og þá, hvað jólin eru, ég hafði aldrei skil- ið eins vel og þá orðin: í myrkrum ljómar lífsins sól, og þá fyrst þreif- aði ég á því, að það er satt, sem segir í öðrum sálmi: Ó, þá náð að eiga Jesúm, einkavin í hverri þraut.“ Þannig getur bjarminn frá

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.