Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1956, Blaðsíða 10
2U6
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
þúsundir manna, og vegna þess hve
landrýmið er lítið, væri hér miklu
þéttbýlla en á sjálfri Formósu. Við
vildum kvnnast lifnaðarháttum
þessa fólks, fiskveiðum þess og
búnaðarháttum.
„Jæja.“ sagði hann, „en hér er
ekkert að sjá.
&£k£k
í MAKUNG eru 8000 íbúar Þar er
eina kvúkmyndahúsið á evunum.
Húsin eru traustlega bvggð úr
steinstevpu, múrsteinum eða kói-
allagrjóti.
Þ'egar út fyrir þorpið kom, vakti
það fyrst eftirtekt okkar að erfiðis-
vúnna virtist aðallega lenda á kven-
fólkinu. Þær voru alls staðar að
vinnu við garðræktun og að bera
vatn til vökvutnar. Þær eru flestar
í kiólnm með sterkum litum, en
hafa \Tafið akýlu eða blæu um and-
lit sér, til þess að verjast sjóseltu-
næðingnum og sólskininu.. Þær eru
einnig með smokka frá ulfliðum að
alnboga. og um fótleggina hafa þær
vefjur, og er þetta einnig gert til
skjóls fyrir sól og vindi. Fólkið
virðist mjög fátækt og verða að
vinna baki brotnu til þess að hafa
í sig og á. Jarðvegurinn er ófrjór
og þurr, og það verður að hlaða
mannhæðar háa garða umhverfis
akrana, til þess að skýla gróðrin-
um fvrir næðingunum Til jarð-
ræktar eru notuð in frumstæðustu
værkfæri. og mannsaflið er eina
orkan, sem notuð er. Börnin eru
látin vinna undir eins og nokkurt
gagn er að þeim. Skólar eru að vísu
þarna, en vhnnan gengur fvrir
námí.
Landþrengsli eru þarna mikil og
menn hafa ekki nema örlitla bletti
til umráða. En grafreitar eru þar
stórir og ná yfir allt að 10. hluta af
öllu bvggilegu landi. Jarðræktar
sérfræðingur nokkur komst að
þeirri niðurstöðu, að ekki gæti
fleiri en 6900 manns lifað á land-
búnaði þar, en nú er íbúafjöldinn
Á kinnung- bátsins er auga svo hann
rati rétta leið.
nær 12 sinnum meiri. Kvenfólkið
er í miklum meiri hluta á eyunum,
og vældur þar nokkru um að á
seinni árum hafa ungir menn farið
þaðan að leita sér fjár og frama.
Þrátt fyrir þetta fjölgar fólkinu,
og er það aðallega að þakka bættu
heilsufari, einkum að bólusóttinni
hefur verið útrýmt.
Þrátt, fyrir fátækt og erfiði er
fólkið glaðlynt. Unga fólkið er kátt
og kallast á spaugsyrði meðan það
er að vinna. Þarna er víða nokkurs
konar samvinna um ræktunina, að
minnsta kosti vinna stórar fjöl-
skvldur samar
Rafmagn er ekki nema í Makung,
og bess vegna fer fólkið snemma
að hátta, að ekkert er við að vera
á kvöldip. Samkvæmislíf mun vera
mjög fábrotið og hvert þorp er þar
út af fvrir sig. Þorpirn eru byggð
umhverfis opið svSeði og hjá íbúð-
arhú'-’ num eru hænsakofar og fjós,
því að nokkrir nautgripir eru á ey-
unum. Hæns og endur vaða inn í
íbúðarhúsin á snöpum eftir mol-
um, sem börnin missa niður, en
börnin virðast v’ora síetandi.
Vér fórum til eyanna Penghu og
Paisha. Fr unphlev>ptur vegur á
giöndum rnilli evanna. Á Paisha
voru þeir að halda uppskeruhátíð
í garði nokkrum. Þangað V’oru guð-
unum færðar fórnir, hrísgrjón,
flesk og fiskur. Prestur blessaði
þessar fórnir, en svo fóru konurn-
ar með allan matinn heim til sín
aftur!
Annars er það um trúarbrögðin
að segja, að þótt þarna sé nokkur
stór musteri, þar sem fólk kemur
saman við hátíðleg tækifæri, þá er
þarna ekki um nein sameiginleg
trúarbrögð að ræða. Menn hafa
sína eigin heimilisguði, er þeir
heita á, og stundum sameinast heil
þorp til þeirra áheita, og er þar
helzt um að ræða þá guði er. ráða
fyrir árferði og heilbrigði. Annars
dýrka menn forfeður sína, eins og
Kínværjar gera, og bera mikla virð-
ingu fyrir inum Öldruðu. í þorp-
unum eru það öldungarnir, sem
ráða öllu og allir leita til þeirra
um fræðslu og heilræði.
Þarna komum við einnig í stórt
fiskimannaþorp. Þar voru menn að
smíða stóran bát. Börnin eltu okkur
á röndum með miklum hrópum og
köllum. Frá þeirra sjónarmiði voru
þessir „útlendu djöflar" eins og
gestir frá öðrum heimi.
Morguninn eftir fórum við
snemma niður að höfninni í Mak-
ung til þess að horfa á fiskibátana
koma að landi. Þeir komu þar í
stórum hóp, litlir bátar, skrautlega
málaðir, með rauðum, bláum og
gulum litum. En á kinnunga þeirra
eru máluð stór augu, svo að þeir
sjái beztu leið þegar illt er í sjóinn,
og geti sneitt fram hjá skerjum og
blindboðum!
Skammt fyrir norðan eyarnar
mætast tveir straumar, annar hlýr
sunnan úr hafi, en hinn kaldur og
kemur að norðan. Þarna bregzt
aldrei veiði, og þar eru um 300