Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.1956, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.1956, Page 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 303 að hún skelldist aftur sjálfkrafa. Var sá útbúnaður þannig, að bandi var fest í dyraumbúning efst og náði það rúm- lega niður á miðja hurð að innan. Þar var í endann bundinn steinn, en bandið lék í grópi á hurðinni, Þegar nú hurðin var opnuð tók bandið í og drógst þá steinninn hærra og hærra, þar til hurð- in fell að vegg í göngunum. En þegar henni var sleppt, seig steinninn og við það skelldist hurðin að stafnum, og heyrði dynkinn inn í baðstofu í hvert sinn. Úr miðjum göngunum var gengið inn í eldhúsið. Voru dyrnar í gegn um þykkan vegg, hlaðinn innan úr grjóti og reft yfir. En eldhúsmegin var dyra- umbúningur, og var þar hurð, er halla mátti að staf þegar kalt var. í miklum frostum var þó oft kyrrt veður, svo að reykinn leiddi ekki út, heldur fyllti hann eldhúsið, Varð þé að hafa hurð- ina opna, svo að dragsúgur kæmi úr göngunum. Eldhúsið mun hafa verið 5 alnir á lengd og 3 alnir á breidd. Auðvitað var þar moldargólf. Var það orðið troðið og á því gólfskán, mismunandi þykk, svo að það var allt með bungum og dældum. Veggir voru hlaðnir úr grjóti að innan upp undir vegglægjur, en stafnar þar fyrir ofan úr torfi. Holur voru alls staðar milli steinanna, en ekki mjög djúpar, því að á bak við hleðsluna hafði verið íyllt með mold og náði hún fram á milli steinanna og skorðaði þá. Holurnar gátu verið nyt- samlegar þarna og í öðrum bæarhús- um. Þegar börn felldu mjólkurtennur, var sjálfsagt að stinga tönnunum í einhverja holu, svo að barnið skyldi verða langlíft; sumir sögðu að annars kæmi aldrei tönn í skarðið. I veggjar- holu skyldi einnig stinga smjörvölum og málbeinum úr kindum; ef málbeini var ekki stungið í vegg þar sem ómálga börn voru á bæ, fengu þau aldrei málið. En holurnar voru þó einnig til óþurft- ar, þvi að þar fengu mýs fylgsni og voru furðu fljótar að grafa sig inn í moldina á bak við og hreiðra þar um sig. Stoðir voru undir vegglægjum og bitar þar á milli, en upp af reistar sperrur og milli þeirra árefti, en tróð þar yfir og síðan torf, sem að mestu var vallgróið. Enginn gluggi var á eld- húsinu og kom birtan niður um stromp- inn, sem var heldur innar en á miðjum mæni. Var strompurinn víður og hlað- inn úr torfstreng, en negldur með tré- hælum, svo að hann skyldi ekki fjúka. „HÚSGÖGN“ í ELDHÚSINU Innst undir hliðarvegg voru hlóðirn- ar. Var þar fyrst hlaðinn grjótbálkur í horninu og á hann raðað stórum stein- um meðfram veggjum. En fram á bálk- inn lágu þrír heljarmiklir ferstrendir steinar og bil á milli, hæfilegt til þess að pottar gæti setið á steinunum. Þetta voru eldstæðin, eða hlóðirnar. Voru sjaldan notaðar til matseldar nema aðrar hlóðirnar, og var i þeim brennt sauðataði. Aldrei mátti eldurinn deya, og var hann því vandlega falinn á hverju kvöldi, á þann hátt, að taðflögu var stungið inn í glóðina, eldi skarað yfir og síðan ösku. Lifði þá í þessu fram á næsta morgun. En oft var erfitt að taka upp eldinn. í hin hlóðin var öskunni venjulega safnað og hún geymd þar þangað til allar glæður voru dauðar í henni. Þá var henni mokað upp í öskutrog og hún borin út. í horninu andspænis hlóðunum var ofurlítið borð, gert úr rekaviði og voru fæturnir reknir niður í moldargólfið, svo að það skyldi vera stöðugt, en einnig var það neglt við hornstoðina. Hjá því stóð lítiil þrífættur stóll, bak- laus. Dyrnar voru við stafn og gegnt þeim, aftan við hlóðin, var timburkassi á vegg og laus fjöl lögð yfir. Úr kassan- um var renna þvert í gegnum vegginn og út í hlandforina, sem þar var að húsabaki. Var hlandforin grafin í jörð og hringlaga, hlaðin upp með streng að innan og ekki ósvipuð súrheys- gryfju. Reft var yfir hana með sterkum viðum og þar ofan á stóð svo kamar- inn, eina timburhúsið á bænum. I rennuna í eldhúsinu var hellt öllu skolpi, og mikið af úrgangi einnig látið fara þar út, i forina. Væri rennan ekki vel byrgð, þótti koma frá henni óþægi- legur þefur. En hún þótti þó ið mesta þarfaþing, ekki síður en svelgirnir í ibúðarhúsum nú. Við hliðina á renn- unni stóð tunna og hlemmur yfir. í hana var safnað keitu, sem notuð var við ullarþvottinn á vorin. Vegna þess að hlóðirnar voru fer- kantaðar, fell potturinn ekki að þeim allt um kring, heldur voru tvö op með- fram honum innst, og voru það kölluð hlóðarvik. Þessi vik varð að byrgja, svo að hitinn í hlóðunum nýttist betur, og var venjulegt að stinga rökum torfu- sneplum í þau. En vegna þess að vikin voru byrgð, komst reykurinn aðeina fram úr hlóðunum og beint í fangið á þeim, sem eldamennskuna hafði á hendi. Undir hliðarvegg, rétt innan við dyrnar, stóð vatnstunnan. Hana skyldi fylla á hverjum morgni, en langt var til vatnsbóis og vatnsburður því erf- iður. ELDHÚSÁHÖLDIN Nú eru talin upp þau „húsgögn'* sem í eldhúsinu voru, og er þá næst að lýsa áhöldunum þar. Fyrst voru þá pottarnir, venjulega tveir og dálítill stærðarmunur á þeim. Stærri potturinn fell á hlóðirnar, en þann minni varð að skorða með stein- flögum við hlóðarsteininn. Þá var kaffi- ketill úr potti, allstór, en þó var ekki hægt að setja hann yfir eldinn öðru vísi en að stinga priki undir hödduna og láta enda þess hvíla á hlóðarstein- unum. Vildu þessi prik brenna sundur, þegar logana lagði upp með katlir.um, en aldrei var hór notaður. Þá var þar steikarpanna úr potti og á henni voru bakaðar iummur og pönnukökur, og stundum þykkar hveiti kökur. Svo var þar einnig járnhella, sem lögð var yfir hlóðirnar og á henni bakað flatbrauð. Var það kallað að hellubaka, og hellubakað brauð til að- greiningar frá því brauði, sem bakað var á glóð. Enn má nefna tvo járnkróka með þversköftum af tré. Voru þeir notaðir þegar taka skyldi ofan pottana. Var þá krókunum krækt í potteyrun og pott- arnir hafnir á loft og settir niður á gólf. Fyrir kom það, ef ekki þótti fyllilega soðið, að suðupottur var sett- ur ofan í kassa, sem fylltur var af moði allt um kring, og væri mikil vella á pottinum, kraumaði lengi í honum á eftir. Var þetta kallað moðsuða. Spar- aði hún nokkuð eldivið og veitti ekki af. Þessi moðkassi verður því að teljast með eldhúsáhöldum húsfreyunnar. Þá voru tvö trog. Annað var ætlað til þess að bera út í ösku og var kallað öskutrog. Hitt var brauðtrogið. í því var deigið hnoðað, hvort heldur skyldi baka flatbrauð eða pottbrauð. Þá var þar og hlemmur og brauðkefli. Þegar brauðdeigið hafði verið hnoðað eins vel og skyldi, var klipin úr því sneið, lögð á hlemminn og flött út með brauðkefl- inu. Við hlemminn hekk teinn i bandi og með honum voru kökurnar pikkað- ar, til þess að síður skyldi hlaupa upp á þeim blöðrur, þegar bakað var. Kök-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.