Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1956, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1956, Blaðsíða 2
630 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS samband ríkis og kirkju (prentað í Eimr. 2. hefti 1954). Verður hér þá fyrir að athuga: 1. Hvernig standa einstakir söfn- uðir í landinu nú orðið að vígi í þessu efni? 2. Hvernig fær almenningur vik- izt undir þetta, eins og nú hag- ar til? 3. Hvert er hlutverk sjálfs þjóð- félagsins, ríkisvaldsins, í þess- um málum, þegar þjóðkirkja landsins á í hlut? ÞAÐ HEFIR verið skilið svo og framkvæmt fram að síðustu tím- um, að söfnuður hver, áður fyrr prestur eða aðrir aðstandendur kirkju, eigi að sjá um sitt kirkju- hús, guðshús, ekki aðeins að heiðra það og halda því við, heldur einn- ig að byggja það upp. Og hefir svo að vísu verið mestmegnis frá önd- verðu hér á landi, bæði í kaþólsk- um sið — sem oft var þá auðveld- ara mál, því að þá áskotnaðist kirkjunum einatt fjárhagsleg eignastoð til uppihalds þeirra —, og í lúterskum sið, þótt við siða- skiptin væri kirkja landsins og hin einstöku kirkjuhús rúð og rupluð af völdum ríkisforsjár svo kallaðr- ar, er svældi jafnvel trúna undir sig, sér til framdráttar, en eigi kirkjunum, nema hvað molar skyldu hrjóta-til þeirra af borðum veraldarvalds, og þó eingöngu eft- ir þess góðþótta. Sjálfar kirkju- byggingarnar í þessu landi urðu líka tákn þessa ástands um alda- raðir, allajafna hörmungin ein, stimplaðar kotungsbrag lítilmagn- ans, með örfáum undantekningum. Með þessum hætti, en sannarlega af veikum mætti, tókst einstökum söfnuðum þó að halda uppi þessum húsum, sem báru nafnið kirkjur, en margar lögðust algert niður, er árnn liðu, dóu úr hor eða þóttu óþarfar; og öll bænhús um land- M þvcrt og endilangt, enda mun lúterskunni aldrei hafa verið mik- ið um þau gefið. En svo tók nokk- uð að lifna yfir, eftir því sem kom fram í nútímann, ekki sérstaklega kirkjulífinu, því að yfir því hefir seinlega lifnað í þessu landi, held- ur þjóðlífinu, með bættum úrræð- um og nýjum viðhorfum. Og blasti þá ástandið í þessum málum einn- ig við öllum þeim, er opin vildu hafa augun svo í andlegu sem verk- legu tilliti, svo að til alhliða þjóð- þrifa gæti miðað. En þá kom sá þröskuldur brátt í Ijós, að öll bein utgjöld og kostnaðarliðir við þess- ar athafnir jukust unnvörp- um og á síðkastið fyrir óáran í efnahagsmálum þjóðar- innar. Nú voru og gerðar hærri kröfur en áður í þessum efnum, og varð því af öllu saman allerfitt um vik fátækum og oftast fámenn- um söfnuðum, og nú bert orðið, að til hreinna vandræða horfir um að standast kostnaðinn við bygging kirkjuhúsa, hvar sem er á landinu, enda að sjálfsögðu ekki umtalsmál að reisa slík hús öðru vísi nú orðið en fullsæmandi sé kristinni menn- ingarþjóð. Og hvað hafa líka ein- stakir söfnuðir til þessa? Ekkert annað en hin svonefndu sóknar- gjöld, sem tekin eru af einstakling- um, en ekki efnum, og stoða lítt til stórræða með öðru, er við þarf, og gjaldgeta fólksins fer eðlilega minkandi yfirleitt vegna óskapa- álaga hins opinbera; einnig gjald- endum víða fækkandi, þeirra er nokkuð megna, vegna ýmislegra tilflutninga í þjóðfélaginu; tekjur ef til vill vaxa að upphæð, en rýrna að gildi, eins og kunnugt er. ÞAÐ SEGIR sig sjálft, þegar svo er farið um einstaka söfnuði, sem nú var lýst, að almenningur lands- manna yfirleitt *r þess ekki um- kominn að hlaupa hér undir bagga tíl nokkurrar hlítar, þótt nokkuð kunni að ávinnast með frjálsum framlögum meðal þeirra, er nokk- urn verulegan áhuga hafa á mál- efninu, sem nú er orðið næsta vafa- samt í heild og í einstökum atrið- um. Áheit, samskot, tillög, í einni eða annarri mynd, geta orðið til nokkurrar styrktar, oftast vita- skuld heldur smávægilegrar (þeg- ar litið er til höfuðatriðis) og þá helzt til sérstakra tilþrifa, sem ávallt er góðra gjalda vert, með því líka, að góður áhugi kemur þar fram, er eigi má vanta. Og ekki má gleyma því, að lagaskylda ligg- ur hér alls eigi fyrir almennt og margt annað kallar að, sem ó- vandabundnum almenningi þykir standa sér og sinni aðhlynningu nær. Félagssamtök og stofnanir, sem í raun réttri eru oftast ekkert annað en almenningurinn, þótt í öðru formi sé, eiga hér einnig óskil- ið mál, nema innan viðkomandi safnaða sé. Og jafnvel sveitar- stjórnir og bæjarstjórnir hafa að lögum öðru hlutverki að gegna, og það ærið margvíslegu, en að kosta kirkjubyggingar, þótt undantekn- ingar hafi gerzt í þessu vegna vel- vildar ráðamanna (sbr. nú í Reykjavík). Á þessum vettvangi má því bú- ast við, að öllu verði stillt í hóf í útlátum, og heldur ekki neinar sérstakar kröfur gerandi til slíkra aðila, þegar á hólminn er komið. ÞÁ ER ríkisvaldið sjálft, er óhjá- kvæmilega kemur og verður að koma til sögunnar, sem sé for- stjórn þjóðfélagsheildarinnar, en þetta er falið þeim stofnunum, er hér nefnast ríkisstjórn og Alþingi. Þar er valdið til þess að skipa þegn- unum lög og reglur, sem allir borg- arar eru undir gefnir, þar með ráð og heimild og vald til þess að leggja á alþjóð takmarkalaus gjöld, eftir því sem þurfa þykir hverju sinni til viðhalds þjóðfélagsbygg-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.