Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1956, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1956, Blaðsíða 6
034 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS fjallið Mauna Loa sem þarna var að verki á 16.000 feta dýpi, og með stöðugum gosum lyfti það landinu úr sjó, svo að nú eru hæstu tind- ar þess 13.600 fet. Flestar, ef ekki allar eyar í Kyrrahafi, hafa komið upp við eldsumbrot, og einnig Jólaeyan í Indlandshafi. Og jarð- fræðingar telja að í norðanverðu Atlantshafi muni um 60.000 fer- mílum lands hafa skotið upp við eldsumbrot. Og engin heimsálfa mundi vera neitt lík því sem hún er, ef jarðeldar hefði ekki verið þar að verki. Eldsumbrot hafa myndað langa fjallgarða, en þau hafa einnig myndað stórar hásléttur. Fljótandi hraun hafa 1 öndverðu myndað in- ar miklu sléttur Norður-Ameríku, Argentínu, Brazilíu og Suður Af- ríku. Það hafa einnig verið fljót- andi hraun sem í öndverðu mynd- uðu ina miklu Deccan hásléttu á Indlandi, þótt nú sé um 3 km. þykkt jarðlag ofan á hrauninu. Stundum hafa eldgosin stirðnað í kverkum fjallanna. Síðan hefir regn og veður sorfið burt hin linari jarðlög þar umhverfis, en eftir , steadur ið harða berg, „gostapp- in«“, og koma þar víða frara inar ' furðuleguatu myndir. Svo er um * Devils Tower í Wyoming, hliðið 1 hjá Hudson ánni, Giants Causway < í írlandi og Mánagígana í Idaho. ( í Þýzkalandi, Frakklandi og Eng- , landi úir og grúir af minjura um eldsumbrot. Á litlu svæði í Fife- héraði í Skotlandi, má enn sjá um 80 gíga. * Minni gaumur hefir verið gefinn að því, hvaða þýðingu eldfjöllin hafa haft fyrir jarvegsmyndanir. En in frjóvsömustu héruð jarðar- innar eru mynduð af lausum hraunum og eldfjallaösku. Svo er ura Guatemala, E1 Salvador, Java og Auvergne-héraðið í Frakk- landi. Upp úr iðrum jarðar hafa með hrauninu borizt ýmsir málmar, svo að þeir hafa orðið nærtækir fyrir mennina. Fyrir mörgum öldum náðu Indíánar sér í kopar í hraun- inu á Keweennaw-skaga. Þessa námu var fyrst farið að vinna með öflugum verkfærum árið 1844, en síðan hafa komið úr henni að minnsta kosti 4 milljónir smálesta af inum rauða málmi. Eldfjallið Popocateptl í Mexíkó er nær ein- gögnu hlaðið upp af brennisteini. Og víða eru ýmis önnur nytsöm efni hjá gosstöðvunum. Dýrmætast af öllu, sem eldfjöll- in framleiða, eru þó demantarnir, sem náttúran skapar á einhvern hátt. Áður en eldkvikan brýzt út, halda menn að hún sé sambland af málmgrýti og gasefnum í fljótandi ástandi vegna ins mikla þrýstings. Sumar af þessum sameindum ber- ast svo inn í föst berglög, setjast að í holum og verða að krystöllum. Enginn veit enn hvernig demant- ar myndast, en allar inar auðugu demantsnámur í Suður Afríku, eru 1 eldgömlum gígum. Þegar demant- ar finnast langt frá eldstöðvum, er það álit manna að ár, sem nú eru löngu horfnar, hafi skolað þeim þangað. Sennilegt er, þótt allt sé mjög á huldu með það, að vatns- eimur eigi mikinn þátt í myndun demanta. Ef vatn hitnar mikið undir þrýstingi, fær það ina furðu- legustu eiginleika, jafnvel í til- raunastöðvum. Það getur brætt málma við svo lágan hita, að hann mundi ekki hafa nein áhrif á þá undir beru lofti. Það getur breytt öðrum efnum í krystalla, enda þótt þau efni geti alls ekki breyzt í krystalla við hita einn saman. Vís- indamenn eru ekki sammála um hve mikið sé af vatni í iðrum jarð- ar, blandað saman við bráðið málmgrýti, og enginn veit hvernig vatn hefir getað komizt þangað. En hitt er víst, að vatn er eitt af aðal- efnunum í hverju eldgosi. Einu sinni opnaðist lítil sprunga í Etnu. Ekki kom hraungos né öskugos úr henni, heldur aðeins gufa. Þessu hélt áfram í hálfan mánuð og taldist mönnum þá svo til, að gufan sem þar leystist úr læðingi mundi samsvara 450 milljónum gallóna af vatni. Og í flestum gosum er vatnsefnið um 80% af öllum gosefnum þess. Fram að seinustu aldamótum heldu margir jarðfræðingar því fram, að vatn í eldgosum stafaði af því að sjór bærist um sprungur inn í hraunleðjuna. Þessi skoðun er nú úr sögunni og önnur enn furðu- legri komin í staðinn, sem sé að vatnið í gosunum sé eitt af frum- efnum þeim, sem jörðin er mynd- uð af og hafi geymst inni í henni. Margt bendir til að þetta geti verið rétt. Menn hafa komizt að því, að undir þungu fargi getur hraun drukkið í sig 9,5% af þunga sín- um af vatni. Þess vegna má ætla að ekki sé minna vatn í hraunkvik- unni neðanjarðar. Rannsóknir á nýustu eldgosum hafa og sýnt að þegar þrýstingnum er lokið, ólga vatns og gasgufur úr kvikunni líkt og gosdrykkir freyða þegar tappi er tekinn úr flösku. Og sumir jarð- eðlisfræðingar ganga nú svo langt, að þeir halda að allt vatn og sjór á jörðinni sé upprunalega komið úr gosefnum. Með eldgosum og frá gufuhver- um berst út í andrúmsloftið ó- grynni af alls konar efnum, sem eru lífinu á jörðinnni nauðsynleg, einkum jurtagróðri. Þá er og ótalið hver áhrif þetta hefir á veðurfarið. Goshverirnir í Yellowstone gefafrá sér þann hita, er nægja mundi til þess að bræða 94 milljónir smálesta af ísi á hverju ári. Um 20 aldir hafa eldgosin vald- ið mönnum meiri heilabrotura, en hægt er úr að leysa. Enginn veit enn hvaða öfl eru að vertei þegar eldgos hefjast, ná af hverju kem-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.