Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1956, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1956, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐS^NS BOOIUERAMG er einkennilegt vopn s / v .1 r \ HVENÆR sem minnst er á kast- fleininn, sem venjulega gengur undir nafninu „boomerang“, verð- ur manni hugsað til frumbyggja Ástralíu, því að mestar sögur fara af honum þar. Sagt er að nafnið sjálft sé komið úr þeirra máli og þýði vindur. En margar fleiri frumstæðar þjóðir hafa notað þetta vopn. Það er kunnugt að Hopi, Acoma og Zuni Indíánar, sem eiga heima í New Mexikó og Arizona, hafa notað þetta vopn frá alda öðli. MeJSal eins af þessum kyn- þáttum lifir sú þjóðsaga, að guð- imir hafi í upphafi gefið þeim fimm vopn til veiða, og eitt af þeim hafi verið inn krókbogni, fleinn. Og svo segja þeir að guðirnir hafi varað menn við að nota þetta vopn hvenær sem væri „vegna þess að því fylgdi svo mikill kraftur, að það gæti valdið slysi“. Þrátt fyrir það nota Indíánar þetta vopn enn í dag og ungir menn hafa sér til skemmtunar að skjóta kanínur með því, enda kalla þeir það „kanínu-flein“. Á mörgum öðrum stöðum í heiminum hefir vopn þetta verið notað í fyrndinni, svo sem á Ind- landi, Celebes, Borneo og í Eþíópíu. Gríski sagnfræðingurinn Strabo segir og að í Gallíu hafi menn notað þetta vopn til fuglaveiða. I Þebu hafa fundizt fornar myndir af vopninu og það var notað í Egyptalandi allt fram að þessari öld. En svo virðist sem Ástralíu- menn einir hafi komizt upp á að gera vopnið svo úr garði, að það kæmi aftur sjálfkrafa til þess er kastaði, líkt og Gusisnautar í sögu Örvar Odds. Menn heldu lengi vel að þetta gæti ekki verið einleikið. í kunnri alfræðibók stendur: „All- ar tilraunir inna færustu manna að búa til boomerang, hafa farið út um þúfur“. Og. enn í dag eru þeir margir, sem ekki skilja hvernig á því stendur að boomerang kemur aftur sjálfkrafa til þess er kastaði. Er þetta þá eitthvert galdra- vopn? Fjarri fer því. Það eru ekki gemingar sem valda því, að vopn- ið skilar sér aftur, heldur einföld náttúrulögmál, annars vegar ið sama og „gyroscope“ byggist á, og hins vegar það afl sem fram kem- ur þegar loft leikur um kúptan hlut. Hvort tveggja þetta er nú al- kunna, enda geta jafnvel „gerfi- smiðir“ búið sér til boomerang. Boomerang eða „kiley“, sem Ástralíumenn kalla hann líka, er venjulega 2—4 fet á lengd og beygður í miðju, þannig að hann myndar 90—120 gráða horn. Af honum eru tvær gerðir, önnur sem skilar sér ekki og notuð er til að veiða dýr eða til bardaga. Sú teg- undin, sem skilar sér, er líkt og vængur á flugvél. En hin tegundin er kúpt beggja vegna, og ekki jafn mikið bogin. Boomerang snýst á fluginu og ef teikna ætti braut hans gegnum loftið yrði hún líkust röndinni á uppspenntri regnhlíf, eða þá þeirri línu, sem viss staður á hjóli mynd- ar, þegar það snýst. Aðalstefnan er bein, en skotfleinninn snýst á f Flugi kastfleinsins hefir verið likt við snúning bílhjóls. Efri hluti fleinsins hreyfist miklu hraðar en neðri hlut- inn, alveg eins og yfirborð hjólsins fer stærri sveig heldur en hjólnöfin. Með þessu móti ýtir loftið undir flein- inn um leið og hann sveiflast áfram. Ef rétt hlutfall er milli sveifluhraðans og þess hvemig loftið ýtir undir, þá mun fleinninn skila sér aftur, og við það er ekkert yfirnáttúrlegt. henni. Þar er líkingin við „gyro- scope“. Efri endinn á fleininum fer alltaf lengri leið en sá neðri við hvern snúning, og þar sem önnur hliðin er flöt en hin kúpt, þá myndast við þetta loftstraumur, sem fleygir honum áfram. Þetta lögmál skildu ekki þeir, sem fundu skotfleininn upp, og þess vegna var ekkert undarlegt þótt þeir heldu að hann væri gæddur yfir- náttúrlegum eiginleikum, og væri frá guðunum kominn. Stríðsfleinninn er venjulega miklu stærri en hinn og þar sem hann er kúptur beggja megin, ýtir loftið ekki undir hann. En sterkur maður getur kastað þessum fleini 180 metra og hæfir hann mark með ógurlegu afli. Kanínufleinar Hopi Indíána eru þó litlir og á sumum þeirra er eins og handfang til þess að betra sé að kasta þeim. Þeir skila sér ekki aftur. Flestir þessir skotfleinar eru gerðir úr tré, en þó hafa verið notuð önnur smíðarefni. í sunnan verðu Indlandi voru t. d. notaðir litlir fleinar úr stáli og eins og hnífur. Það er sagt að þessir flein- ar skili sér, en það er fremur ótrú-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.