Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1956, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1956, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 637 Borgarrústirnar í Mohenjo-daro. byggingarefni duga þar ágætlega. En þar sem votviðrasamt er, verð- ur það mjög gagnslítið, því að þá bleytir úrkoman leirinn svo að kof- arnir grotna niður og alltaf verð- ur að byggja að nýu. Nú er það svo, að á þessum slóðum er ekkert grjót, annars væri það gott bygg- ingarefni. Þess vegna hafa menn orðið að byggja úr brendum leiri. Og tígulsteinamenn þeirra ♦tíma hafa sýnilega kunnað vel til verka. Eftir 5000 ár eru tígulsteinarnir enn algjörlega óskemmdir og svo góðir að líka þeirra er varla unnt að finna í Indlandi nú á dögum. -----o---- Áður en lengra er haldið er rétt að geta þess, að í Mohenjo-daro hafa menn ekki fundið aðeins eina borg, heldur sjö borgir, sem reistar hafa verið hver á annarar rústum. Yíirborð Indus-fljótsins hefir hækkað mjög síðan elzta borgin var byggð. Hefir það sennilega flætt inn í borgina, svo að íbúarnir hafa orðið að yfirgefa hana. En þá hafa hús og götur fyllzt af sandi og veggir hrunið. Mennirnir hafa sjálfsagt einnig hjálpað til að afmá rústirnar, til þess að geta reist þar nýa borg, hús og götur á grunni innar gömlu. Þetta hefir og glöggt komið í ljós við uppgröftinn, að gömlu húsin hafa verið notuð sem undirstöður að þeim nýu. Þó hefir verið mjög erfitt um rannsókn á elztu mannvirkjunum, því að djúpt er á þeim, að þar hefir kom- ið upp svo mikið vatn, að menn hafa verið í vandræðum að koma því frá sér. Þegar farið er um rústir þessar- ar fornu borgar, hlýtur mann að reka í rogastanz að sjá hvað sú þjóð, sem þar bjó, hefir verið kom- in á hátt menningarstig. Sýnilega hefir borgarstæðið allt verið skipu- lagt áður en byrjað var að byggja. Það sést á því, að allar götur eru þráðbeinar. Allar liggja þær eftir höfuðáttum, suður og norður, aust- ur og vestur og sker hver aðra alveg hornrétt. í seinni borgunum hefir vandvirknin ekki verið jafn mikil, því að þar eru hlykkjóttar götur og jafnvel útbyggingar fram í göturnar, en slíkt sést ekki í elztu borginni. Allt er þar einnig vandaðra en í yngri borgunum hefir verið, og bendir það á' hnignandi menningu. í elztu borginni er byggingarefni betra en í hinum, og húsin öll vandaðri. Verkfæri og skraut ber þar einnig af því, sem seinna hefir verið. Þetta ber vott um versnandi efnahag er tímar liðu og þar af leiðandi afturför. En þrátt fyrir það hefir Mohenjo-daro verið merkileg borg um langan aldur. Um miðja elztu borgina liggur 10 metra breið gata og hefir nú þegar verið grafin upp 2 km. lang- ur hluti af henni. Aðrar helztu götur hafa verið 6 metra breiðar, en hliðargötur venjulega 3—4 metra breiðar. Húsin hafa langflest verið tvílyft, og oftast nær hafa verið 5 herbergi í hverju þeirra. Það er athyglisvert hve mikill þrifnaður hefir verið þama. T. d. hafa menn fundið stóra „sund- laug“, en ekki hefir fengizt úr því skorið, hvort hún hafi verið til afnota fyrir almenning, eða hún hefir staðið í sambandi við helgi- athafnir. En í hverju húsi er að minnsta kosti eitt baðherbergi. Úti í húsgörðum hafa verið brunnar, og frá þeim hafa legið lokræsi inn r baðherbergin. Þó er ekki brunn- ur við hvert hús, en á torgum eru stórir brunnar fyrir almenning. Brunnar þessir eru upphlaðnir, og í múrnum umhverfis þá eru stall- ar eða skot, sem munu hafa verið til þess að konur gæti sett þar vatnsílát sín meðan þær biðu þess að komast að við brunninn. Það er talið svo sem sjálfsagt, að á þeim dögum hafi það komið í hlut kvennanna að bera vatn, alveg eins og er siður í Indlandi enn í dag. Merkilegt er frárennsliskerfi borgarinnar. Allt vatn sem niður fór hjá almenningsbrunnum, svo og allt það vatn, er heimili urðu að losa sig við, heíir verið iátið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.