Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1956, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1956, Blaðsíða 11
39 ’-BÓK MORGUNBLAÐSINS SMÁSAGAN VELKOMINN! ÞAÐ byrjaði með því, að þjónustu- skeyti kom til símstoðvarinnar í Öl- bjerg: — Eftir tilmælum hirðmarskálksins tilkynnist að hraðlestin staðnæmist í Ölbjerg kl. 3 á morgun. Símamaðurinn var ekki lengi að skilja hvað þetta þýddi. Konungurinn ætlaði að heimsækja Ölbjerg. Hvílík frétt! Símskeytið var að vísu ekki ætlað til birtingar, en þetta var svo merki- legt að símamaðurinn gat ekki á sér setið að segja frá því í veitingahúsinu, þegar hann kom þangað til þess að eta kvöldmat. Veitingamanni brá s vo við þessa stórfrétt, að hann hrækti tóbakstugg- unni út úr sér beint á gólfiö. Og svo 'oöivaði hann sér upp á, að þetta skyldi sannarlega verða merkilegasti við- burðurinn í allri sögu Ölbjergs. Að minnsta kosti höfðu ’þar ekki skeð slík stórtíðindi síðan Andrés sífulli varð vitlaus, gekk berserksgang og hótaði að skjóta bæargjaldkerann, og lauk með því að Andrés var tekinn fastur og ser'’" • rr’-’eitt í drykkju- mannahæ1:, : •' "!di afvatn- ast. En nú : . •, er gera mundi ölbjc j : svipstundu. Um nokkrar km.í-;usiundir mundi þorpið verða misdepill alls ríkisins. Útvarpið mundi flytja frásagnir um það, og öll blöðin mundu skrifa um það — konungsheimsóknina í Öi- bjerg! Og veitingamaður sagði að það hefði sannarlega verið kominn tími til þess, að þeir háu herrar teldi það tímabært að konungur kæmi þangað í heimsókn. Staðurinn átti það skilið. ölbjerg var sannarlega fyrirmyndar þorp! Fregnin um konungsheimsóknina fór eins og eldur í sinu um allt þorp- ið. Veitingamaðurinn sagði kaupfé- lagsstjóranum frá því, og þegar þetta var kunnugt orðið í öllum helztu menningarstofnunum þorpsins, veit- ingahúsinu, búðinni og símstöðinni, þá gat ekki liðið á löngu að fréttin bær- ist í hvern krók og kima í þorpinu. Og innan stundar vissu allir stórtið- indin: Kóngurinn kemur á morgun! Um kvöldið komu helztu menn þorpsins saman í veitingahúsinu, því að nú varð að ráða ráðum sinum. Hans hátign konungurinn átti það skilið að þeir tæki virðulega á móti honum. Margir tóku til máls. Umræður urðu mjög fjörugar. Og að lokum urðu menn sammála um hátíðahöldin. Allt helzta fólk þorpsins skyldi taka á móti konungi á jámbrautarstöðinni, með hljómsveit þorpsins, Sören spilara og þrjá menn hans í broddi fylkingar. Þegar lestin renndi inn á stöðina, skyldi hljómsveitin leika konungs- marsinn, og síðan skyldi oddvitinn ganga fram og halda ræðu og bjóða hans hátign velkominn. Enginn er víst svo skyni skroppinn að halda að odd- vitinn hafi vonað að fá heiðursmerki fyrir það. Alls ekki. Þegar móttökuathöfninni væri lokið, skyldi konungur setjast upp í bíl odd- vitans og aka með honum um skreytta götuna, þar sem fánar smullu i golunni og veifur blöktu, alveg eins og þegar landbúnaðarsýningin var þar hérna um órið. Svo skyldi ekið til veitinga- hússins og þar sezt að veizlu, og lagði veitingamaður sérstaklega mikla á- herzlu á þetta atriði. Og það skyldi nú verða veizla í lagi, samboðin hin- um göfuga gesti og til sóma fyrir mót- tökunefndina og þorpið. Fundinum lauk og menn voru eins og á nálum út af öllu því, sem átti að ske daginn eftir. Oddvitinn flýtti sér heim til þess að taka saman ræðuna, aðrir ruku til að skreyta götuna og járnbrautarstöðina, og kona veitinga- mannsins hóf þegar undirbúning að veizlunni. Svo rann morgundagurinn upp og sólin skein á svo skrautlegan bæ, að hann var óþekkjanlegur. Allt var sóp- að og fágað, fánar út úr hverjum glugga og meðfram götunni stóðu fána- stengur í röðum og veifur á böndum milli þeirra. En á jámbrautarstöðinni hafði verið gerður fagur sigurbogi og á honum stóð með stórum stöfum: VELKOMINN! Á járnbrautarpaliinum söfnuðust nú saman allir helztu rnerrn þorpsins ásamt konum sínum og dætrum. All- ir voru í beztu fötum sínum. Gömul kjólföt, angandi af reyr, höfðu verið dregin upp úr kistum og skúffum og rykið burstað af þeim. Hljómsveit Sörens stóð fremst og til hennar heyrðist við og við stuttir og snöggir tónar, þegar hún var að reyna homin. En í hæfilegri fjarlægð stóð svo al- menningur í stórum hóp, og þar voru öll börnin, því að skólanum var iokað í dag. Og allt I einu sáu menn eitthvað rautt álengdar og þá gullu við hrópin: Hraðlestin! Hraðlestin er að koma! Það var mikil nýung, því að alla aðra daga órsins lét hraðlestin eins og Ölbjerg væri ekki til, og renndi þar fram hjá á fullri ferð, svo að þorps- búar fengu ekki annað en reykinn úr henni yfir sig. En nú átti hún þó að koma við. í dag átti hún að staðnæm- ast hér — hér í ölbjerg. í dag var Ölbjerg jafnoki höfuðborgarinnar — já, jafnvel meiri en höfuðborgin. Eftirvæntingin jókst. Hljómsveitar- mennirnir fitluðu vandræðalega við homin. Oddvitinn rifjaði ræðuna upp í huganum í hundrað og sjötugasta sinn. Nú var lestin komin í námunda við brautarpallinn. Skyldi hún ekki nema staðar? Jú, nú hemlaði hún, það dró úr ferð vagnanna og hljómsveitar- menn settu hornin á munn sér. Lestin stóð kyr. Hljómsveitin hóf að leika konungsmarsinn af þrumandi krafti. Allir störðu á vagndymar. Og nú opn- uðust þær, og út kom — hver haldið þið — enginn annar en Andrés sífulli. Hann fór hægt svo að sér skyldi ekki skrika fótur og hann var með blaða- stranga undir handleggnum. Hann var kominn heim úr afvötnuninni. Og þarna stóð hann nú á eldrauða flos- dúknum, sem konungur hafði átt að ganga eftir, horfði sitt á hvað á vint sína í hreppsnefndinni og það var undrunarsvipur á honum. Eitt og eitt tár rann niður kinnamar, en hvort það voru brennivínstár, eða hann komst svona við, er ekki gott að segja. Hornablásturinn hætti. Þögn sló á alla. Oddvitinn fann að allir horfðu á sig. En nú var hann ekki í því skapi að halda hátíðarræðu. Samt ætluðust allir til þess af honum að hann segði eitthvað. Margutanaðlærð ræðan vafðist fyrir honum. Hana var að því

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.